Farvel aumi flokkur.

Farvel sjálfstæðisflokkur, farvel.

Samlíf okkar Íslendinga með ykkur hefur ekki verið ein sæluför.

Verst er fyrir ykkur sjálfstæðismenn að innanflokksmenn í ykkar flokk eða fokk eru að klúðra málunum svona kyrfilega.

Farvel sjálfstæðismenn, farvel!


mbl.is „Það logar allt stafnanna á milli“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú kallar sjálstæðisflokkinn auman en ég spyr hvað tekur við? Vinstri stjórn  óákveðinna rykfallna þingmanna sem hræddir eru við ákvarðanatökur.
    Íslendingar gátu ekki bara verið þolinmóðir og leyft fagmönnunum að sjá um það sem orðið var. Ákveðið var að kenna þeim um sem sátu í stjórn um og nú stefnir allt á stjórn vinstri grænna og samfylkingar? Í fávisku sinni og aumingjaskap á komandi stjórn eftir að sækja um aðild að ESB eða taka upp norska krónu og tapa þar með sjálfstæði Íslands sem er eitthvað sem " aumi flokkurinn" myndi aldrei framkvæma. Þegar vinstristjórnin eyðir því sem Íslendingum og öllum öðrum er svo kært, frelsinu sjálfu, munt þú sakna þess auma flokks er þú bölvar nú í dag. Fyrir mína parta skal það sagt að ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur áður en Vinstrimenn afsala frelsi mínu.

Matthías Ólafsson (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 22:06

2 Smámynd: Njörður Helgason

@Matthías hvaða fagmönnum? Þeim sem leiddu þjóð okkar í forarfen skulda og skammar um heim allan?

Vinstri flokkarnir eru vanir því að þurfa að taka til eftir sjálfstæðismenn. Hafa æfinguna úr Reykjavík. Þar tók Rlistinn við og bjargaði málunum.

Njörður Helgason, 9.4.2009 kl. 23:05

3 Smámynd: Brattur

Sjálfstæðisflokkurinn ber mesta ábyrgð á því að fjöldi fólks er nú atvinnulaust, hefur misst sparifé sitt og er að missa íbúðir sínar... það kalla ég að svipta fólki frelsi... það mun engin sakna Sjálfstæðisflokksins þó hann þurrkist út...

Brattur, 9.4.2009 kl. 23:58

4 Smámynd: Kári Gautason

Sjálfstæðisflokkurin afsalaði þér frelsinu Matthías með hruninu, með því að hneppa þjóðina í skuldaþrældóm. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði sjálfstæði landsins með því að hlaða skuldaböggum á þjóðina. Ákvarðanafælni? Ég hef það eftir starfsmönnum í ráðuneytum að loksins séu teknar einhverjar ákvarðanir.

Er þetta ekki hin beiski sannleikur?

Kári Gautason, 10.4.2009 kl. 00:24

5 identicon

Kæru bloggarar, vissulega ber sjálfstæðisflokkurinn ábyrgð á vissum pörtum af hruninu en athugið þó að bankarnir sem féllu voru í einkaeign og því var sú spilling sem þar fór fram á höndum þáverandi stjórnenda bankanna s.s. Bjarni Ármannsson o.fl.
   Að loknu hruninu stóð sjálfstæðisflokkurinn sig vissulega ekki sem skyldi en athugið eitt, hverjir aðrir voru með þeim í stjórnarstarfi? Var það ekki Samfylkingin? Sá sami flokkur og er í ríkisstjórn núna? Og hvernig hyggst núverandi ríkisstjórn taka á kreppunni? Með því að loka súlustöðum og væla vegna afar takmarkaðra hvalveiða?
     Hinn beiski sannleikur er sá að þið vinstrimenn hrópið hástöfum ásakanir og háðsglósur og nú þegar vinstrimenn eru loksins komnir við stjórnvölin eru engin svör. Aðeins tilgangslaus væll og leiðindi sem gera ekkert til þess að hjálpa velferð þjóðar vorrar.

Matthías Ólafsson (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 01:44

6 identicon

"Ákveðið var að kenna þeim um sem sátu í stjórn um..." - þú ert nú meiri brandarakallinn, Matthías. En þú hefur nægan tíma til að segja brandara, í gröfinni sem flokkurinn þinn gróf þér.

Ég er hvorki vinstri né hægri, blár né grænn, né rauður. Ég hef enga trú á nokkrum einasta flokki sem hér er starfandi. Það þarf þó ekki stuðningsmann núverandi stjórnar til að átta sig á þeim viðbjóði sem Sjálfstæðisflokkurinn er.

Rosalega er það heppilegt að geta skýlt sér á bak við það að bankarnir hafi verið í einkaeigu. Hef ég þá ekki verið að lesa rétt þegar fram koma tengingar Sjálfstæðisflokksins við þessa banka?

Ég býst þó við að réttast sé að vorkenna þér. Verra er að menn eins og þú munu skila Sjálstæðisflokknum mönnum á þing.

Ég hrósa þér þó fyrir að standa með þér og halda sannfæringu þinni á lofti, þótt þú hafir rangt fyrir þér.

Jón Flón (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 02:57

7 identicon

Meiri flónin. Er Finnland búið að missa sjálfstæði sitt, Svíþjóð, eða Danmörk???

Hefur xd ekki alltaf á síðustu stundu gefist upp vegna hringinga fyrir kjördag  hlaupið í skjól hótaranns. Það er nýtt ef það gerist ekki. Hér áður fyrr var þetta kallað atvinnukúgun. Einfalt NH

hann (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 12:15

8 identicon

@hann. Nú er sjálfstæðisflokkurinn í vondum málum. Samkvæmt hádegisfréttum er spurning hvort staða Samfylkingar er betri. Kanski 50% betri. En þar á bæ fengu menn líka styrki.

Spurning hvort að auðveldara sé að gleypa þetta. Það verður að koma fram hverjir veittu Samfylkingunni styrkina.

Njörður Helgason (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 12:36

9 identicon

Jón, með fullri virðingu fyrir skoðunum þínum verð ég að benda þér á að það eru menn eins og þú sem stuðla að aðgerðarleysi og slóðaskap. Í stað þess að koma með lausnir, rannsaka stefnumál flokkanna og mynda þér málefnalegar skoðanir sem e.t.v. kæmu heim og saman með einum af þessum flokkum, vorkennir þú manni sem reynir hér að hafa áhrif á þrjóska vinstrimenn.
        Hann, hvernig getur þú samanborið Ísland við Finnland, Svíþjóð og Danmörk? Athugaðu muninn á þessum löndum og segðu mér svo að Ísland muni njóta sömu réttinda og eftirtalinn lönd í ESB.

Matthías ÍÓlafsson (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 12:52

10 identicon

Eyja á norður Atlandshafi með eigin tungumál, hreinar auðlindir, landbúnað og vistvæna orku

mikla menntun og sérstaka sögu. MÍÓ það hefur eingin þjóð  svipaða stöðu og við en það er ekki sama hver á heldur.

hann (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 18:08

11 Smámynd: Njörður Helgason

Það er spurning hvar spillingin er mest hjá þessum stjórnmálsflokkum á Íslandi.

Það virðist vera nokkuð sami rassinn undir þessu öllu saman.

Hverjir eru skástir? Skila auðu? kjósa eitthvað af litlu framboðunum?

Þetta er allt ótrúlegasta lið!

Njörður Helgason, 13.4.2009 kl. 17:12

12 Smámynd: Brattur

Ekki skila auðu... held það sé versti kosturinn... kannski best að nota útilokunaraðferðina, hvern maður getur ekki hugsað sér að kjósa o.s.frv....

Brattur, 13.4.2009 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband