Færsluflokkur: Bloggar

Illt þegar slys þarf til úrbóta.

Það er sárt að svona slys skuli verða til þess að farið er út í aðgerðir til þess að koma í veg fyrir þau. Fyrir 30. árum vann ég við lagfæringar á brú í Fljótshlíð, þar sem varð banaslys og olli því að farið var út í löngu tímabærar breytingar á henni.

Því miður hafa orðið allmörg slys á brúm og vegum sem orsakast eingöngu af því að framkvæmdirnar ráða ekki við umferðina. Þetta hefur ekki batnað á mörgum stöðum og hættan hefur aukist stórlega með aukinni umferð á vegunum. Eitthvað sem á eftir að vaxa gríðarlega á næstu árum.


mbl.is Líðan drengsins óbreytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Iðnnámið skilar sér fljótt til nemendanna.

Of fáir nemendur fara í iðnnám eftir grunnskólann, ekki síst vegna þess hve mikil áhersla er á að nemendur taki stúdentspróf og fari síðan í háskólanám og verði þar á meðal hluti af atvinnulausu fólki á vinnumarkaðinum.

Til að Íslenskur vinnumarkaður geti staðið undir því að hafa menntað fólk í sínum röðum er mikilvægt að efla og hvetja nemendurna til þess að læra iðnmenntun. Það er illt að greinar sem eru nú í uppbyggingu á Íslandi eins og ferðaþjónusta, þjónusta, matreiðsla og landvarsla fái ekki til sín fólk með menntun.

Þetta minnir á bóluárin þegar mjög fáir starfsmenn og konur fengust í byggingagreinarnar, vegna þess að nemendurnir voru hvattir til bóknáms frekar en iðnnáms. Af því eru menn að súpa seyðið í dag af göllum sem eru mest að kenna óskaplega miklum flýti við uppbyggingarnar og lítið eftirlit þeirra sem áttu að fylgjast með verkinu.

Það verður að efla iðnnámið á landinu. Iðnnemar komast fljótt í launaða vinnu, launin á samningstíma nemanna eru greidd og þegar náminu lýkur eftir fjögur ár er viðkomandi með réttindi sem veitir vinnu við faggreinina um allt landið! 


mbl.is Lítil þörf fyrir hópa menntafólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gáum í glatkistuna.

Ógrynni þess sem Sigmundur Davíð lofaði fyrir síðustu kosningar er geymt í glatkistunni.

Er þessi undarlega loforðaræða SDG samþykkt af ríkisstjórninni eða eru orð SDG stefna á einstefnu framsóknar við afnám haftanna. 


mbl.is Kröfuhafarnir njósna og sálgreina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hávær og löng skrugga.

Heyrði háa skruggu áðan sem var gríðarlöng. Greinilega fylgifiskur allmikilla élja sem ganga yfir vesturlandið.


mbl.is Þrumur á höfuðborgarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Núverandi ríkisstjórn ver kjötkatla útgerðarinnar.

Flestir Íslendingar kalla eftir tímabærri tiltekt í pólitíkinni á Íslandi. Flokkar sem sitja við völdin gæta þess mest að tryggja kjötkatla útgerðarinnar og að kvótinn verði ekki eign almennings á landinu.


mbl.is Gjörbreytt landslag í stjórnmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afnemum danska tengingu!

Til að gera aldarafmæli fullvalda Íslands er rétt að hafa hönnun hússins að öllu leyti gerða af íslenskum hönnuðum á afmælinu. Ekki danskan stíl Guðjóns sem er liðin tíð. 

Ísland hefur þurft að hafa nafn Danakonungs á Alþingishúsinu frá byggingu þess. Með nýju húsi er rétt að segja skilið við dönsku tenginguna og hafa húsið gert af hönnuðum dagsins sem það á að vígja.


mbl.is Reist verði viðbygging við Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættulegt ástand.

Holurnar í malbikinu á höfuðborgarsvæðinu minna á veginn á milli Hveragerðis og Þorlákshafnar áður en hann var malbikiður. Á veginum var hola við holu og hann var kallaður fóstureyðingar vegurinn. 

Malbikið á höfuðborgarsvæðinu er stórhættulegt vegna skemmda og djúpra hola og er líkt Þorlákshafnarveginum fyrir endurbætur.


mbl.is Verstu holur höfuðborgarsvæðisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarft framtak.

Jákvætt að gera þetta, hraðlest frá alþjóðaflugvellinum í Keflavík til Reykjavíkur er mikilvæg aðgerð til að efla flugvöllinn í Keflavík enn frekar. Hraðlest mun einnig gera ferð til Keflavíkur hraðari og stuðlar enn frekar að því að rekstri verði hætt í stríðsminjunum í Vatnsmýri.


mbl.is Hlutafélag um hraðlest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framboð Sigríðar var góður leikur.

Það er illt þegar flokksmenn og konur fara að tjá sig neikvætt um framboð Sigríðar Ingibjargar. Heppnin ein var fyrir Árna Pál að hún lagði hann ekki í kosningunni, Árni Páll situr eftir með fótafar flokksins eftir kosninguna.

Framkoma Ingibjargar Sólrúnar er klént og framkoma hennar skammarleg þegar fólk notar reglur flokksins til að fara í framboð. Við Ingibjörgu segi ég: "Þú ert ekki með".


mbl.is Segist íhuga stöðu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 371183

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband