Færsluflokkur: Bloggar
9.3.2015 | 14:46
Vín eingöngu í verslunum ÁTVR
Það er hreinakárt að ég er sammála því sem Kári segir í greininni. Ég treysti því að fá þjónustu í ÁTVR og ráðleggingar um tegundir sem ég vil kaupa, einnig með hvaða fæðu ég fæ rétt vín.
Að setja söluna í matvöru verslanirnar gengur illa upp. Best er að hafa fagmennskuna og eftirlitið í útsölum ÁTVR áfram!
![]() |
Níðist á þeim sem minna mega sín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2015 | 19:15
Óásættanleg skilyrði.
Ekki er að undra þó Formaður félags múslíma á Íslandi hafi vara á gjöf Sádi Arabíu til þess að byggja mosku á íslandi. Líklega fylgir því skilyrði sem illt er að þurfa að sætta sig við.
Ætli ÓRG hafi spurt út í þetta?
![]() |
Vissi ekki af fjármagninu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
5.3.2015 | 17:51
ÓRG reddar eigin sjónarmiði
Fór Ólafur yfir stöðu isis við sendiherrann?
![]() |
Sádi Arabar styrkja byggingu mosku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2015 | 11:32
Fallegasta sjónarhorn Reynisdranga.
Þetta er falleg mynd af stjörnuhimninum úr Reynisfjöru. Sólin er greinilega að koma upp í austrinu og gefur góðan fót myndarinnar. Flott að sjá svona góða mynd tekna af dröngum réttu megin, af því að þeir eru fallegir vestan megin og fagur stjörnuhiminn spillir ekki.
![]() |
Vetrarbrautin yfir Reynisfjöru |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2015 | 22:49
Réttindi ófrískra kvenna.
Hver eru réttindi starfsmanns þegar honum er sagt upp störfum og er ófrísk?
![]() |
Veðurfréttakonum sagt upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.2.2015 | 12:08
Hátíð!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2015 | 14:33
Hættulegar brýr.
Aumt finnst mér að hafa unnið við byggingu brúarinnar sem er yfir Stóru-Laxá í Hrunamannahreppi. Brúin er byggð í beygju sem er að mig minnir í 1200 metra radíus. Hefði hún verið byggð ári seinna var komið í reglugerð að brýr á vegi með þetta mikla umferð eigi að vera tvíbreiðar. Allmörg slys hafa orðið á brúnni með mismiklum afleiðingum.
Önnur hættuleg einbreið brú er yfir Jökulsá á Sólheimasandi. Alllöng brú á hringveginum, vestan hennar er blindhæð sem gerir hana enn hættulegri.
Tilvalið er að gera þessar brýr ásamt öðrum einbreiðum brúm tvíbreiðar til að auka öryggi vegfarenda.
![]() |
Hátt í 700 einbreiðar brýr á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2015 | 10:49
Ríkið verði áfram með söluna.
Ég fæ góða þjónustu í ríkinu og tel það alls ekki vera til neinna bóta að leyfa sölu áfengis í verslunum. Með því að hafa söluna í akveðnum verslunum eins og í ÁTVR verður sérhæfingin til staðar og verslanirnar öflugri.
Ekki sé ég fyrir mér að fólk gangi út úr verslunum með kjötfarsið og mjólkina saman við áfengi í sama pokanum. Það er líka ákveðin stemma að fara í ríkið, velja og fá góða þjónustu.
Það veitir ekki af því að hamla aðgengi að veigunum sem hið opinbera selur okkur.
![]() |
Áfengisfrumvarp afgreitt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2015 | 16:36
Innanlandsflug til Keflavíkur!
Gott pláss fyrir innanlandsflugið með stækkun Keflavíkurflugvallar! Hjá Leifsstöð verður lestarstöð þar sem farþegar ferðast með lest til Reykjavíkur frá flugvellinum. Tilvalið er að uppbygging innanlandsflugsins verði á Miðnesheiði. Með því verður innanlandsflugvöllurinn á svæði gömlu herstöðvarinnar þar sem Bandarískur basi var og verður fluttur frá herminjunum í Vatnsmýrinni í Reykjavík
![]() |
Flugstöðin stækki til norðurs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.2.2015 | 12:28
Óslegið gras löglegt í Reykjavík.
Grasið er einnig löglegt í Reykjavík, alla vega er sjaldan slegið yfir sumarið.
![]() |
Gras gert löglegt í höfuðborginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndirnar mínar á Flickr Samansafn valinna mynda til sýnis fyrir alla
- Twitter síðan mín Skoðanir í stuttu máli
Veðurviti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar