Afleiðingar eldgossins geta orðið miklar.

Það eru átök að takast á við náttúruhamfarir á stórbýli eins og Þorvaldseyri. Vont að geta ekki fært kúnum vatn þegar jökulflóðið hefur slitið leiðsluna í sundur.

En þeir Þorvaldseyrarfeðgar verða ekki lengi að kippa hlutunum í lag svo að bústofninn á bænum er tryggur.

Verst er það með ræktarlöndin sem fóru á kaf í flóðinu. Vatnið sjatnar fljótt en hvað situr eftir af efnum á landinu, ösku og salla er óvíst að átta sig á. Sá fíni jökulleir sem getur fylgt jökulhlaupum er erfiður fyrir náttúruna að komast yfir. Leirinn getur lokað jarðveginum og svo er hann að fjúka lengi eftir hlaupið. Ég man að á Kirkjubæjarklaustri var vandamál vegna leirs sem fauk þar yfir eftir Gígjuhlaupið 1996.

Það getur líka haft áhrif á vélarnar að í jarðveginum er svona mikill leir og ef öskufall kemur í kjölfarið versnar ástandið. Ég var að lesa frásögn um daginn í Goðasteini sem sagði frá túnslætti í kjölfar Kötlugosa. Bitið stóð illa við í ljáunum. Það er því ekki ólíklegt að nútíma kornþreskivélar og sláttuvélar haldi illa bitinu til verkanna í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli.


mbl.is Mikið tjón á Þorvaldseyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 370392

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband