19.9.2009 | 22:49
Greiðendur eru báðir í stjórnum
Er þá vilji til að atvinnurekendur (launagreiðendur) hætti að greiða til sjóðanna. Í dag greiða atvinnurekendur samsvarandi 7% launa einstaklings á mánuði en launþeginn 4%.
Spurningin er hve lengi munu atvinnurekendur vera tilbúnir til að greiða framlag sitt í lífeyrissjóðina án þess að hafa fulltrúa sína í stjórnum þeirra.Þeir eiga fulltrúa í stjórnunum ásamt fulltrúum launþega.
Lífeyrissjóðir eru vörslusjóðir. Það má heldur ekki gleymast að orlofssjóðirnir og sjúkrasjóðirnir sem kenndir eru við verkalýðsfélögin eru líka vörslusjóðir. Sjóðir sem eru hýstir hjá verkalýðsfélögunum en að fullu greiddir af launagreiðendum. Atvinnurekendur eiga enga fulltrúa í sjúkra og orlofssjóðunum.
Launafólk taki yfir sjóðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndirnar mínar á Flickr Samansafn valinna mynda til sýnis fyrir alla
- Twitter síðan mín Skoðanir í stuttu máli
Veðurviti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 370663
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú gætir eins vel spurt hve lengi atvinnurekendur eru tilbúnir að greiða laun samkvæmt kjarasamningum. Greiðslur atvinnurekenda í lífeyrissjóð eru samkvæmt kjarasamningum og þegar sú greiðsla hefur verið innt af hendi eru þessir peningar eign okkar launþega og fráleitt að þeir eigi að hafa nokkuð yfir þeim peningum að segja. Ekki frekar en að þeir hafi nokkuð yfir launum okkar að segja þegar þau eru komin inná okkar reikning.
Jón Bragi Sigurðsson, 20.9.2009 kl. 00:08
@ Jón Bragi þetta eru vissulega samningsbundnar greiðslur. En er eitthvað óréttlæti í því að þeir sem greiða hafi þá eitthvað um úthlutunina að segja?
Ég held að það sé vænlegra að hafa breiðann hóp bak við úthlutanir og rekstur sjóðanna. Ferill undanfarinna ára hefur sýnt að jafngott sé að hafa bremsur báðum megin frá.
Njörður Helgason, 20.9.2009 kl. 11:17
Óréttlæti? Ekki meira en til dæmis að atvinnurekandi þinn hefði áhrif á það hvernig þú eyddir laununum þínu þegar þau eru komin í þinn vasa.
Hvaðan heldur þú að hugmyndin um stofnum Fjárfestingasjóðs lífeyrissjóðanna sé komin? Getur verið að sumum atvinnurekendum finnist það gráupplagt nú að komast í peningana okkar þegar ekkert annað lánsfé sé á lausu? Og ýmsum verkalýðsforingjum finnst greinileg líka gaman af því að leika jólasvein með þessa peninga og geta stært sig af því að þeir hafi komið að því að "skapa atvinnu".
Og hversu öruggar eru fyrirhugaðar fjárfestingar? Getur það verið að eftir einhver ár komi forsvarsmenn sjóðanna fram og segi; "æ æ, þetta fór víst eitthvað á verri veginn og peningarnir eru horfnir, en hugmyndin var góð og allt vel meint. Gengur bara betur næst."
Fyrir mér er aðalatriðið að í stjórnum sjóðana sitji fólk sem hefur hagsmuni okkar sjóðsfélaga að leiðarljósi og ekkert nema það. Þessar hugmyndir sem nú tröllríða stjórnendum sjóðanna þ.e. að þeir eigi að "koma að uppbyggingu" osfrv. þykja mér vægast satt ískyggilegar. Hlutverk sjóðanna er að varðveita og ávaxta þessa peninga á sem tryggastan hátt og ekkert annað. Allar hugmyndir um að þeir eigi að vera einhver atvinnubótasjóður eða hjálparstofnun eru á skjön við markmið þeirra.
P.s. Og hvernig hafa þessar "bremsur báðum megin frá" virkað undanfarin ár?
Jón Bragi Sigurðsson, 20.9.2009 kl. 11:31
@Jón það er ef til vill best að hafa hvorki fullrtúa frá vinnuveitendum eða verkalýðnum inni í sjóðunum. Það eru ótal dæmi um pot og ákvarðanir sem teknar hafa verið vegna þrýstings fulltrúa verkalýðsins inni í sjóðunum.
Njörður Helgason, 20.9.2009 kl. 20:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.