18.4.2009 | 14:39
Verðum að fá fleiri í liðið.
Er þetta ekki eitt af því sem við verðum að fá fleiri í lið með okkur til að standa undir?
Jaðarbyggðir, sem Ísland er klárlega á meðal fá sérstaka styrki frá ESB.
Það er spurning um það hversu lengi við Íslendingar stöndum undir því að styrkja deyjandi atvinnugrein einir.
Breytingar á búvörusamningum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndirnar mínar á Flickr Samansafn valinna mynda til sýnis fyrir alla
- Twitter síðan mín Skoðanir í stuttu máli
Veðurviti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 370663
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við höfum val um það að fórna störfum flestra atvinnufærra manna/kvenna á Akureyri Selfossi Hellu Hvolsvelli ásamt fjöldamörgum störfum á höfuðborgarsvæðinu. þetta eru störf þeirra sem starfa við mjólkur jógúrt og ostavinnslu, kjötvinnslu, pylsu og áleggsgerð ásamt ræktun á kjúklingum og svínakjöti sem ekki fellur undir þennan hefðbunda landbúnað nú eggjaframleiðsla væri í hættu ásamt öllum þeim afleiddu störfum við að þjónusta alla þessa starfsemi með beinum eða óbeinum hætti.
Viltu setja allt þetta fólk á bætur? Viltu fórna allri þekkingu sem hefur skapast í þessum atvinnuvegum?
Tekjuöflun styrktarsjóða ESB dregst gríðarlega mikið saman núna í heimskreppunni, og ég færi varlega í að lofa íslendingum styrkjum og bótum, það stefnir nefnilega í tómahljóð í ESB tunnunni.
Það er vonlaust að setja íslenskar landbúnaðarafurðir á markað í ESB ríkjunum núna í yfirstandandi kreppu, okkar landbúnaðarafurðir yrðu dýrari heldur en þær frá aðildarþjóðunum og það þarf engan markaðssérfræðing til þess að sjá það að þær myndu ekki seljast í kreppunni,þó svo að gæði þeirra séu meiri. Neysla á fiskinum okkar í ríkjum ESB hefur stórlega dregist saman vegna kreppunnar. Það er ekki útlit fyrir að ESB nái sér uppúr þessari síversnandi kreppu sinni og því væri það glapræði fyrir íslendinga að ganga inní það. Við eigum að styrkja hér íslenskan iðnað og landbúnað/sjávarútveg og stefna að sjálfbærni. Einnig eigum við að athuga með vöruviðskipti, og síðan þegar að alheimskreppan er liðin þá getum við horft í kringum okkur með upptöku þess gjaldmiðils sem stendur eftir sterkur, ekki fyrr!
Guðrún Sæmundsdóttir, 18.4.2009 kl. 15:57
@Guðrún það er mjög ólíklegt að ESB aðild drepi niður þessa starfssemi á hágæða vörum sem eru unnar úr ískenskum landbúnaðarvörum. Heldur muni aðild að ESB styrkja landbúnaðinn.
Í fyrsta lagi þá styður ESB framleiðslu á vörum sem eru unnar úr framleiðslu svona útnára eins og Ísland er.
Vissulega dregst saman hjá styrktarsjóðum ESB, en hvernig er staðan hér hjá okkur Guðrún? Við höfum lifað í sýndarveruleika og með þessum aðgerðum ráðherra sýnist mér að eitthvað af því eimi enn.
Ég skil ekkert í þessum landbúnaði. Hef ekki hundsvit á þessu en vill samt að peningar þjóðarinnar séu nýttir í eitthvað nytsamlegt.
Neysla hefur dregist saman í Evrópu. En hvert eigum við að flytja framleiðsuvörurnar? Það er óhemjudýrt að koma þeim á markaði langt í burtu. Við verðum sterkari ef við Íslendingar verðum aðilar að sterku peningasvæði eins og Evrusvæðinu.
Njörður Helgason, 18.4.2009 kl. 16:23
Njörður: Ég skil ekkert í þessum landbúnaði. Hef ekki hundsvit á þessu en vill samt að peningar þjóðarinnar séu nýttir í eitthvað nytsamlegt.
Það er rétt athugað hjá þér. Þú veist ekki hvað þú ert að tala um.
Guðrún Sæmundsdóttir, 18.4.2009 kl. 16:34
Er ekki aðalatriðið í evrópuumræðunni að við komum til með að greiða meir til sambandsins heldur en við fáum til baka. Gleymum því ekki að fram að þessu höfum við verið ein ríkasta þjóð evrópu, og þeir ríku þjóðirnar eru með neikvætt greiðsluflæði til ESB
Sigurður Baldursson, 18.4.2009 kl. 17:10
@ Guðrún veit ég ekki hvað ég er að tala um? Jú við þéttbýlingarnir vitum það vel. Við horfum upp á endalaust sukk með peningana í málefni eins og landbúnað. Til að halda honum gangandi verðum við að vera hluti af stóru samfélagi.
Njörður Helgason, 18.4.2009 kl. 22:00
Njörður, finnst þér eitthvað vit vera í því að ganga inní þetta stóra samfélag sem ESB er núna þegar að austurblokkin er að draga það niður? Það er heimskreppa Lettland sem er í ESB er á kúpunni, ESB hefur ekki bjargað þeim, fleiri lönd innan ESB eru á sömu leið og Lettland, nú verðum við íslendingar að taka á okkar málum sjálf og byggja hér upp að nýju, við getum ekki velt öllu á undan okkur með endalausum lántökum einsog ESB sinnar vilja,endilega skoðaðu hugmyndirnar mínar til aukinnar verðmæta og atvinnusköpunnar á síðunni minni.
Guðrún Sæmundsdóttir, 19.4.2009 kl. 01:06
@Guðrun ég held þetta sé eini möguleikinn. Við nýttum hann ekki fyrir nokkrum árum þegar við gátum borið höfuðið hærra. Nú er Ísland neðan við þróunarríkin og verður að leita leiða út úr vandanum.
Njörður Helgason, 19.4.2009 kl. 11:05
Kröfur landbúnaðarmála á að rökstyðja með tilvísun í sérstöðu Íslands hvað varðar hollustu og heilbrigði matvæla. Íslenskum landbúnaði verði gert kleyft að standast erlenda samkeppni vegna sérstöðu Íslands sem eyríkis á norðurslóð.
Þegar ég var lítill átti ég sparisjóðsbók krónurnar þær voru þurrkaðar út með al Íslenskri verðbólgu og handstýrðu falli gengis. Seinna vann ég erlendis og sendi peninga heim til að kaupa húsnæði flutti heim og innréttaði með eigin höndum veððbólgan tók megnið af því. Svo voru tekin 2 núll af krónunni þá var hún jöfn þeirri Dönsku síðan vitið þið hvernig verðbólga hefur étið okkur. Ef þú ættir miljón í dag og bættir 2 núllum aftan við hvað væri það 100.000.000. Þetta er bull íslenska krónan er dæmd úr leik. EB er eina leiðin fyrir okkur til að vera sjálfstæð þjóð eins og DANIR.
hann (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 21:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.