Þingmenn vinni sína vinnu!

Með ærnum tilkostnaði eru kjörnir 63 fulltrúar á Alþingi Íslendinga að jafnaði fjórða hvert ár. Þessir fulltrúar eru valdir í opinberum almennum kosningum til að sitja á Alþingi og taka þar afstöðu til þeirra mála sem fram koma. Vinna þeirra er lögð í dóm þjóðarinnar í næstu þingkosningum.

Þingmönnum ber því að ganga til atkvæða um hvert það mál sem fram kemur á Alþingi. Það er ekki rétt að Alþingismenn komi sér undan ábyrgð starfsins með því að senda ákveðið mál í atkvæðagreiðslu þjóðarinnar. Hvaða mál á þá að senda næst til þjóðaratkvæðagreiðslu?

Þingmenn eiga því að ganga frá þessu máli eins og öðrum í gegnum þinglega meðferð.Alþingi samþykkir eða hafnar þá Icesavemálinu.


mbl.is Vilja þjóðaratkvæði um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta er mesta hagsmunamál þjóðarinnar og ef hægt er að kjósa um áfengisútsölustaði þá hlýtur að mega kjósa um hvort Ísland eigi að vera bláfátækt næstu áratugina.  Þá er ekki síður alvarlegt ef á að skuldsetja þjóðina nauðuga inn í ESB.

Nú hafa fleiri skrifað forsetanum en þegarhann vísaði fjölmiðlafrumvarpinu í þjóðaratkvæði með þeim orðum að "gjá væri milli þings og þjóðar", sú gjá er mun dýpri núna.

Annars er ég að vona eins og þú að Vinstri græn, eða allavega sá hluti þeirra sem vill ekki í ESB, stoppi þessa vitleysu.

Sigurður Þórðarson, 21.12.2009 kl. 23:49

2 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Ég held að það eigi að fara samhliða kosning um hæfi þessarar Ríkisstjórnar til þess að spara okkur milljarða í komandi framtíð.

Eggert Guðmundsson, 21.12.2009 kl. 23:58

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Pressan segir frá.

En ég ætla nú samt sem áður að lýsa yfir mikilli vantrú á því að Ólafur Ragnar verði samkvæmur sjálfur sér hér - að hann neiti að skrifa undir mál þar sem 35 þús undirskriftir biðja hann um það, bara þótt hann hafi neitað að skrifa undir þegar hann fékk 30 þús undirskriftir sem báðu hann um slíkt (safnað saman af miklum ágangi af fjölmiðlum).

Í þessu máli er meirihluti Alþingis að gera stórkostlega á sig. Gott mál að öllum ráðum sé beitt til að stöðva þá atlögu að framtíð Íslands. Öllum ráðum.

Geir Ágústsson, 22.12.2009 kl. 00:19

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þú vilt s.s. ekki þjóðaratkvæði um hugsanlega inngöngu í Evrópusambandið?

Hjörtur J. Guðmundsson, 22.12.2009 kl. 01:20

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það er sjálfsagt að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um stefnumótandi pólitískar aðgerðir. Til dæmis breytingar á lagaumhverfi fjölmiðla sem drifnar eru áfram af heift út í eitt fyrirtæki.

Það er hinsvegar kjánalegt að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu út af einföldu innheimtumáli þ.s. Árni, Geir og Davíð tilkynntu fyrir ári síðan að við myndum axla okkar ábyrgð.

Löggjöfin um Icesave er eingöngu um tilhögun greiðslunnar sem nú þegar er komin í milliinnheimtu. Hverjir eru það sem koma nú fram og láta eins og þeir ætli að bjarga komandi kynslóðum undan þungri skuldabirgði?

Íhaldið sem sleppti Björgólfsfeðgunum, með rússagullið, lausum í íslensku bankakerfi. Framsókn sem gaf efnilegu erfðaprinsunum Búnaðarbankann. Þeir sem að með sanni teljast höfundar hrunadansins.

Það er ekki trúverðugt hjá þessum eigendum skuldarinnar. Nei, nú er ekki svigrúm á að eyða meiri tíma í að ræða tilhögun á endurgjaldi þessarar ábyrgðar okkar á græðgisvæðingunni sem fór eins og eldur í sinu um Evrópu.

Nú þarf uppgjör sem að verður í framhaldi af skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Auk þess verðum við að einhenda okkur af fullum styrk í að sækja ránsfenginn frá peningaöflunum sem ríktu hér um langt skeið.

Gunnlaugur B Ólafsson, 22.12.2009 kl. 02:47

6 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ég held að þú gleymir alveg hlutverki hans Björgvins G Sigurðssonar í þessu máli Gunnlaugur, Alþingi á að setja þetta í hendur þjóðarinnar.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 22.12.2009 kl. 03:51

7 Smámynd: Njörður Helgason

Það er ekki hægt að bera saman atkvæðagreiðslu um áfengissölur (ríki) sem fyrirfram er ákveðið að greiða atkvæði um og það að fara með Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Fjölmiðlamálið fór sína leið. Davíð Oddsson og hans stjórn kippri að sér höndunum og dró málið til baka eftir að Ólafur Ragnar neitaði að skrifa undir. Mál sem hafði úrslitabreytingu á ritfrelsi og útgáfurétti. Breyting á rétti þjóðarinnar. Icesave er annars konar mál. Þar er verið að semja um skuldagreiðslur sem við erum hvort sem okkur líkar betur eða verr erum ábyrg fyrir þessum skemmtanaskatti útrásargamblera.

Það er ekki verið að fara að greiða atkvæði um hugsanlega inngöngu í Evrópusambandið fyrr en búið er að gera samning við EB. Þá er hluti af því að klára málið að þjóðin greiði samning. Eitt dæmi um það vald sem þjóð hefur í Evrópusambandinu. Evrópusambandið tekur ekki endanlegar ákvarðanir fyrir aðildarríki. Hvert þeirra tekur sína ákvörðun.

Njörður Helgason, 22.12.2009 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 370663

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband