Að hætta er feluleikur.

Bjarni Benediktsson er farinn að reyna að tala tungu Davíðs Oddssonar á Alþingi. Flokknum hans er svo klárlega fjarstýrt að fyrrum formanni hans og ritstjóra flokksblaðsins.

Almennur vilji er til þess að sjá hverju aðildarviðræður koma til með að skila Íslendingum. Ekkert verður ljóst í því máli fyrr en aðildarsamningur liggur fyrir. Samningur sem fer í þjóðaratkvæðagreiðslu. Samningur sem íslenska þjóðin leggur væntanlega sátt sína viðþegar það kemur í ljós hverju hann skilar okkur.

Ef fólk ætlar að grafa höfuð sín í sandinn fyrir samningnum áður en hann verður gerður hefur eitthvað í farteeskinu sem það er smeykt um að komi í ljós.


mbl.is Enginn réttur til aðildarviðræðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Í mínum huga er það ljóst að meirihluti þjóðarinnar er andvígur aðild og þar með aðildarviðræðum.

Ég er nokkuð sannfærður um að þessi andstaða er af pólitískum toga og það er móðgun við okkur sem erum andvíg að bera það á borð að við getum ekki leyft okkur þá heimsku að hafna viðræðum fyrr en við sjáum "hvað er í boði!"

Það er svona ámóta og ef arabiskur Beduini kæmi að máli við Evrópubúa og falaðist eftir dóttur hans en faðirinn hefði þá ekki stöðu til að hafna viðræðunum fyrr en komið væri í ljós hvaða verð Beduininn hygðist greiða fyrir dótturina!

En hjá aðildarsinnum er greinilega allt verðlagt og það skiljum við, venjulegir og gamaldags Íslendingar ekki.

Sem betur fer.

En mikið andskoti geta menn, já heill stjórnmálaflokkur lagst lágt þegar gengið er á fund húsbóndans til að þefa af brauðinu.

Árni Gunnarsson, 3.9.2011 kl. 10:10

2 identicon

Merkilegt hvað einn maður fær mikið hatur fyrir að vera flokksbundinn, en samt er hann ekki útrásarvíkingur, heldur varaði hann við þenslunni og afleiðingum þess ítrekað !! 

En svona er Ísland í dag, hatur er orðin mun sterkari þjóðaríþrótt heldur en fótboltinn, sem kannski skýrir hvers vegna við erum svona léleg í fótbolta en góð í að bíta alla á háls sem hafa einhverjar skoðanir.... !!  enda hafa allir helstu stjórnmálamenn landsins í gegnum tíðina fengið krabbamein, enda er sannað að allt neikvætt hefur eitur í för með sér !!  

Brynja Daníelsdóttir (IP-tala skráð) 3.9.2011 kl. 10:25

3 Smámynd: Njörður Helgason

Ísland er aðili að EES samningnum. Með honum er íslenska þjóðin bundin af því að taka upp öll lög og reglur Evrópusambandsins án þess að hafa eitthvað um þau að segja. Við erum ekki einusinni músin sem öskrar ef lög og reglur flæða yfir okkur. Þegar ísland verður aðildarríki Evrópusambandsins höfum við bæði tillögu og atkvæðarétt í þeim málum sem samþykkja á. Íslendingar geta eins og aðrar þjóðir stöðvað lagasetningu innan sambandsins með höfnun. Þetta hafa þjóðir gert. Þetta er enn ein staðreyndin um áframhaldandi sjálfstæði Íslendinga. Þetta er ein ástæða þess að við eigum að fara alla leið.

Njörður Helgason, 3.9.2011 kl. 10:40

4 Smámynd: Gunnlaugur I.

Það er mikill misskilningur hjá þér að halda það að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfsstæðisflokksins sé að tala máli eins manns það er DO.

Hann er einfaldlega að fara að margítrekuðum og eindrægnum samþykktum flokksins um andstöðu við ESB aðild og að aðildarumsóknin verði afturkölluð

Þar á meðal Landsfundar flokksins, sem er æðsta valdastofnun Sjálfsstæðisflokksins.

Að vera að rugla með DO í þessu sambandi er alveg útí hött.

Það liggur fyrir að það er gríðarleg andstaða við ESB aðild hjá miklum meirihluta stuðningsmanna Sjálfsstæðisflokksins og á það sama reyndar við um mikinn meirihluta þjóðarinnar.

Gunnlaugur I., 3.9.2011 kl. 10:52

5 identicon

Njörður, kynntu þér Lissabon-sáttmálann, þá mun þér snúast hugur :)   Ég er mjög hissa að þú skulir ekki hafa kynnt þér þann samning áður en þú tókst þá afstöðu að samþykkja ESB :)

Brynja Daníelsdóttir (IP-tala skráð) 3.9.2011 kl. 10:56

6 Smámynd: Njörður Helgason

Staða stjórnmálamanna sem eru að berjast gegn Esb aðild veikist. Hvort sem menn eru ritstjórar eða með derhúfu vatnar undan þeim. Hvað sem Lissabon sáttmálinn segir þá eru sameiginleg mál ekki samþykkt nema að allar þjóðir samþykki.

Athyglivert hvað Bjarni hefur snarlega skipt um skoðun frá því að vera ESB sinni með Þorgerði Katrínu og öðrum sjálfstæðisaðiljum hefur hann farið upp á pall með DO og Birni Bjarnasyni.

Njörður Helgason, 3.9.2011 kl. 11:08

7 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Njörður, tvennt. Samkvæmt skoðanakönnun Capacent í sumar vill meirihluti Íslendinga draga umsóknina um inngöngu í Evrópusambandið til baka. Það er samkvæmt því enginn almannavilji til þess að halda henni til streitu.

Í annan stað tekur Ísland ekki yfir nema brot af heildarregluverki Evrópusambandsins með aðildinni að EES-samningnum. 6,5% af hafa fallið undir samninginn skv. úttekt skrifstofu EFTA í Brussel frá árinu 2005.

Heildarregluverk Evrópusambandsins er um 100.000 gerðir. Undir það yrðu Íslendingar að gangast ef farið væri inn í sambandið. Hér á landi eru í dag í gildi samtals 5.000 lagagerðir, lög og reglugerðir að meðtöldu því sem komið hefur í gegnum EES-samninginn.

Fullyrðing þín um að við höfum tekið upp öll lög og reglur Evrópusambandsins eiga þannig ekki nokkra stoð í raunveruleikanum sama hvernig málið er skoðað.

Hjörtur J. Guðmundsson, 3.9.2011 kl. 11:33

8 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Enn eitt. Neitunarvald einstakra ríkja Evrópusambandsins, eða einróma samþykki, hefur verið á hröðu undanhaldi á liðnum árum á vettvangi sambandsins. Í dag heyrir það til algerra undantekninga að gert sé ráð fyrir að ákvarðanir séu teknar með þeim hætti. Með Lissabon-sáttmálanum einum og sér var neitunarvald til að mynda afnumið á yfir 50 sviðum.

Hjörtur J. Guðmundsson, 3.9.2011 kl. 11:40

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Neitunarvaldið sem vigtar svo mikið hjá ölmusufólkinu er þá á undanhaldi!

Merkilegt.

En paprikan er nú samt ennþá ódýrari þarna en í Nóatúni.

Árni Gunnarsson, 3.9.2011 kl. 11:58

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ef það verður ,,hætt við" eins og þeir segja þeir sjallísku - hvað verður þá um ríkisstyrkinn til heimsýnar?

Því þeir þarna á heimsýn ásamt eðalsjöllum nokkrum eru allir komnir á spenann með sitt öfgarugl.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.9.2011 kl. 12:30

11 Smámynd: Njörður Helgason

Hvíldarákvæði Eb komu í íslenska kjarasamninga eftir að EES aðildin var staðfest. Það eru hæpin rök fyrir því að draga umsóknina sem samþykkt var af Alþingi til baka. Fólk horfði í margar áttir með það að fá nýjan galdmiðil. Dollara, bandarískan og Kanadískan. Draumur sem gengur ekki upp. Vilja menn verða aðilar að hagkerfi Ameríku?

Njörður Helgason, 3.9.2011 kl. 12:51

12 Smámynd: Gunnlaugur I.

"Draumur sem gengur ekki upp" segir þú Njörður.

ég held að það þyrfti alveg að skoða það að hafa hér áfram krónu og eða skipta í einhvern annan gjaldmiðil eins og t.d. Canada dollar eða Bresk pund.

En að ætla að innleiða hér EVRU myndi ekki verða neinn draumur heldur aðeins verða martröð og fyrst yrðum við að gangast undir 100.000 blaðsíðna regluverk SKULDABANDALAGSINS !

Gunnlaugur I., 3.9.2011 kl. 16:37

13 Smámynd: Njörður Helgason

Með innleiðingu EVRu verður Ísland að hluta þjóða með sameiginlegan gjaldmiðil. Ekki feyskin Dollara.

Njörður Helgason, 3.9.2011 kl. 16:42

14 Smámynd: Njörður Helgason

Það sem verður að ske er að Ísland verði þjóð meðal þjóða!

Njörður Helgason, 3.9.2011 kl. 16:52

15 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hjörtur.

Með því að benda á þessa skoðanakönnun er frekar tæp rök. Kannanir hafa verið gerðar um þetta áður og allt aðrar niðurstöður hafa fengist.  http://www.visir.is/um-thridjungur-vill-draga-umsokn-ad-esb-til-baka/article/2011780279656

Þessi könnun sem þú bendir á og þú segjir að meirihlutinn vill draga til baka. Þessi svokallaði meirihluti rétt slefaði í 51% og er engin rök fyrir að draga umsóknina til baka.

Sleggjan og Hvellurinn, 3.9.2011 kl. 19:02

16 identicon

Sæll Njörður; og aðrir gestir, þínir !

Njörður frændi !

Þú getur vart; lagst lægra, í ættlera hætti þínum, en þú gerir, í athugasemd nr. 14, drengur.

Þvílíkt þýlindi; sem þú sýnir, með þessum orðum, drengur.

Hver Andskotinn kom yfir þig; að leyfa þér að halda, að Norður- Ameríku ríkið Ísland, ætti einhverja samleið, með rotnum Evrópskum nýlenduveldum, ágæti drengur ?

Þetta flím þitt; hefði hann faðir þinn heitinn, ekki kunnað að meta - fremur en aðrir gengnir frændur mínir; flestir.

Svo mikið; er þó víst.

Með kveðjum; samt sem áður; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.9.2011 kl. 23:48

17 Smámynd: Njörður Helgason

Kratísk hugsun er eitt af því sem Stokkseyringurinn í mér litar mig á. Reyndar er varla nógu góður Krataflokkur fyrir mig núna. Töluverð steypa í samblandi. En hugsunin er skýr hvað sem menn segja. Ísland er best komið í bandalag með þjóðum úr sömu heimsálfu. Ísland á eingöngu heima í Evrópusambandinu!

Njörður Helgason, 4.9.2011 kl. 11:30

18 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Njörður !

Alrangt; hjá þér, ágæti drengur.

Þú þarft ekki annað; en að líta á veraldarkortið, til þess að sjá landfræðilega stöðu Íslands, til staðfestu, minna orða.

Evrópusambandið er; samansafn leppríkja Bandaríkjanna, í hryðjuverkum þeirra, víðs vegar - og varla viltu marka Íslandi bás, með slíkum, eða hvað ?

Þess utan; skiptir lega landa ekki máli, sé gengið til samstarfs alþjóða samtaka - bendi þér á; að við gætum verið þátttakendur í ECO - Fríverzlun arbandalagi Mið- og Suður Asíu auðveldlega, með Tyrkjum - Kazökhum og fleirrum, þeirra hluta vegna, án þess að millilenda nokkuð, í hinni morknu og ört hrörnandi Evrópu, frændi.

Með sömu kveðjum, sem fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.9.2011 kl. 13:21

19 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég vil benda þér á að við Íslendingum getum ekki verið meðlimir í ECO. Enda erum við ekki í Asíu.

Sleggjan og Hvellurinn, 4.9.2011 kl. 13:55

20 identicon

Komið þið sæl; sem fyrr !

Sleggja og Hvellur !

Jú; jú, ryðjist þið ekki inn á völlinn - með ykkar klassísku einangrunarhyggju.

Í nútíma samskiptum - sem auðveldum fjarskiptum, skiptir lega landa öngvu máli, þegar til Alheims samskipta er komið.

Á hvaða öld; lifið þið annarrs, ESB drjólar ?

Vanuatu eyjar; í Kyrrahafinu, gætu þess vegna, verið meðlimir, í ECO, Sleggju og Hvells flón, svo; fram komi.

Með; nákvæmlega sömu kveðjum - sem áður /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.9.2011 kl. 14:01

21 Smámynd: Njörður Helgason

Taka upp Dollarann eins og gert var suður í Síle.

Njörður Helgason, 4.9.2011 kl. 14:10

22 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Óskar þetta er bara rugl og bull hjá þér.

Ég veit ekki í hvaða heimi þú býrð. Það er langbest að ganga í ESB vegna þess að við Íslendingar stundum utanríkisviðskipti við Evrópu. 80% eru í ESB. ... í í miðausturlöndum.   Það meikar bara ekkert sens sem þú ert að halda fram. 

Best væri fyrir þig að koma með rök fyrir þínum málum og heimildir til að staðfersta það í stað þess að kalla mann og annan flón . bara vegna þess að þú ert ekki sammála. 

Sleggjan og Hvellurinn, 4.9.2011 kl. 14:37

23 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Njörður frændi !

Ætli það sé ekki meðferð ónýtra stjórnmálamanna, á gjaldmiðlum hvers lands, sem skiptir höfuð máli, hversu myntirnar verða lífvænlegar - hverju sinni ?

Sleggju og Hvells; raddir !

Hvergi; hefi ég sakað ykkur um, að fara með bull og rugl - svo fram komi, ágætu drengir. Vænti þess; að þið viðhafið ekki, þau orð um mig, jafnframt.

Hví; mótmælið þið mér; piltar '

Á þetta hefir ekkert reynt; með tengingar mis fjarlægra þjóða - við aðrar, sem í meiri nálægð búa, hver við aðra (Vanuatu eyjar / Mið- og Suður Asía), svo alveg getið þið sparað ykkur fullyrðinguna, ágætu drengir.

Afsakið; flóns nafnbótina, drengir.

En; í fullri alvöru talað.

Fáið ekki; hland fyrir hjartað, þó svo ég hafi velt þessum möguleikum upp, strákar mínir.

Hvað; bannar Grænlendingum til dæmis, að taka upp Fríverzlunar viðskipti, við Suður- Afríku og Botswana, tæknilega ?

Reynið svo; að fikra ykkur niður þrep ESB Pýramída drjólans, ágætu drengir.

Með; ekki lakari kveðjum - en þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.9.2011 kl. 14:52

24 identicon

Og; í Guðanna bænum, Sleggja og Hvellur !

Farið nú ekki; að falla í sömu gryfju, og fyrrum fornvinur minn, Jón Valur Jensson, með eitthvað Helvítis raka- og heimilda stagl, eins og honum er svo einkar lagið.

Höldum okkur bara; við einfaldar staðreyndir, án þess að vera að vitna í eitthvert laga- og reglugerða pírumpár; innlent - sem útlent.

Öll mannana verk (líka ESB rummunganna); eru forgengileg - og þar með, má ýmsu breyta, svo ég upplýsi ykkur aðeins, strákar mínir.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.9.2011 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 370462

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband