27.3.2009 | 20:44
Firring og launalækkun.
Það var gerður samningur. Það var gert samkomulag um endurskoðun samningsins. Það átti að meta hvernig samkomulagið stóð af sér ágjafir vegna verðhækkanna og verðbólgu.
Forystusveitir SA og ASÍ með hóp félagsmanna tóku ákvörðun um að fella niður umsamda launahækkun núna. Núna þegar verðbólgan er á fullu. Étur upp afkomuna, hækkar vörur og lán.
Þá þótti rétti tíminn til að skerða kjarabætur launafólks. Lýsir þetta ekki best baráttuvilja forystu ASÍ. Standa upp og verja það að þjóðin er með endalausa gjalddaga fjármálasukks undanfarina ára.
Heldur að styðja við eigendur fjármagnsins. Ma með því að vilja ekki leggja því lið að afnema verðbætur lána eða hækka laun fólksins í landinu.
Óska eftir lögfræðiáliti á frestun samninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndirnar mínar á Flickr Samansafn valinna mynda til sýnis fyrir alla
- Twitter síðan mín Skoðanir í stuttu máli
Veðurviti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flott hjá Framsýn að óska eftir lögfræðiáliti. Það er traðkað á almennum félagsmönnum og komin tími til að þeir rísi upp. Í þessu þjóðfélagi er það alltaf láglaunafólkið sem á að borga brúsann. Nú er kominn tími til að hinn almenni launamaður segi hingað og ekki lengra. Enginn sátt verður í þjóðfélaginu með þessu áframhaldi.
Það þarf að endurskoða allt í þessu blessaða þjóðfélagi. Launamisréttið, lífeyrissjóðina, húsnæðismálin, verkalýðsfélögin, bankahrunið og stöðu Íslands og hvort sé hreinlega búandi hérna í framtíðinni. Ef við ætlum að einangra okkur og taka ekki þátt í samfélagi þjóðanna þá held ég að við getum hreinlega gleymt því að það verði einhver lífsgæði í landinu. Og réttlætið vegna hrunsins verður að ná fram að ganga. Refsa þeim sem komu okkur í þessa ömurlegu stöðu. Fólk vill sjá aðgerðir !
Ína (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 21:40
Þarf lögfræðiálit? Kjarasamningurinn var samþykktur af félagsmönnum - það hlýtur að verða að kjósa um breytingar á samningnum!! Það er kjarkur í þessum félögum sem samþykktu ekki að fresta launahækkuninni í bullandi verðbólgu og hækkun á allt og öllu.
Þjóðfélagið allt þarf endurskoðunar við - og ekki síst verkalýðshreyfingin þar sem formenn eru margir æviráðnir og fara með félagsmenn eins og þeir séu að stjórna einkahlutafélagi og lífeyrissjóðirnir (boðsferðir - of(ur)laun ekki er minni þörf á að skoða þá niður í kjölinn.
Allherjar hreingerningar er þörf á öllum þáttum þjóðfélagsins og allt þarf að koma uppá borðið. Og hananú!!!!!
inga (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 22:41
já gott hjá ykkur lækkið þá í launum
gisli hjalmarsson (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 09:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.