Ekkert lát á gosinu. Kvikusending barst í gær.

Eldstöðin í Eyjafjallajökli er enn ekkert í slökun á gosinu. Fyrst hún er að fá kvikuskot að neðan veit maður ekkert um það hversu lengi í viðbót kemur til með að gjósa úr jöklinum.

Eldstöð eins og Eyjafjallajökull er greinilega sífellt að koma á óvart. Ekki virðist vera kvikuhólf undir eldfjallinu. Kvikuhólf og eru til dæmis undir Heklu og Kötlu og fleirri eldstöðvum á Íslandi. Heldur er eldfjallið að fá kviku úr undirdjúpunum. Kvikuinnskot eru ekkert nýtt í fjallinu. Þó nokkur virðast hafa komið í það undanfarin ár en ekki náð upp úr því. En eftir að eldgos er hafið fer kvikan upp um gosrásina.

Það er skrýtið að horfa upp á Eyjafjallajökul í eldgosi. Fjallið sem maður er búinn að hafa fyrir augunum alla tíð. Fallegt fjall sem setur óneitanlega svip á rangæska fjallasýn. Vissulega vissi ég að það væri eldstöð í jöklinum. Eldstöð sem maður hafði ákveðin beyg af sem krakki. Enda uppalinn undir Mýrdalsjökli þar sem Katla blundar undir.

En gosið í Eyjafjallajökli kom á óvart og það er nú þegar orðið allmikið og hver veit hversu lengi það kemur til með að vera í gangi fyrst að eldstöðin fær kvikusendingar til að viðhalda gosinu.


mbl.is Gosmökkurinn í 7 km hæð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 370455

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 72
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband