11.3.2009 | 16:43
Gaman væri að sjá niðurstöður úr öðrum félögum.
Er þetta fyrsti verkalýðsforkólfurinn til að falla vegna tengsla við banka og fjármagnseigendur?
Það væri forvitnilegt að sjá niðurstöðu svona almennra kosninga í fleiri félögum en VR.
Það mundu ef til vill fleiri þurfa að taka pokann sinn ef almennir félagsmenn fengu að kjósa um það hver er í forystu stéttarfélags sem fólk er aðili að.
Taldi mig hafa þekkingu og reynslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndirnar mínar á Flickr Samansafn valinna mynda til sýnis fyrir alla
- Twitter síðan mín Skoðanir í stuttu máli
Veðurviti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Verkalýðsforystan hefur ekki verið í sambandi við verkalýðinn í áratugi. Foringjarnir lifa í fílabeinsturni, hafa um sig hirð aumingja sem fá að tína molana sem hrynja af borði foringjanna í staðinn fyrir að mæta reglulega á aðalfund og tryggja spillingarfíklunum áframhaldandi stjórnarsetu á ofurlaunum og endalausum bílapeningum og dagpeningum til að dekka dulbúin fyllerí hérlendis og erlendis á kostnað launaþrælanna. Verkalýðsforystan er gjörspillt, óhæf og gjörsamlega úr tengslum við raunveruleika launþeganna. Stærsta vandamál verkalýðsfélaganna, dragbítur þeirra og um leið Akkilesarhæll, er forystan, verkalýðsforingjarnir sem hafa að engu hagsmuni verkalýðsins. Sitja eilífðarsetu í forystustólunum í þeim tilgangi einum að skara eld að eigin köku. Hvernig væri að verkalýðsforystan færi á launataxta viðkomandi stéttarfélags og kynntist af eigin raun við hvaða kjör launaþrælarnir búa?
corvus corax, 11.3.2009 kl. 17:06
Íslendingar eru að vakna til lífsins í þessum málum .Þetta fór eins og til stóð miðað við hegðun Gunnars .En þarf ekki að skoða fleiri ?
Kristín (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 17:07
@bæði Ég vona að þessi niðurstaða leiði til þess að félagsmenn fari að vera virkari í stéttarfélugunum.
Njörður H (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 18:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.