9.5.2009 | 10:34
The Boat That Rocked Góð mynd.
Fórum í bíó í gærkvöld. Sáum The Boat That Rocked. http://www.theboatthatrocked.co.uk. Hreint frábær mynd. Gamanmynd af besta tagi úr smiðju Richard Curtis. For Wedding and a funeral og Notting Hill eru einnig frá Curtis. Enskur höfundur sem hefur góðann húmor og kann að skapa góðar eftirminnilegar persónur.
Það er líka hópur úrvals leikara sem keyrir myndina áfram. Philip Semor Hoffman, Kenneth Branagh og Rhys Ifan Sem lék leigjandan í Notting Hill. Þessir leikarar segja allt um fjölbreyttni myndarinnar í leikaravali. Leika ólíka karaktera sem er eitt af því sem gerir myndirRichard Curtis svo eftiminnilegar.
Myndin gerist í skipi, gömlu fiskiskipi sem rekin er í útvarpsstöð á Norðursjó sem sendi út til Englands og víðar rokktónlist til stórs hóps hlustenda. Því á þeim tíma var frjálst útvarp ekki leyft í Bretlandi. Aðeins BBC sendi út. Svona svipað og hér á landi þar sem RUV sendi aðeins út.
Myndin gerist á sjöunda áratugnum. Í henni er úrvals tónlist sem gerir hana enn betri. Tónlist og andinn sem fram kemur er í anda tímanns.
Stöðvar eins og sú sem fjallað er um í myndinni voru reknar og sendu út á miðbylgjunni tónlist til milljóna þyrstra hlustenda. Tónlist sem fólk vildi heyra.
Þessar stöðvar náðu til Íslands. Ég man eftir að hafa hlustað á Radio Luxemburg og RadioCaroline. Maður hlustaði fyrir svefninn á stöðvarnar á miðbylgjunni. Á kvöldin voru bestu skilyrðin. Caroline var ein af þessum stöðvum sem reknar voru á skipi. Að áliti margra kolólöglegar en með seiglunni og fylgi fólksins fengu þær leyfi og viðurkenningu.
Um bloggið
Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndirnar mínar á Flickr Samansafn valinna mynda til sýnis fyrir alla
- Twitter síðan mín Skoðanir í stuttu máli
Veðurviti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 370663
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.