Færsluflokkur: Bloggar

Heimamenn en ekki aðkomufólk.

Ótrúlegt er að svona sé gert í ríki sem fólki er talin trú um að öryggið sé á oddinum. Réttu ári eftir að voðaverkin voru framin í Útey er þetta ekki til bóta.
mbl.is Skaut 14 til bana í kvikmyndahúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á Tenerife loga líka mótmæli íbúa.

Á Tenerife voru líka heilmiklar mótmælaaðgerðir. http://www.flickr.com/photos/njordur/7425655312/in/photostream

Starfsfólk á hótelum og í öðrum geirum ferðaþjónustunnar var í kröfugöngunni. 


mbl.is Mótmæli á götum Spánar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Langvarandi hiti

Þetta er illt á þessari fallegu eyju. http://www.flickr.com/photos/njordur/sets/72157630272729314/
mbl.is Eldarnir stjórnlausir á vissum svæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Langvarandi þurrkar valda eldhættu.

Við vorum á Tenerife í byrjun júní fram til 21. júní. Eitt af því sem bæði heimafólk og fararstjórar óttuðust var að skógar og kjarreldar ættu auðvelt með að breiðast út vegna langra þurrka sem hafa verið á Tenerife. Hér er myndband frá 2011 http://www.youtube.com/watch?v=-XufNnxUmaU

Eyjan er býsna sunnarlega á norðurhveli jarðar. Úrkoma hefur ekki verið nema af mjög litlum skammti og á fáum stöðum á þessu ári. Afskaplega er gaman að ferðast um Tenerife. Eyjan er lítil, svipuð á stærð og Reykjanesið er. En hún er mjög hálend, hæsta fjallið El Teide er 3718 metra hátt. Öræfajökull er bara hóll við hlið El Teide. Jarðfræði saga Tenerife er á aldur við austasta og  vestasta hluta Íslands.

En á eynni sér maður jarðmyndanir sem eru ekki ólíkar íslenskum jarðmyndunum. En á Tenerife hefur enginn hluti fjallanna og jarðmyndananna verið slípaður af jökli.

Hluti svæðanna sem við fórum um var að ná því að gróa aftur eftir síðustu skógarelda á eynni. Gróðurfar Tenerife er sérstakt og nokkuð framandi fyrir okkur sem búum á norðurslóðum. Reyndar í beina stefnu nirður af Tenerife.

http://www.flickr.com/photos/njordur/sets/72157630272729314/ Hér eru myndir frá Tenerife fyrri hluta júnímánaðar áður en eldarnir sem svo margir óttuðust kviknuðu.  

Á myndunum má sjá hluta af því sem fyrir augu bar. 


mbl.is „Fjöllin loga“ á Tenerife
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baráttan við eldinn á Tenerife er erfið.

http://www.flickr.com/photos/njordur/sets/72157630272729314/ Á Tenerife er landslagið uppi í hærri hluta landsins ekki auðvelt yfirferðar nema að flogið sé yfir það. Sennilega verður að fljúga eftir sjó til að hella yfir eldana.
Landslagið á Tenerife er fallegt en ef farið er um eyjuna er leiðin mikið upp í móti. Ótrúlegt er hvað Tenerife er lítil. Eyjan er lítill hluti Íslands, svona um það bil eins og Reykjanesskaginn.
Myndasyrpa frá Tenerife í júní áður en eldarnir kviknuðu: http://www.flickr.com/photos/njordur/sets/72157630272729314/
mbl.is Hermenn berjast við elda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Langvarandi hiti og þurrkur. Einnig myndir.

Við vorum á Tenerife í júní. Þá voru leiðsögumenn og heimamenn að tala um að langvarandi þurrkur gæti haft þær afleiðingar að skógareldar gætu orðið á Tenerife. Hér eru myndir frá ferð okkar til Tenerife: http://www.flickr.com/photos/njordur/sets/72157630272729314/
mbl.is Enn logar á Tenerife
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmtilegt hlaup.

Ánægulegt er fyrir þátttakendur í Laugavegshlaupinu að vera komnir af stað og fá góðar móttökur Frískra Flóamanna á drykkjarstöðvunum.
Ég vil benda öllum á hlaupastyrkinn sem fylgir Reykjavíkurmaraþoninu sem verður nú á afmælisdegi Reykjavíkurborgar 18. ágúst n.k. http://hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/felag/520279-0169
Hér set ég inn fólk sem er að safna fyrir MS félagið fyrir Reykjavíkurmaraþonið.
mbl.is Laugavegshlaupið í sextánda sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband