19.4.2009 | 18:09
Afmælisdagur bölvaðs manns í dag.
Ég er á engan hátt stuðningsmaður hanns eða stefnu hanns. Hvað sem menn gerðu, hverju sem menn áorkuðu verðum við að muna fæðingardaginn. Til viðvörunar eða til að minna okkur á.
Af Wilkipediu: "Adolf Hitler (20. apríl 1889 30. apríl 1945) var kanslari Þýskalands á árunum 1933-1945 og á árunum 1934-1945 foringi og kanslari (þýska Führer und Reichskanzler) Þýskalands.
Hitler fæddist í Braunau í Austurríki-Ungverjalandi, nálægt þýsku landamærunum. Hann var fjórði í röð sex barna Alois Hitler og konu hans, Klöru. Sem ungur maður reyndi Hitler að komast inn í listaháskólann í Vín, en var hafnað. Þegar fyrri heimsstyrjöldin braust út gerðist hann sjálfboðaliði í bæverska hernum og barðist á vesturvígstöðvunum fyrir þjóðverja nær allt stríðið, þar til hann særðist þann 15. október 1918 eftir gasárás og var fluttur á herspítala. Eftir ósigur Þjóðverja settist Hitler að í München í Bæjaralandi og gekk 1919 í stjórnmálaflokk sem seinna var kallaður Nasistaflokkurinn. Hitler varð formaður þess flokks 1921 og leiddi flokkinn til æviloka. Hitler komst til valda árið 1933 en þá var hann útnefndur kanslari Þýskalands af Hindenburg, forseta Þýskalands. Eftir fráfall Hindenburgs árið eftir tók Hitler sér titil kanslara og foringja og var í reynd orðinn einræðisherra í Þýskalandi. Á valdatíma sínum leiddi Hitler Þýskaland út í stríð við flesta nágranna sína. Með innrás Þjóðverja í Pólland 1939 hófst seinni heimsstyrjöldin sem lauk með algerum ósigri Þjóðverja sex árum síðar. Á lokadögum stríðsins, þegar rauði herinn hafði nánast alla Berlín á sínu valdi, framdi Hitler sjálfsmorð í neðanjarðarbyrgi í Berlín sem hann hafði hafst við í frá upphafi árs 1945."
Um bloggið
Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndirnar mínar á Flickr Samansafn valinna mynda til sýnis fyrir alla
- Twitter síðan mín Skoðanir í stuttu máli
Veðurviti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hann gerði mörgum íllt þessi maður
Adda Laufey , 19.4.2009 kl. 18:15
@Adda já það er jafngott að muna hvenær hann var fæddur. Hugsaðu þér hvað er stutt síðan hann var ið völd 70 ár og minna.
Njörður Helgason, 19.4.2009 kl. 18:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.