21.2.2009 | 23:17
Góð og vel notuð.
Það er eins og sjálfstæðismenn verði ávalt að finna eða gera illt undir hverjum steini sem þeir velta við.
Þessi ágæta sundlaug okkar Hafnfirðinga er í alla staði prýðisgóð og er vel nýtt. Að minnsta kosti eru sjaldan lausar brautir í henni. Sem er allt í lagi því margir geta synt á sömu brautinni eftir hverjum öðrum.
Sundhöllinn nýja eða Ásvallalaug eins og hún heitir er líka vel staðsett á Völlunum. Nýjasta byggingasvæði Hafnarfjarðar við hlið Haukahússins.Á Völlunum búa nú um 5000 manns.
Ég hvet alla til að líta dýrðina augum og dýfa sér í glæsilega laugina.
Laugin kostar 1,8 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndirnar mínar á Flickr Samansafn valinna mynda til sýnis fyrir alla
- Twitter síðan mín Skoðanir í stuttu máli
Veðurviti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 370663
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
HAHAHA kostaði sundlaug 3,5 miljarða króna, ég skal grafa holu og fylla hana vatni fyrir ykkur og það kostar ekki meira en svona tja segjum 200 milljónir. Eru klósetseturnar úr gulli og klósettpappírinn úr silki? þetta er eflaust ágætis laug en þvílíkur kostnaður og mér er sama hvort það er 1800 miljónir eða 3500 miljónir þetta er rugl há upphæð. Undrar nokkurn að landið sé að fara á hausinn þegar verðmat er svona algjörlega út úr öllum kortum.
Slæmt að vera útsvarsgreiðandi í firðinum.
Landið (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 06:05
Ásvallalaug er ein af bestu laugunum á landinu í dag, a.m.k. á höfuðborgarsvæðinu þar sem ég hef reynt að prufa allar laugarnar.
Ég fer reglulega með mína krakka í þessa laug ofan úr Grafarvogi, sérstaklega á ísköldum vetrarmorgnum :)
Það vantar reyndar skýluvindu þarna og þetta skápasystem er leiðinlegt þar sem maður þarf að passa upp á armbandið sem er löngu orðið ónýtt. Ég er nokkuð viss um að einfaldara skápadæmi, með lyklum og teygju hefði geta sparað ófáar milljónir fyrir utan að vera svo miklu þægilegra dæmi. Ég hef aldrei séð svona plast-armbandadæmi virka, þetta eyðileggst alltaf strax.
Auk þess mætti alveg setja upp litlar hillur eða bakka í sturtunum svo gleaugnaglámar geti lagt frá sér gleraugun rétt á meðan maður sturtar sig.
Ásvallalaug, Árbæjarlaug og Kópavogslaug eru að mínu viti bestu laugarnar á höfuðborgarsvæðinu, allavega ef maður er með krakkana með sér.
Björn I (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 10:15
@Landið Eins og kemur fram í fréttinni af réttum tölum við bygginguna kostaði laugin 1,7-1,8 milljarða.
Njörður Helgason (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 11:41
mér finnst of lítið ýtt undir að fólk stundi meira sund - kanski ekki nóg flott - frekar að vera í boltanum eða borga háarupphæðir í leikfimisali með einkaþjálafar oþh munað
hér á Setjarnarnesi er ein lítil sundlaug sem var endurnýjuð fyrir ca 3 árum fyrir næstum 500 milljóinir - ég segi aftur lítil sundlaug og langt í frá sæmandi bæjarfélagi eins og Seltjarnarnes vill vera og er kanski
Jón Snæbjörnsson, 22.2.2009 kl. 13:37
það er alveg sama hversu góð einhverjum finnst sundlauginn vera, þessi kostnaður er gífurlegur. Fyrir það fyrsta ættu þessir peningar að vera í vösum fólksins sem vann inn fyrir þeim. En ef menn ætla að eyða peningum íbúa Hafnarfjarðar væri mikið nær að bæta ýmsa íþróttaaðstöðu s.s. fjölga körfuboltavöllum, fótboltavöllum, skipuleggja betur opin svæði og reyna í það minnsta að ná fram betri nýtingu á þessum fjármunum. 1,8 milljarðar eða 3,5 skiptir í sjálfum sér ekki máli því þetta eru allt of dýrara framkvæmdir fyrir eina litla sundlaug. Sundlaug ætti ekki að kosta meira í byggingu en 350 miljónir. Hún er vissulega byggð á þeim tíma þegar verðmat var komið upp í hæstu hæðir og iðnaðarmenn hreyfðu ekki á sér rassgatið nema fá fyrir það greitt eins og lögfræðingar eða verkfræðingar.
Jón ég bjó á nesinu í mörg ár og við erum svo heppnir að hafa eitthvað fallegasta útivistarsvæði á höfuðborginni alveg við bæjardyrnar. Það þarf ekkert að byggja risasundlaug á Nesinu gamla góða lauginn er fín. Ég vildi bara að menn hérna í firðinum hefðu eitthvað peningavit eins og bæjarstjórnin á Nesinu.
Landið (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 16:52
Sæl Öllsömul.
Sæl Njörður.
Svo þú fluttir í Hafnarfjörðinn, alveg eins og ég.
Eins og við vitum báðir, þá er a.m.k. meira gert varðandi sundlaugar og íþróttaaðstöðu hér í Hafnarfirði, en í því sveitarfélagi sem við bjuggum báðir í fyrir nokkru. Okkar fyrrverandi sveitarfélag er að tapa gríðarlegum peningum með því að bæta ekki aðstöðuna hjá sér.
Sundlaugar, líkt og íþróttamannvirki á Íslandi almennt, eru dýr í stofnkostnaði, en óbeinn hagnaður af þessum mannvirkjum er mikill, og oft erfitt að meta til fjár.
Heilsulegur og félagslegur ávinningur sem vinnst með góðu íþróttamannvirki er dýrmætur.
Sveitarfélögum ber skylda til að sjá grunnskólanemendum fyrir íþróttaaðstöðu og íþróttakennslu. Ef ekki er aðstaða í sveitarfélagi, þá þyrfti eflaust að leigja aðstöðu annarstaðar. Ef laus tími væri fyrir hendi í því íþróttamannvirki. Með fjölgun íbúða í sveitarfélagi, þá fjölgar einnig íbúum á grunnskólaaldri, sem þurfakennsluaðstöðu, nýja skóla og ný íþróttamannvirki.
Eitthvað fleira, eða jafnvel annað en Ásvallalaug, er að snerta fjárhagstöðu Hafnarfjarðar illa. Einhverjir keyptu lóðir einhversstaðar, en urðu að skila þeim og fá endurgreitt. Skrýtinn bisnness, en skotheld fjármögnun. Ég hefði kannski átt að kaupa lóð og fá hana endurgreidda með vöxtum og verðbótum, frekar en að setja peninga í bankann.
Seltjarnarnesbær er svo heppinn, að vera fullbyggður að mestu. Mjög lítið um lóðaskil,nýbyggingar eða nýframkvæmdir hlutfallslega þar. Á Nesinu næstum fullbyggt. Fullbúið sveitarfélag með lítið breytilega rekstrar- og innkomuliði, mætti halda.
Hafnarfjörður er enn í vexti, og með vaxtaverki.
Sundlaug er nokkuð mikið meira en hola ofan í jörðina, full af vatni.
Hafnarfjarðarbær má vera stoltur af því að geta rekið 3 sundlaugar, hver með sínu sniði. Íþróttamannvirki Hafnarfjarðar verða til prýði, þegar þeim er lokið. 0
Kveðja,
Heimir H. Karlsson.
Heimir H. Karlsson (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 18:49
@Heimir. Já ólíkt hfast þeir að Hér í Hafnarfirðinum og í Árborginni. Sem betur fer er byggt upp hér í Hafnarfjarðarbæ. Byggt upp fyrir nútíð og framtíð. Sundlaugin glæsilega á Ásvöllum er við hlið Haukahússins svo að svæðið er kjarnasvæði íþrótta og afþreyingar í Hafnarfirðinum.
Sunlaug þeirra Selfyssinga er eingöngu minjagripur um landsmótið 1978.
Njörður Helgason, 22.2.2009 kl. 20:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.