16.12.2009 | 15:12
Önnur leið utan þéttbýlis er betri.
Það er vissulega gott og þarft að koma veginum. Þjóðveginum út úr Selfosshluta Árborgar. En í Árborg eru tvö önnur samfélög. Stokkseyri og Eyrabakki. Vegurinn liggur nú frá Selfossi í átt að ströndinni um Eyraveg. Með brú á þessum stað, austan Selfossbæjar lengist leiðin niður á StokksEyrarbakka frá þjóðveginum og verður í gegn um Selfossbæ.
Þetta getur ekki þýtt annað en að á framkvæmdaáætlun fyrir brúarstæðið nýja eigi að byggja upp veglínu frá Selfossi niður á ströndina, framhjá Selfossi um annann veg utan þéttbýlisins á Selfossi.
Reyndar finnst mér að það ætti að athuga með byggu brúar yfir Ölfusá fyrir vestan og neðan Selfossbæjar. Taka veginn af þjóðvegi 1 austan við Kögunarhól. Í suður yfir Ölfusá, neðan Selfossbæjar. Gera leiðina austur á suðurlandið eftir því sem nú heitir Votmúlavegur. Vegur sem er neðan við Selfoss. Láta umferðina niður á Stokkseyri, Eyrarbakka, í Þorlákshöfn og tenginguna við suðurstrandaveg út á Reykjanes ekki vera í gegn um gatnakerfi Selfossbæjar. Heldur kemur þjóðvegurnn inn í mitt sveitarfélagið Árborg og allar stofnleiðir verða utan þéttbýlis á milli byggðakjarnanna og landshluta.
Selfyssingar ekki lengur í alfaraleið? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndirnar mínar á Flickr Samansafn valinna mynda til sýnis fyrir alla
- Twitter síðan mín Skoðanir í stuttu máli
Veðurviti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 370663
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi teikning var á bloggi Axels þórs Kolbeinssonar. Þetta er akkúrat líkt leiðinni sem ég er að tala um:
Njörður Helgason, 17.12.2009 kl. 11:57
Við erum greinilega að hugsa þetta á svipuðum nótum.
Ég myndi sjálfur leggja nýjan veg mitt á milli Votmúlavegs og þéttbýlisins vegna þess hve bæjarstæðin eru þétt upp við Votmúlaveg. Eins sá ég fyrir mér að vegurinn yrði sunnan við núverandi vegstæði austur fyrir Þingborg.
Einhverntíman var ég búinn að teikna upp betri mynd af allri leiðinni frá Kömbum og að Þjórsá. Ég sé til hvort ég finni hana ekki í kvöld og hendi henni inn á vefinn.
Axel Þór Kolbeinsson, 17.12.2009 kl. 12:32
Þetta finnst mér vera réttari leið. Mér finnst að umferðin eigi að fara út fyrir bæinn ekki vera þung í gegnum hann eins og verður ef brúað verður austan við bæinn. Það má ekki gleymast að höfnin í Þorlákshöfn er landshöfn sem flutningar munu klárlega aukast um. Síðan styttist í að suðurstrandavegur verður opnaður.
Njörður Helgason, 17.12.2009 kl. 12:45
Þingmenn og ráðherrar verða að vera í þingsal til að vinna sína vinnu, það er algjört lágmrk.!!!!!
Eyjólfur G Svavarsson, 22.12.2009 kl. 16:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.