20.4.2009 | 21:31
Misjafn sauður í mörgu fé.
Var að horfa á framboðsfund af Suðurlandinu. Hef horft á þá flesta og verið á einum fundi í minni heimabyggð. Fundirnir eru misjafnir. Bæði eru það þátttakendurnir og ekki síður stjórnendurnir.
Fjallaði fyrr í dag um skoðanakönnunina syðra. Það verð ég að segja að fundurin á skjánum skýrði þetta nokkuð. Frambjóðendur stóðu sig misvel eða illa. Fyrir mér kom Ragnheiður xd á óvart. Fylgin sér og áheyrileg. Atli stóð sig vel. Þekki ekki aðra hlið á honum. Margét Tryggvadóttir kom skemmtilega á óvart. Var ekki sammála henni í öllum málum en hún stóð sig vel. Sigurður Ingi er sannkallaður sveitadreki. Mér fannst Björgvin frekar til baka. Hann er í vanda. Er með sinn djöful að draga frá síðustu ríkisstjórn. Svo er ég einfaldlega ekki sammála honum um að ekki eigi að virkja í neðri hluta Þjórsár. Hann hafnar því. En á sama tíma vill hann bora út um alla Hellisheiði. Virkja og dæla ólofti út í andrúmsloftið.
Um bloggið
Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndirnar mínar á Flickr Samansafn valinna mynda til sýnis fyrir alla
- Twitter síðan mín Skoðanir í stuttu máli
Veðurviti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Margrét sagði nú eiginlega allt sem ég hefði sagt og þess vegna fannst mér hún bera af. Svo þótti mér fulltrúi Lýðr. hreyfingarinnar góður og var honum alveg sammála um leiðir til úrlausnar í atvinnuleysinu. Aðrir voru mismunandi mislukkaðir en Atli skárstur að mínum dómi. Stóriðjublaðrið í Grétari líktist vitrun hjá nýfrelsuðum alkahólista á samkomu í Krossinum. En auðvitað var ég sammála honum með innköllun á kvótanum.
Og skelfilega er það nú dapurleg yfirlýsing hjá fulltrúum kvótaeigendanna að fimm prósenta innköllunin setji þá í gjaldþrot. Eftir hverju er fyrirtæki að slægjast sem treystir sér ekki til að skila 5% arði? Sem hlýtur reyndar að vera rétt þar sem útgerðin hefur safnað 500 milljarða skuldum á mesta uppgangstíma þjóðarinnar. Mikið leggja blessaðir mennirnir á sig fyrir þjóðina!
Árni Gunnarsson, 20.4.2009 kl. 21:58
Fyrir mér kom Ragnheiður xd á óvart fyrir slæman rökstuðning og fálmkennd viðbrögð við spurningum. Eingin leiðtogi þar á ferð. Ætli hún kunni að singja ?
fer (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 22:14
@Árni Já hann var frambærilegri þessi fulltrúi Lýðræðishreyfingarinnar en áður hefur sést úr þeim röðum.
Ég er á engan hátt sammála stefnu Ragnheiðar en framsaga var ágæt. Skil núna hvers vegna hún gersigraði Jhonsen þingmann
Njörður Helgason, 20.4.2009 kl. 22:17
@fer það er eritt að sætta sig við Ragnheiði ef maður er krónískt ósammála henni og hennar flokk.
Njörður Helgason, 20.4.2009 kl. 22:19
Þú Nh veist þetta vel hún getur ekki verið sanfærandi íhaldsmaður/ kona
ó yfirveguð. Þeirra stíll er landsföðurlegur kall jafnvel laglaus.
fer (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 22:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.