Ræktun til góðs. Annað en illgresi landgræðslunnar.

Ég sé enga meinbugi á því að rækta erfðarbreytt bygg á afmörkuðum svæðum, hér á landi á.

Þetta getur orðið góð útkoma sem verður bara til góðs. Þetta bygg sáir sér ekki um víðan völl. Ræktunin verður bara til bóta.

Fyrir allmörgum árum fóru menn að sá fjárans Lúpínunni víða til landgræðslu minnir mig. Lúpínufjárinn er nú kominn út um allt. Hún hefur sáð sér vítt og breitt. Veður yfir gróið land og skemmir svæði og sanda sem hún veður yfir. 

Var í Heiðmörk um daginn. Þar er fjandans Lúpínan komin um allt. Fer yfir ræktað land allt að og á milli trjánna. Ljótt illgresi. Sama er í Bæjarstaðaskógi. Þar er nú háð barátta við að halda Lúpínunni frá gróðri og náttúrulegum skógi. Barátta sem er erfið, jafnvel vonlaus.

Á Skógasandi var sáð Lúpínu á afmarkað svæði ofan vegar. Hún hefur nú sáð sér um allann sand. Lúpínan hefur eyðilagt þennann fallegasta eyðisand Suðurlands. Sandur sem var mjög hættulítill. Sandrok var sjaldan hættulegt á Skógasandi nema í aftakaveðri. Svo slæmu að menn áttu ekkert erindi undir Eyjafjöllin.

Annað dæmi er Hvannarstóðið sem veður um allt á svæðum sem hafa verið friðuð fyrir beit. Hvönnin veður yfir allt og eyðir gróðri sem fyrir er. Rúmt hálft árið eru hlíðar eitt moldarflag. Hinn helmingin eru þau full af ofvöxnu illgresi.

Ræktun erfðarbreytts byggs hefur ekki þessar afleiðingar. Það er allt til góðs að rækta það í þágu vísindanna. Ræktun sem er aðeins af hinu góða.


mbl.is Leyfi veitt til ræktunar á erfðabreyttu byggi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó Már Marinósson

og ekki minnast á fjandans Arfann.  

Var ekki Lúpínunni ætlað að ferst jarðveg þar sem enginn gróður náði rótum?    Eðlilega fer hún um alla sanda og ekkert af því.  Svo má deila um hvort réttlætanlegt hafi verið á sínum tíma að flytja hana á annað borð inn til landsins.  Menn stjórnuðu ekki vexti hennar í Alaska á sínum tíma.  

Bestu kveðjur 

Marinó Már Marinósson, 23.6.2009 kl. 12:14

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Afsakaðu smá prentvillu hér á undan.   

Marinó Már Marinósson, 23.6.2009 kl. 12:15

3 Smámynd: Arnar Pálsson

Takk fyrir að benda á hina raunverulegu ógnvalda við náttúru Íslands. Innfluttar tegundir sem vaða um og eyða náttúrulegum vistkerfum og líffræðilegum fjölbreytileika.

Það getur verið að fólk sem er hrætt við erfðabreytt bygg óttist að það breytist í lúpínu og vaði yfir allt. Eins og við og aðrir hafa rakið eru líkurnar á slíku hverfandi.

Arnar Pálsson, 23.6.2009 kl. 12:16

4 Smámynd: Njörður Helgason

@Marinó og lúpínan er plága. Tegund sem menn sáðu án þess að vita hvernig hún hagaði sér hérna.

Erfðabreytingin er ekkert hættuleg. Við höfum neytt matvæla sem eru ræktuð og erfðabbreytt. Hvað um brokkólíið. Framræktað af öðrum tegundum. Sama með rollurnar sem eru ræktaðar úr bestu gripunum, með hjálp tækninnar. Ekkert náttúrulegt þar.

Njörður Helgason, 23.6.2009 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 370663

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband