Færsluflokkur: Bloggar

Beint í hópinn!

Örríkið Ísland ætti að vera þar á meðal. Land fámennisins á vel heima að vera með hinum smáríkjunum í ESB.
mbl.is Evrópsk smáríki fái aðild að EES
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Illt er að eyða!

Dapurt er þegar svör við bloggi eru með þeim hætti að grunnblogg og málshefjandi sé úthrópaður.

Hvíti hesturinn freistar.

Hljómsveitin Íkarus söng um Christinu F. Og söng um að  sæist að hún kynni sko tökin á hvíta hestinum. Hún lifir enn þó að hvíti hesturinn brokki enn framhjá henni og bjóði bakið til afnota.
mbl.is Christiane F. er enn á lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétt að banna reykingar!

Réttast væri að banna algerlega reykingar á Íslandi, Það yrði til þess að sóðaskapurinn vegna sígarettustubba um allar götu legðist af. Spurning hvort banna eigi tyggigúmmí líka til þess að fólk fari að henda því í ruslatunnurnar sem eru víða.
mbl.is Eru reykingamenn meiri sóðar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvikmyndagerðarmenn flytja úr landi.

Ríkisstjórn íslands treystir á að kvikmyndir sem gerðar verða á Íslandi verði útlendar því með niðurskurði til íslenskrar kvikmyndagerðar á að slá rækilega undan því að gerðar verði íslenskar kvikmyndir. Þekking og kunnátta nýtist við að vinna fyrir erlenda kvikmyndagerðarmenn sem koma til Íslands. Íslenskir kvikmyndagerðar menn og konur fara að flytja til Noregs eins og aðrir iðnaðarmenn. með því geta þeir fengið fyrirgreiðslu til kvikmyndagerðar á Íslandi.
mbl.is Baltasar: Hrikalegt áfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður borgarstjórinn.

Gott að fá rök borgarstjórans fyrir því hvað eigi að gera við Vatnsmýrina. Sammála er ég honum að koma eigi stríðsminjunum í burtu, flytja flugið úr miðbæ Reykjavíkur á nýjan stað.
mbl.is „Ljóst að flugvöllurinn þarf að fara“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eflum fagmenntun.

Þörf er á átaki í því að mennta fólk, bæði ungt og þá sem eldri eru. Margir búa yfir mikilli þekkingu úr störfum sínum sem eðlilegt er að verði notuð til að þau geti notað starfsreynsluna til þess að ná sér í prófgráðu í því fagi sem unnið hefur verið við. Grunnmenntun verður að vera öflug, ekki má taka verkkennslu úr grunnskólunum því nám það eflir áhuga barna til að læra meira um iðnir í framhaldsskólunum

Nú hefur orðið tímabundin fækkun í byggingariðnaði, það er mikilvægt að verknám verði erft því ekki er gott að sitja uppi með það að fólk fáist ekki til að vinna við verkefnin sem þörf er að vinna við.

Nú er bóla byggingariðnaðarins í tímabundinni lægð. Hún hefur færst yfir í ferðamennskuna, þar sem þörf er á átaki til menntunar. Starfið verður að byggjast upp á fólki sem hefur lært þjónustu, matreiðslu og býr yfir almennri þekkingu í greininni. 


mbl.is 30% aðeins með grunnmenntun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi til áframhaldandi verka.

Meðmæli að fagmaður hafi verið ráðinn í starfið, ekki pólitísk velgjörðarráðning. Spurning hvort að honum gangi betur en forstjóranum sem sá ekki lausn vandans.
mbl.is Páll forstjóri Landspítalans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættulegur bransi.

Því miður eru margir fljótir að setja inn auglýsingu sem fólk gleypir allt of fljótt við. Gengur frá leigu óskoðaðar íbúðar og greiðir há upphæð til að tryggja sér íbúðina sem er ekki til þegar sækja á lyklana af henni. 

Þetta minnir illilega á sturlunina sem var þegar bólan var á fasteignamarkaðinum áður en guð blessaði Ísland. Þá voru íbúðir jafnvel keyptar án skoðunar og allir hundakofar seldust.

Nú virðist gullgrafaraæðið vera komið á leigumarkaðinn, Því er réttast að fólk stígi varlega til jarðar þegar það ætlar að taka á leigu íbúðir án skoðunar og án þess að hitta leigusalana áður en þeim er greitt. 


mbl.is Svikarar á leigumarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 371194

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband