Sorgleg mynd.

Þetta myndband er hroðalegra en allt sem hræðilegt er. Þessi hegðan er skammarleg fyrir Bandaríska herinn og ein svífyrða fyrir þær þjóðir sem studdu Bandaríkjamenn í að ráðast inn í Írak. Innrásin var gerð af algerri firru Búss forseta og algerrar vanþekkingar hans og þeirra sem stóðu með honum í því að ætla að rústa Mesópótaníu, landinu á milli fljótanna. Því það var draumur Búss að ráðast inn í Íran á eftir.
mbl.is Herinn skoðar Íraksmyndband
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórarinn Baldursson

Þetta eru morðingjar,það er ekkert flókið.Sem betur fer réðist þessi Buss bjáni ekki inn í Íran það er miklu stærra og erfiðara yfirferðar.Ég held að ef það hefði orðið,þá hefði andskotinn hitt ömmu sína,svo er engin olía í Íran á móti magninu í Írak,og ég held að það hafi verið olían sem dró kanana til Írak first og fremst.Og ekkert annað,þeim er greinilega alveg skítsama um Írösku þjóðina,eins og dæmin sanna.

Þórarinn Baldursson, 9.4.2010 kl. 01:09

2 Smámynd: Njörður Helgason

Ég heyrði þetta á RUV í morgun:

George Bush, þáverandi Bandaríkjaforseti, Dick Cheney, þáverandi varaforseti Bandaríkjanna, og Donald Rumsfeld, þáverandi hermálaráðherra landsins, vissu þegar árið 2002 að meirihluti fanganna í Guantanamo-fangabúðum Bandaríkjahers á Kúbu hafði ekkert til saka unnið, þeir voru alls ekki hryðjuverkamenn. Þremenningarnir voru hins vegar andvígir því að fangarnir yrðu leystir úr haldi því það myndi draga úr stuðningi almennings við innrás í Írak og stríð við alþjóða hryðjuverkasamtök. Þetta staðhæfir Lawrence Wilkerson, fyrrverandi ofursti í Bandaríkjaher og eitt sinn starfsmannastjóri Colins Powells, sem var utanríkisráðherra Bandaríkjanna fyrra kjörtímabil Bush.

Lundúnablaðið Times segir frá þessu máli í dag, en blaðamenn þess hafa séð eiðsvarna yfirlýsingu Wilkersons. Hermir blaðið að Powell sjálfur hafi borið vitni um að yfirlýsingin sé sannleikur.

742 karlmenn, piltar og drengir, á aldrinum 12-93 ára, voru fluttir í Guantanamobúðirnar 2002. Wilkerson segir að margir hafi verið framseldir Bandaríkjamönnum af Pakistönum og Afgönum sem þegið hafi allt að fimm þúsund dollara fyrir hvern fanga. Sjaldnast hafi frambærileg rök verið færð fyrir handtöku mannanna, hvað þá að sannanir hafi verið lagðar fram.

Wilkerson hefur eftir Rumsfeld og Cheney að ekki komi til greina að láta saklausa menn lausa, því þá verði öllum ljóst hve mikill glundroði og skipulagsleysi ríktu í baráttunni við hryðjuverkamenn. Wilkerson er sérlega þungorður um Cheney sem hann segir að hafi látið sér í léttu rúmi liggja þótt hundruð saklausra manna hafi þurft að líða þjáningar í áralangri fangavist, ef það leiddi til handtöku nokkurra hryðjuverkamanna.

Enn frekari undirstrikun á valdaþrá og hugsunarleysi Búss og haukanna.

Njörður Helgason, 9.4.2010 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband