Augu sjálfstæðismanna lokuð.

Sjálfstæðismönnum finnst best að tala og tala en gera ekki neitt. Flokkurinn lifir enn bak við skoðanir og stjórnun Davíðs Oddssonar. Ekkert má gera, alls ekki má hugsa sjálfstætt.

Vilja Bjarna Benediktssonar og annarra í forystu sjálfstæðisflokksins er að hafna algerlega inngöngu í Evrópusambandið en það er ekkert talað um hvað eigi frekar að gera. Alls ekki er það nefnt að Ísland eigi að verða þjóð meðal þjóða í sömu heimsálfu.

Alls ekki vilja sjálfstæðismenn láta reyna á það hvað kemur út úr aðildaviðræðum. Frekar að hafna öllu strax áður en sannleikurinn kemur í ljós. Sannleikur sem sýnir hvað Íslendingum er mikill hagur í því að ganga í Evrópusambandið.


mbl.is Umsókn Íslands verði dregin til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Blessaður Njörður þú heldur að ESB standi öllu lengur en það er misskilningur bæði ESB og evran eru að hrynja eins og spilaborg og þangað höfum við ekkert að sækja!

Sigurður Haraldsson, 8.7.2010 kl. 19:23

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er dagljóst hvað bíður Íslendinga í þessum "samninga"viðræðum. Umsóknarferlið fer nokkurn veginn svona fram:

ESB: Hérna er allt sem ykkur býðst, og hvað það kostar í fullveldi og peningum. Já eða nei?

Ísland: Við ætlum að ræða málin aðeins.

ESB: En hérna er það sem býðst og hvað það kostar. Já eða nei?

Ísland: Já ok. En við ætlum að láta Íslendinga kjósa um þetta þar til þeir samþykkja, er það í lagi?

ESB: Já, við bíðum, og skulum meira að segja kosta auglýsingaherferðir fyrir Já-i.

Ísland: Samþykkt.

Geir Ágústsson, 8.7.2010 kl. 19:30

3 Smámynd: Njörður Helgason

@Sigurður Ísland er hluti spilaborgarinnar

@Geir Íslenska þjóðin kýs um gerðan samning eins og Norðmenn gerðu.

Njörður Helgason, 8.7.2010 kl. 20:05

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sammála þér Njörður. Ég held að það sé kominn tími á það að Sjálfstæðismenn hugsi sjálfstætt ... en ekki beygja sig niður fyirr ritstjórnaum.

Hvað var annars um endurreisisskýrsluna hjá Sjálfstæðisflokknum????

Jú hún hvarf eftir að foringinn gagnrýndi hana.

Sleggjan og Hvellurinn, 8.7.2010 kl. 20:08

5 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Flest ríki sem eru með evru og ekki eru kominn alveg á hausiin vilja lostna við evruna. Kanski að þið  islensku kommarnir getið rétt ESB við þegar þið verðið búnir að borga Icesafe og selja Íslensku auðlindirnar

Eyjólfur G Svavarsson, 9.7.2010 kl. 00:26

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Íslensku kommarnir??   Geturu útskýrt þetta aðeins betur

kv 

kjósandi Sjálfstæðisflokksins.

Sleggjan og Hvellurinn, 9.7.2010 kl. 01:57

7 Smámynd: Benedikta E

 Hvaða - Hvaða ? Það er algjör tímaskekkja í umræðunni hjá þér - ágæti Njörður.

Við spörum okkur allt óþarfa fjas og mas..........

Aðildarumsókn að ESB verður dregin til baka - snarlega.

Með því spörum við okkur fyrir margskonar skakkaföllum og meðal annars milljarða fjármunum sem við þurfum á að halda til þarfari hluta hér heima fyrir - fyrir heimili landsmanna og uppbyggingu atvinnulífsins í landinu.

Benedikta E, 9.7.2010 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 370451

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband