Bjóða Guðrúni Ágústu bæjarstjórastólinn.

Það réttasta fyrir hafnfirska Samfylkingu er að bjóða Guðrúnu Ágústu snarlega bæjarstjórastólinn ef Sf vill eiga möguleika á því að starfa áfram í meirihluta bæjarstjórnar. Eftir að Sf sér á eftir bæjarstjóranum og öðrum fulltrúa sínum með honum er eina leiðin fyrir hafnfirska krata að fara í samvinnu með Vinstri grænum. Slóð sjálfstæðismanna í Hafnarfirði er þyrnum stráð eftir skamma setu þeirra í meirihluta bæjarstjórnar. Og því er engin ástæða til að gefa þeim möguleika á því að verða aftur í meirihluta bæjarstjórnarinnar í Hafnarfirði.
mbl.is Allt opið um bæjarstjórann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Og ég sem kaus Samfylkinguna í Hafnarfirði til að bjarga því að Lúðvík Geirsson héldist sem bæjarstjóri, með því að setja hann í fyrsta sæti? Og er ég þó óflokks-bundin! Það er gríðarlega erfitt að kjósa ef maður ef óflokks-bundin? Manni líður eins og maður sé að svíkja, ef maður kýs fólk en ekki flokka með einstefnu sem nýtist oft bara hluta þjóðarinnar? 

Ég vildi líka koma í veg fyrir að Sjálfstæðis-þyrnum-stráði flokkurinn fengi ekki yfirráðin með alla mútu-Íslands-glaum-gosana sem finnast í þeim annars uppruna-lega ágæta hugsjóna-flokk?

Lúðvík Geirsson er góður og mannúðlegur maður sem er í hjarta sínu réttlætis-sinnaður.

Hann hefði verið besti aðilinn til að vera brú á milli allra réttlátra sjónarmiða? Ætlar ekki Akureyrar-sigurvegarinn að fara lýðræðislegu leiðina og auglýsa eftir bæjarstjóra? Það er líka hægt í Hafnarfirði? Það er bara spurning hvort Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði vill fara þá lýðræðislegu leið sem sigur-flokkur Akureyrarunga hafa þroska og manndóm til að gera?

Vonandi!

Vil alla vega þakka Lúðvík Geirssyni fyrir allt það góða sem hann hefur gert til að halda undirbúningi atvinnu-uppbyggingu vel gangandi. Meðal annars að vatnsútflutningi og fleiri góðum hugmyndum, og jafna mann-réttindi fólks í Hafnarfirði frá því að ég flutti til Hafnarfjarðar! M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.5.2010 kl. 22:19

2 Smámynd: Njörður Helgason

Mér finnst óneitanlega dapurt að Lúðvík er ekki inni. Góður drengur sem hefur unnið vel fyrir bæinn. En til að tryggja áfram félagshyggjustjórnun Hafnarfjarðarbæjar er eina leiðin til áframhalds að fá Vg með í leikinn. Held að skásta leiðin sé að bjóða Vg bæjarstjórastólinn. Samfylkingin er flokkur tapsins í bænum. Getum að vísu hugsað minna um iðnaðaruppbyggingu á meðan. Það var hvort sem er komið á ís.

Eins og sagt var hér áður "allt er betra en íhaldið"

Njörður Helgason, 31.5.2010 kl. 10:16

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Rúna veldur mér miklum vonbrigðum, en ég mátti svo sem vita það að hún er eins og aðrir í VG hún gerir allt fyrir völdin og vittu til það verður krafa landráðafylkingarinnar í Hafnarfirði að Lúlli verði bæjarstjóri og VG gleypir það alveg hrátt.  Og ég ætla bara að leiðrétta það að hún heitir Guðrún Ágústa og er Guðmundsdóttir.

Jóhann Elíasson, 31.5.2010 kl. 11:20

4 Smámynd: Njörður Helgason

Gaman þegar eitthvað vekur athygli. Það væri alls ekki slæmt að hafa Lúðvi borgmester. En Sf missti hann út úr bæjarstjórn.

Njörður Helgason, 31.5.2010 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 370349

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband