16.4.2015 | 17:25
Burt með nagladekkin.
Nagladekk eru sannarlega óþörf, valda mikilli rykmengun og orsaka slit á götunum. Þau valda því að rásir myndast í malbikið sem verða fullar af vatni í rigningu. Stór hluti gatna er saltaður, það eyðir hálkunni og gerir leiðarnar enn færari yfir veturinn.
![]() |
Nagladekk óþörf í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2015 | 10:17
Illt þegar slys þarf til úrbóta.
Það er sárt að svona slys skuli verða til þess að farið er út í aðgerðir til þess að koma í veg fyrir þau. Fyrir 30. árum vann ég við lagfæringar á brú í Fljótshlíð, þar sem varð banaslys og olli því að farið var út í löngu tímabærar breytingar á henni.
Því miður hafa orðið allmörg slys á brúm og vegum sem orsakast eingöngu af því að framkvæmdirnar ráða ekki við umferðina. Þetta hefur ekki batnað á mörgum stöðum og hættan hefur aukist stórlega með aukinni umferð á vegunum. Eitthvað sem á eftir að vaxa gríðarlega á næstu árum.
![]() |
Líðan drengsins óbreytt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2015 | 21:10
Alvöru kvinna!
Bill verður First Sir þegar að Hllary nær kjöri!
![]() |
Verður fyrrum forsetafrú forseti? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2015 | 12:21
Iðnnámið skilar sér fljótt til nemendanna.
Of fáir nemendur fara í iðnnám eftir grunnskólann, ekki síst vegna þess hve mikil áhersla er á að nemendur taki stúdentspróf og fari síðan í háskólanám og verði þar á meðal hluti af atvinnulausu fólki á vinnumarkaðinum.
Til að Íslenskur vinnumarkaður geti staðið undir því að hafa menntað fólk í sínum röðum er mikilvægt að efla og hvetja nemendurna til þess að læra iðnmenntun. Það er illt að greinar sem eru nú í uppbyggingu á Íslandi eins og ferðaþjónusta, þjónusta, matreiðsla og landvarsla fái ekki til sín fólk með menntun.
Þetta minnir á bóluárin þegar mjög fáir starfsmenn og konur fengust í byggingagreinarnar, vegna þess að nemendurnir voru hvattir til bóknáms frekar en iðnnáms. Af því eru menn að súpa seyðið í dag af göllum sem eru mest að kenna óskaplega miklum flýti við uppbyggingarnar og lítið eftirlit þeirra sem áttu að fylgjast með verkinu.
Það verður að efla iðnnámið á landinu. Iðnnemar komast fljótt í launaða vinnu, launin á samningstíma nemanna eru greidd og þegar náminu lýkur eftir fjögur ár er viðkomandi með réttindi sem veitir vinnu við faggreinina um allt landið!
![]() |
Lítil þörf fyrir hópa menntafólks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.4.2015 | 16:48
Gáum í glatkistuna.
Ógrynni þess sem Sigmundur Davíð lofaði fyrir síðustu kosningar er geymt í glatkistunni.
Er þessi undarlega loforðaræða SDG samþykkt af ríkisstjórninni eða eru orð SDG stefna á einstefnu framsóknar við afnám haftanna.
![]() |
Kröfuhafarnir njósna og sálgreina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2015 | 21:02
Hávær og löng skrugga.
Heyrði háa skruggu áðan sem var gríðarlöng. Greinilega fylgifiskur allmikilla élja sem ganga yfir vesturlandið.
![]() |
Þrumur á höfuðborgarsvæðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2015 | 18:31
Núverandi ríkisstjórn ver kjötkatla útgerðarinnar.
Flestir Íslendingar kalla eftir tímabærri tiltekt í pólitíkinni á Íslandi. Flokkar sem sitja við völdin gæta þess mest að tryggja kjötkatla útgerðarinnar og að kvótinn verði ekki eign almennings á landinu.
![]() |
Gjörbreytt landslag í stjórnmálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2015 | 12:22
Afnemum danska tengingu!
Til að gera aldarafmæli fullvalda Íslands er rétt að hafa hönnun hússins að öllu leyti gerða af íslenskum hönnuðum á afmælinu. Ekki danskan stíl Guðjóns sem er liðin tíð.
Ísland hefur þurft að hafa nafn Danakonungs á Alþingishúsinu frá byggingu þess. Með nýju húsi er rétt að segja skilið við dönsku tenginguna og hafa húsið gert af hönnuðum dagsins sem það á að vígja.
![]() |
Reist verði viðbygging við Alþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.3.2015 | 20:19
Hættulegt ástand.
Holurnar í malbikinu á höfuðborgarsvæðinu minna á veginn á milli Hveragerðis og Þorlákshafnar áður en hann var malbikiður. Á veginum var hola við holu og hann var kallaður fóstureyðingar vegurinn.
Malbikið á höfuðborgarsvæðinu er stórhættulegt vegna skemmda og djúpra hola og er líkt Þorlákshafnarveginum fyrir endurbætur.
![]() |
Verstu holur höfuðborgarsvæðisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2015 | 08:43
Þarft framtak.
Jákvætt að gera þetta, hraðlest frá alþjóðaflugvellinum í Keflavík til Reykjavíkur er mikilvæg aðgerð til að efla flugvöllinn í Keflavík enn frekar. Hraðlest mun einnig gera ferð til Keflavíkur hraðari og stuðlar enn frekar að því að rekstri verði hætt í stríðsminjunum í Vatnsmýri.
![]() |
Hlutafélag um hraðlest |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndirnar mínar á Flickr Samansafn valinna mynda til sýnis fyrir alla
- Twitter síðan mín Skoðanir í stuttu máli
Veðurviti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.9.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar