1.1.2010 | 22:12
Á að blása til kjörfundar óvissunnar
Ef þetta mál fer í atkvæðagreiðslu þjóðarinnar hvað á þá að spurja um? Hvaða kostir eru í boði fyrir þá sem neita staðfestingu Icesave laganna?
Er verið með þessu að draga þjóðina á asnaeyrum inn í tímabil óvissunnar og enn meiri skulda? Því miður held ég að umfang kosninga um Icesave frumvarpið geti orðið gríðarmikið. Verst er þó að útkoman út úr þessum umfangsmikla kjörfundi verði enn meiri óvissa fyrir land og þjóð, ef niðurstaðan verður að löginn verði ekki samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Áskorun afhent í fyrramálið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndirnar mínar á Flickr Samansafn valinna mynda til sýnis fyrir alla
- Twitter síðan mín Skoðanir í stuttu máli
Veðurviti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það stórkostlegt ábyrgðarleysi af þessum framsóknarhópi sem vinnur að þessu skemmdarverki með sjálfstæðismönnum að rugla þessa umræðu út í eitt... með því sem ég vil nánast kalla falsanir.
Jón Ingi Cæsarsson, 1.1.2010 kl. 22:14
Ég held að því miður sé málatilbúnaðurinn í áskoruninni til ÓRG á hálum ís.
Njörður Helgason, 1.1.2010 kl. 22:26
Hvaða kostir eru þá í boði ? Góð spurning.. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn aftur við völd og við höldum áfram í sama farinu ?
hilmar jónsson, 1.1.2010 kl. 22:29
Enga þröngsýni fáum fagfólk í málið, ekki vera alltaf með þetta íhalds og framsóknarbull.
Axel Guðmundsson, 1.1.2010 kl. 22:42
Sæll Njörður,
lestu hugleiðingar mínar um þetta mál og mátt gjarnan kommentera.
Gunnar Skúli Ármannsson, 1.1.2010 kl. 22:47
Þetta minnir á lokasönginn í skaupinu í gær, sem var hafður nógu langur, þannig að allir væru örugglega farnir að jarma með: "Ísland er í lagi? Ísland er í lagi? Er í lagi Ísland?" og síðan var sparkað í Icesavebaukinn. Tími til kominn að Íslendingar ranki við sér og skoði hlutina í stóru samhengi. Þýðir ekki bara að góla: við borgum ekki! Mjög pirrandi að þegar forsvarsmenn þessa indefencehóps eru teknir í viðtal, eru þeir aldrei spurðir um hvað bíði þjóðarinnar eftir þjóðaratkvæðagreiðslu og hverjar afleiðingarnar og kostirnir yrðu ef lögin yrðu felld. Strax búið að hækka lánshæfismatshorfur Íslands eftir að fréttir bárust af því að icesave hefði farið í gegnum þingið. En ekki minnst á það einu orði í viðtali í kvöldfréttum við talsmann indefence. Þeir virðast hafa lítinn áhuga á slíkum gleðifréttum þar á bæ.
Hanna Friðriksdóttir (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 23:41
Það eru lög um ríkisábyrgð vegna Icesave sem forsetinn hefur staðfest. Þau gilda.
Eyþór Laxdal Arnalds, 1.1.2010 kl. 23:45
Já Skaupið eða skautið eins og gamall frændi minn sagði var gott. Já það vefst tunga um haus þegar menn eiga að segja hvað tekur við ef ábyrgðinni verður hafnað í atkvæðagreiðslu.
Var ÍR halaupið ekki ljúft?
Njörður Helgason, 1.1.2010 kl. 23:52
Það er einmitt mergurinn málsins... það er enginn með svör við því, hvað svo? (ef við höfnum Icesave) Við erum þegar farin að skríða upp úr öldudalnum... það versta sem getur gerst í stöðunni er að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn komist aftur til valda... en um það snýst leikurinn einmitt núna.... þá getum við farið að biðja bænirnar okkar...
Brattur, 2.1.2010 kl. 00:08
@ Brattur ójá
Njörður Helgason, 2.1.2010 kl. 00:11
http://news.independentminds.livejournal.com/5370253.html?thread=36458381#t36458381
So despite of a collapsing economy and a worthless currency, the population of Iceland (about the size of Leicester) is forced to pay $5.4 billion i.e. 16,000 dollars per man, woman and child. Why ? To pay for the damaged caused by its privately owned finance industry. Remember that the Icelandic government never introduced a public insurance scheme for savings accounts and that the British government never requested Icelandic banks operating in the UK to be covered by the UK insurance scheme. To top it off, the British government took control of Icelandic banks using anti-terrorist laws without giving the Icelandic government a chance to orderly dissolve the banks.
Lets put the $16,000 per capita in some perspective. After WW1, Germany was told to pay 269 billion Goldmarks in reparation. This was later reduced to 132 billion with the expectation that only 50 billion would be payed (source: http://en.wikipedia.org/wiki/World_War_I_reparations). 132 billion goldmark is equivalent to about $200 billion in todays money. The German population after the was was about 60 million i.e. it was told to pay $3300 per person. And Germany is just in the process of finishing paying this 90 years after WW1.
Reynir Jóhannesson, 2.1.2010 kl. 00:53
Og eins og Eyþór segir, það eru til lög um ríkisábyrgð (nr 96/2009 ef ég man rétt) vegna Icesave sem forsetinn hefur staðfest. Þau gilda! Þannig að þetta snýst ekki um að EKKI borga, heldur HVERNIG!
Reynir Jóhannesson, 2.1.2010 kl. 01:00
Rétt hjá Bratti. Ekkert hefur breyst í þeim herbúðum. Bara að stappa stálinu í liðið og halda áfram hrunadansinum og ábyrgðarleysinu og arðráninu.
Þetta endar sjálfsagt þannig á einn veg eða annan að gengið verður til samninga á ný í umboði ríkisstjórnar VG og Samfylkingar og af meiri þunga. Ég er hræddur um að flestir þeir sem hatast við Icesave sárni fyrst og fremst framkoma Breta við okkur fyrir og í hruninu sjálfu og að lokað sé á að sækja málið til dómstóla. Það er RÉTTLÆTISTILFINNINGIN sem krefst málalykta þar - Sama réttlætistilfinningin og vill að innstæðueigendum í Bretlandi sé bætt tjónið. Bara á sanngjarnan hátt og úr réttum vasa.
Rúnar Þór Þórarinsson, 2.1.2010 kl. 07:52
Egill Helga gerði smá könnun og tók út hundrað nöfn og 19 þeirra reyndust einstaklingar fæddir á árunum 2004-2008. ,,Í þessum hópi er talsvert af unglingum sem vantar ekki mikið upp á að verða kjörgengir, en líka börn – þeir yngstu á listanum eru fæddir 2004, 2005, 2007 og tveir sem eru fæddir 2008, og strax komnir í tölvuna".
Valsól (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 11:36
Hvað græðum við á því að fá gömlu lögin í gildi á ný? Hverju töpum við á nýju lögunum?
Njörður Helgason, 2.1.2010 kl. 12:48
Ég var á móti fyrri lögunum líka. Fyrst þú spyrð hvað tekur við ef lögunum verður hafnað af þjóðinni þá gilda fyrri (ó)lögin með sterkari fyrirvörum.
Ég spyr á móti hvað gerist ef þessi nauðgunarsamningur fer í gegn?
Það er röflað um að lánshæfismatið hækki, en samkvæmt frétt á Eyjunni er það rangt. Aðeins er talað um að ólíklegra sé að það lækki í kjölfar ákvörðunar Alþingis.
Við borðum ekki lánshæfismat Standard % Poors. Ég vil allavega hollari mat en það. Hvernig á ríkið að greiða 100 milljarða á ári í gjaldeyri? Með nýjum erlendum lánum?
Þjóð verður ekki líklegri til að geta staðið í skilum með því að auka skuldabyrðina. Sjáið þið ekki þversögnina í því að segja að það verði auðveldara að borga skuldir með því að auka skuldir?
Theódór Norðkvist, 3.1.2010 kl. 02:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.