Afdrifamikið eldgos.

Á Eyjafjallajökli er ekki stór ísbreiða og því ekki sennilegt að úr honum komi stór hlaup. Það stærsta var þegar eldstöðin var búin að bræða hluta íssins í öskjunni á toppi fjallsins og út frá eldvirkni í hliðum fjallsins. Hún getur valdið flóðum eins og var í Svaðbælisánni í gær.

Miðað við þá virkni sem er í fjallinu núna geta vel opnast sprungur víðar í hliðum fjallsins sem geta brætt ís og valdið flóðum í ám sem renna suður af jöklinum og líka norðan megin.

Mesta hættan núna er af öskufalli í sveitirnar. Og vissulega eru afleiðingarnar á flugumferð í norður Evrópu miklar. Öskufallið getur verið drjúgmikið í sveitunum kringum jökulinn. Askan getur sannarlega haft áhrif á búsmalann, vélar og skepnur. Vélar og tæki standa verr af sér í öskumenguðum jarðvegi. Það er kostnaðarsamt fyrir bændurna að fara út í mikla plægingu til að bylta jarðveginum til að rækta á öskulausri jörð eftir gosið.

Það eru því miklir skaðar á jörðum og samgöngum sem gosið getur valdið. Miklu auðveldara að fá flæðigos eins og var á Fimmvörðuhálsinum í síðustu viku en þeytigos sem nú stendur yfir og spýr gjósku í allar áttir, eftir því hvernig vindar blása.


mbl.is Gott að þetta komi í skömmtum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband