Saga úr Mýrdalnum.

Fyrir allmörgum árum þá fór ég með frænda mínum sáluga til að leiða vatn í geldneytin sem voru í haga skammt frá bænum. Þegar við vorum að tengja vatnið kom eitt mannýgt naut og veittist að þeim gamla með hausinn undir sér.

Stangaði hann og keyrði niður í jörðina, vegarslóðann. Það var sama hvað var gert tuddinn varð að koma sínu ofbeldi fram. Að lokum tókst að reka geldneytin frá og koma þeim gamla undan. Griðungarnir fylgdust þó með úr færlægð þar til við komumst yfir girðingu sem bolarnir fóru ekki yfir.

Síðan varð að keyra með frænda úr Mýrdalnum austur á Klaustur til að sauma hann. Aðgerðin tókst og bolinn var lagður inn í sláturhús við fyrsta tækifæri.

Þetta gerðist fyrir um 40 árum, engin þyrla var þá nema fyrir sjómenn í hafsnauð.


mbl.is Nautgripur réðst á konu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það er gott að eiga þyrlusveit þegar mest á reynir!

Sigurður Haraldsson, 27.6.2010 kl. 11:05

2 Smámynd: Njörður Helgason

Það er gott. Í þá daga var ekki kölluð út þyrla ef mögulegt var að keyra á einkabíl eða í sjúkrabíl.

Njörður Helgason, 27.6.2010 kl. 11:12

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já það eru breyttir tímar strákar...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 27.6.2010 kl. 11:14

4 Smámynd: Njörður Helgason

Já Ingibjörg ég man::::::::::::::

Njörður Helgason, 27.6.2010 kl. 11:19

5 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Munið nú að vinstri vitleysingarnir eru búnir að skera svo mikið á fjármagn að hér er aðeins eftir ein þyrla.  ... Senn verða menn bara dysjaðir þar sem þeir falla þar sem það er svo þjóðerniselskadi...

Óskar Guðmundsson, 27.6.2010 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 370326

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband