14.6.2009 | 11:36
Lokun Dyrhólaeyjar stórskaði.
Það virðist eiga að halda áfram að rembast við að loka Dyrhólaey. Lokun sem ekki hefur nokkurn tilgang nema illann.
Eins og ég hef bent á þýðir lokun Eyjarinnar fyrir mönnum það að vargurinn veður uppi. Það sést best á því að núna eru öll æðakolluhreiður horfin. Nema þessi 20.
Sjófuglin er horfin. Það er reyndar önnur ástæða sem hjálpar til við fækkunina hjá þeim. Sandsílið er farið veg allrar veraldar. Kríuvörp eru að hverfa í stórumm stíl. Sjáið bara varpið í Víkinni.
En enn og aftur er friðun Dyrhólaeyjar að sanna tilgangsleysið. Miklu nær að hafa höfðan aðgengilegan öllum og fulla landnýtingu þar. Beita hana og yrkja egg og annað sem náttúran gefur.
Þetta hefur alltaf verið gert. Því er engin ástæða til að halda friðuninni áfram.
Hér er grein mín úr Mogganum:
Það vorar snemma í Mýrdalnum og haustar seint. Vorverkin hefjast snemma, undirbúningur uppskerustarfa er hafinn. Sáning garðávaxta og fóðurræktunar fyrir skepnurnar er kominn í fullan gang. Girðingarnar eru lagaðar og skítadreifarar bændanna hafa verið dregnir út til að bera skarn á hóla. Og fljótlega fara bændur að bera áburð á tún sín.
Enn einu sinni er búið að taka umdeilda ákvörðun um að loka vinsælasta ferðamannastaðnum í Mýrdal í byrjun sumars. Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um að loka Dyrhólaey fyrir almennri umferð til 25. júní. Þetta er gert í samræmi við lög um friðlýsingu hennar.
Samhliða ákvörðun Umhverfisstofnunnar er ráðgert að fylgjast með varpinu um miðjan næsta mánuð og ákveða í framhaldi af því hvort opna eigi afmarkaða hluta Dyrhólaeyjar fyrir umferð.
En hversu mikilvægt er að friða Dyrhólaey? Er um að ræða svo mikilvægan þátt í afkomu bænda sem nytja svæðið, að nauðsynlegt sé að loka einum vinsælasta viðkomustað ferðamanna í Mýrdalnum um langa tíma, fram yfir mitt sumar? Ég veit ekki til þess að á mörgum síðari árum hafi æðarvarpið á Dyrhólaey, eða við jaðra hennar verið sérlega eflt.
Með þessari áralöngu lokun hefur vargi fjölgað gríðarlega á svæðinu. Þessi “Friðunartími” verður til þess að rebbi og minkurinn hafa gott aðgengi að hreiðrum og fugli á eynni. Umgengni mannsins fælir þessi dýr frá eynni og varpsvæðum þar.
Ég veit heldur ekki til þess að afkoma landeigenda sé á nokkurn hátt tengd því að hafa tekjur af fuglalífi í og við Dyrhólaey. Það hefur áratugum saman verið lokað fyrir umferð út í Dyrhólaey yfir stóran hluta sumarsins. Forvitnilegt væri að vita það hve mikið tekjurnar hafa aukist af dúntekju á eynni. Ég hef heldur ekkert fengið að heyra eða lesa um rannsóknir á svæðinu. Hvaða áhrif friðunin hefur haft á viðkomu dýralífs á svæðinu.
![]() |
Lélegt varp í Dyrhólaey kallar á aukið eftirlit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndirnar mínar á Flickr Samansafn valinna mynda til sýnis fyrir alla
- Twitter síðan mín Skoðanir í stuttu máli
Veðurviti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.