Ágætt mál. En lýsing óþörf.

Ágætt að búið er að ákveða að breikka veginn. Mér finnst reyndar að 2+1 geri góða hluti. Með því móti er líklega hægt að breikka og bæta lengri kafla.

En ég hef ætíð verið fylgjandi 2+2 á Hellisheiðinni. Spurning hvort að ljósastaurar eru ekki óþarfir. Skapa falskt öryggi. Eru dýrir í uppsetningu, viðhaldi og rekstri 


mbl.is Breikkun kostar 15,9 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Garðar Jóhannsson

Tek undir með þér varðandi tvöföldunina. En er ósammála skoðun þinni á lýsingu. Allt í lagi þetta gæti orðið dýrt en allt sem bætir sýn í blindbyl, þó ekki nema örlítið er plús. Það ætti t.d. að vera löngu búið að setja ljósastaura í þrengslin samkvæmt samningi milli Orkuveitunar og Sveitarfélagsins Ölfusar. Orkuveitan fékk að byggja heilt orkuver á landsvæði Ölfusar og hluti af samningnum var að lýsa upp þrengslin.

Garðar Jóhannsson, 25.3.2009 kl. 17:00

2 Smámynd: Steinmar Gunnarsson

Ég sé mig tilneydann til að mótmæla lýsingu, þó ekki væri nema vegna rektrarkostnaðar, það er hér um bil óþekkt annarstaðar í Evrópu að eyða öðrum eins fjármunum í vegalýsingu og á Íslandi, samt kemst fólk leiðar sinnar. Það er ekki hægt að segja að lýsing skapi öryggi, því að ef það eina sem menn vantar til að komast á milli staða er betri vegalýsing, verða þeir að bíða eftir betra skyggni. Ef skyggnið er svona slæmt að menn komist ekki spönn frá rassi, er best fyrir þá, og aðra, að vera heima hjá sér. Lýsing þjóðvega skapar, að mínu áliti, falskt öryggi og það leiðir til þess að fólk sem á ekki erindi hvort sem er, á vegina, þvælist um í blindbyl og slæmu skyggni út í aðstæður sem það ræður ekki við.

Steinmar Gunnarsson, 25.3.2009 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 370310

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband