2.4.2009 | 16:46
Vanþekking. Þetta er alþóðlegur stofn.
Þetta er eitt dæmið sem Íslendingar verða að hafa í huga þegar samið er og ekki samið.
Fiskistofnar eins og makríllinn eru ekki staðbundnir. Heldur eru þetta stofnar sem fara víða um höf og alger tilviljun að þeir komi inn í lögsögu vora.
Við munum aldrei hafa neitt um þessa stofna að segja. Hvort sem við erum innan EB eða utan. Þetta eru rök sem ýmsir nota í umræðum gegn EB aðild.
En flökkustofnar munu ekki verða í okkar umsja. Þetta eru þónokkrir stofnar. Þetta er aðeins það sem á okkur íslendingum hvílir. Rétt eins og öðrum strandþjóðum.
ESB gagnrýnir makrílveiðar Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndirnar mínar á Flickr Samansafn valinna mynda til sýnis fyrir alla
- Twitter síðan mín Skoðanir í stuttu máli
Veðurviti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 370663
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér skilst að þriðjungur aflaverðmætis íslenzkra útgerða sl. ár hafi verið úr deilistofnum.
Ef við værum í Evrópusambandinu fengjum við enga hlutdeild í þessum makrílveiðum. Það er ljóst af efni fréttarinnar þar sem sambandið segir okkur ekki hafa neinn sögulegan rétt til þessara veiða. Og það værum ekki við sem tækjum þá ákvörðun enda yrðu áhrif okkar þar innandyra svo gott sem engin.
Þess utan ferst Evrópusambandinu nú að tala um ofveiðar. Fiskimið þess eru á meðal þeirra ofveiddustu í heimi ef ekki þau ofveiddustu. Samkvæmt skýrslu sem unnin var fyrir framkvæmdastjórn sambandsins lokið við haustið 2007 segir að 80% af fiskistofnum innan lögsögu þess séu ofveiddir samanborið við heimsmeðaltalið sem er 25%.
Þess má geta að þessi ágæta skýrsla átti ekki að koma fyrir sjónir almennings en Financial Times komst yfir eintak af henni og upplýsti um efni hennar 26. september 2007.
Hjörtur J. Guðmundsson, 2.4.2009 kl. 17:18
Það er ekki réttlátt að smáþjóðin íslendingar beri sig saman við milljónirnar í Evrópu. Við um það bil 300000 höfum verið að ganga mjög nálægt fiskistofnunum hér við land. Það þurfti ekki íbúa Evrópu til að hjálpa okkur.
Við vitum ekkert um það hvaða hlut við eigum rétt á í þessum stofnum fyrr en við setjumst að samningaborði með EB.
Það verður að gerast. Fljótt.
Njörður Helgason, 2.4.2009 kl. 21:51
http://www.vimeo.com/3921760
hann (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 21:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.