Katla er mikils metin, merkis eldstöð.

Þegar ég var ungur hræddist ég að Katla gæti komið. Það gerðist þó aldrei svo að það eina sem maður lifði við voru frásagnir þeirra sem mundu eftir Kötlugosi og myndir sem teknar voru af gosmekkinum og jakaburði á Mýrdalssandi í gosinu 1918.

Tveir frændur mínir mundu eftir Kötlugosinu og sögðu mér og öðrum frá því. Einar Halldór Einarsson á Skammadalshól sagði frá gosinu sem hann mundi eftir frá barnæsku sinni í ræðu og riti, til dæmis með skrifum í héraðsritinu Goðasteini Síðan fór Einar að fylgjast með skjálftavirkni á svæðinu þegar settur var upp jarðskjálftamælir á Skammadalshól. 

Þau hjónin Einar og Steinunn Stefánsdóttir voru vakandi og sofandi yfir "litla" eins og þau kölluðu mælinn. Einar sá til dæmis skjálftavirkni 22. janúar 1973 sem hann sagði forboða eldgoss. Klukkan 2 aðfaranótt 23. janúar 1973 byrjaði að gjósa á Heimaey. Jarðhreyfingin sem því fygldi var akkúrat virknin sem Einar sá á mælinum.

Katla hefur sýnt soldil svipbrigði virkni á liðnum áratugum. Eftir gosið árið 1918 sem var allnokkuð gos í Kötluöskjunni með jökulhlaupi, öskufalli og eldingum. Árið 1955 varð jökulhlaup í Múlakvísl sem tók af brúna yfir Múlakvísl á gamla þjóðveginum sem lá inn heiðarnar innan við Kerlingadal og lá yfir yfir að Selfjalli. Eftir það hlaup var vegurinn lagður yfir Mýrdalssand þar sem hann er enn með breyttu sniði frá upphafi þegar hann lá nálægt Hafursey, en er nú mun neðar á sandinum. Samfara hlaupinu 1955 mynduðust sigkatlar á þeim stað í jöklinum sem talið er að gosið hafi 1918.

1999 varð hlaup í Jökulsá á Sólheimasandi. Hlaupið komst með naumindum undir brúna og olli ekki miklum skaða á landi. Þetta hlaup sýndi að von væri á að fá flóð niðir á Sólheima-Skógasand. Ég flaug með Reyni Ragnarssyni yfir jökulinn og sá sigkatla sem höfðu myndast. Einnig að spýtingur flóðvatns hafði komið í á innan við Gjögra  skógræktarsvæði Mýrdælinga niður í Hólsá á Sólheimasandi. Hlaupið 1999 kom á óvart en sýndi að líf var enn í þeirri gömlu.

Á þessum árum var mikil virkni undir jöklinum öllum og einnig í Eyjafjallajökli. Það er ekki ólíklegt að samband sé á milli þessara eldstöðva. Katla hefur sent kviku frá sér í annann farveg en upp úr jöklinum. Eldgjá er mynduð vegna kvikuhlaups frá Kötlu. Stórkostlegar hamfarir þar.

Enn bíða menn og fylgjast með Kötlu. Hún sefur enn, þó að hún rumski lítt á stundum. En allir fylgjast þó með því hvort að það fari ekki fljótlega að brydda á Barða


mbl.is Merkilegt samband við Kötlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 370368

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband