29.3.2009 | 19:06
Langsótt og óþörf leið.
Ég er fullkomlega sammála Jóhönnu. Ég sé ekki nokkurn tilgang í því að fara fyrst að láta greiða atkvæði um það hvort eigi að fara í viðræður. Ræða síðan kanski við EB og síðan að láta kjósa um niðurstöðuna.
Mér finnst að það sé verið að gera þátttakendur að fíflum
Tvöföld atkvæðagreiðsla tilgangslítil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndirnar mínar á Flickr Samansafn valinna mynda til sýnis fyrir alla
- Twitter síðan mín Skoðanir í stuttu máli
Veðurviti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eða að bláu fífla skyri.
hann (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 20:17
@hann það er einkennilegt að flokkarnir VG og sjálfstæðisflokkurinn þurfi að leggja til ófærar leiðir. ETV ekki skrýtuð þegar verja þarf málstað gömlu kommanna og Engeyjarættarinnar.
Njörður Helgason (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 20:36
Hvað eru Evrópusinnar hræddir? Hvaða aumingjaskapur er þetta. Eru menn sem að vilja stofna til stjórnlagaþings og færa valdið til þjóðarinnar allt í einu orðnir hræddir um dóm þjóðarinnar.
Gungur, gungur og ekkert nema gungur. Í sumum málum vill Samfylkingin að völd þjóðarinnar séu aukin en þegar það hentar henni ekki, þá eru þeir ekkert nema rolur.
Annars finnst mér við þurfa ekkert að sækja um aðild til þess að vita hvað er í boði fyrir Íslendinga í þessu sambandi hinna stóru og sterku. Það nægir að lesa stofnsáttmálanna eða skýrslu Evrópunefndar þingsins. Það ætti að duga öllum til þess að mynda sér skoðun á því hvað ESB er.
Jóhann Pétur Pétursson, 29.3.2009 kl. 21:11
@Jóhann það á að færa valdið til þjóðarinnar! Þjóðin mun kjósa um niðurstöðu samningsins við EB um inngöngu Íslands í það.
Þjóðin hefur síðasta orðið. Þetta er rétt eins og í kjarasamningum. Það er ekki blásið til atkvæðagreiðslu fyrr en niðurstaðan samnings liggur fyrir.
Að fara að láta kjósa um það hvort eigi að fara út í viðræður við EB er bull. Það á að ræða málin og síðan að leggja niðurstöðuna í mat þjóðarinnar.
Ef fara á hina leiðina: kjósa-semja-kjósa. Eru öll spil slegin úr höndum okkar sem þjóðar sem mark er takandi á.
Njörður Helgason, 29.3.2009 kl. 21:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.