Vilja ekki verða Evrópuþjóð.

Tyrkir eiga erfitt með að bakka út úr sínum trúarböndum. Það er klárlega aukning núna á heittrúarsinnum í Tyrklandi. Almenningur fylgir leittogunum, og ekki síður vegna sívaxandi heittrúar í landinu. Þjóðir eru innan EB sem vilja ekki fá Tyrkland inn í bandalagið líta til þess að landið sé alllangt frá EB og litlar líkur séu á því að Tyrkland falli inn í hóp Evrópuþjóðanna.

Ekki er ólíklegt að Tyrkland færi sig enn nær trúarbræðrum sínum í austurlöndum en að þeir verði innan EB. Öfgafullar árásir og hernám Bandaríkjamanna og Evrópuþjóða eiga sinn stóra þátt í þessu.


mbl.is Tyrkir afhuga ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Hafa ber í huga að stjórnskipulag Tyrklands gerir ráð fyrir skýrum skilum á  milli trúarbragða og stjórnmála.  Ataturk, talinn "faðir" nútíma Tyrklands, er höfundur þessa aðskilnaðar ríkis og trúarbragða. Vonandi heldur það!

Auðun Gíslason, 16.9.2010 kl. 10:46

2 identicon

Tyrkir eru ekki Evrópuþjóð.  Það var rangt af ESB að ræða við Tyrki með það í huga að bjóða þeim inngöngu.  Best hefði verið að bjóða Tyrkjum upp á samninga í anda EES eða álíka þeim sem Sviss hefur.

Það er allavega mikilvægt að Tyrkir haldi áfram að vera góðir vinir okkar Evrópumanna.  Þess vegna verður að koma hreint fram við þá.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 16.9.2010 kl. 10:56

3 Smámynd: Njörður Helgason

Já Auðun vonandi verður þetta stjórnskipulag áfram í fullu gildi. Eins og ég segi þá er ekki skrýtið að þessi þjóð snúi frá EB eftir það sem gert hefur verið við nágrannaþjóðir þeirra. Jú Stefán það er mjög mikilvægt að vinátta haldi áfram á milli Tyrkja og annara þjóða í Evrópu.

Njörður Helgason, 16.9.2010 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 370351

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband