28.1.2009 | 21:37
Nú hefði verið gaman hjá Birni Bjarnasyni.
Þetta er slæmt mál fyrir Björn Bjarnason. Hann sem nú er ásamt sjálfstæðisflokknum að hröklast úr ríkisstjórn. Hvers vegna?
Nú það hefði verið gaman fyrir Björn Bjarnason að geta sýnt NATO fólki framgöngu Íslenskrar óeirðalögreglu. Sýna hvernig skrúfað er niður í mótmælendum á Íslandi.
Vel heppnuð mótmæli, segja hernaðarandstæðingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndirnar mínar á Flickr Samansafn valinna mynda til sýnis fyrir alla
- Twitter síðan mín Skoðanir í stuttu máli
Veðurviti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 370663
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki aufúsugestir hér á landi? Hvernig getur svona skrýll talað fyrir þjóðina?
Mun þessi sami skrýll mótmæla þegar Pútín kemur til Íslands? - eða Íransforseti? - eða einræðisherra N-Kóreu? - eða Hugo Chavez? - eða Castró ???
Dúddi (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 21:54
Hverju er þessi ógeðfelldi skríll að mótmæla? Mæta menn bara og eru með skrílslæti vegna þess þeir hafa ekkert annað að gera? NATO hefur aldrei neittt annað en gert Íslandi gott og ekki er kreppan þeim að kenna. Hvílík fíflalæti að mótmæla þeim, fólkið þarna veit ekki hverju það mótmælir. Það virðist bara vera kominn hópur af hyski sem vill mótmæla hverju sem er, með ólíkindum. Nú spretta upp gamlir kommar og láta í sér heyra, NATO skotmarkið. Held að menn ættu að reykja eitthvað daufara....
Baldur (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 21:59
NATO ríki eru þau okkur vinveitt?
Jú við erum í NATO en eitt NATO ríki bei.tti okkur hryðjuverkalögum. Bretar réðust raunverulega á Íslenskan efnahag. Þal. Ísland.
Í sáttmála NATO segir að árás á eitt ríki sé árás á öll ríki NATO. Hvað gerðu NATO þjóðir til að verja Ísland í haust?
Það er ekki að undra þó að fólk mótmæli þessari samkundu.
Njörður Helgason, 28.1.2009 kl. 22:06
Baldur - nei NATO hefur kannske aldrei gert Íslendingum neitt...en þú hefur kannske ekki tekið eftir því að þetta eru hernaðarsamtök og sem slík með ansi margt á samviskunni.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 28.1.2009 kl. 22:11
Dúddi og Baldur, gaman að sjá að hvað það finnast fáfæðir einstaklingar eins og þið. fyrir það fyrsta "dúddi" þá er svarið já, við myndum mótmæla ef þessir þjóðhöfðingjar kæmu, hins vegar tel ég afar ólíklegt að þeir séu að leið til landsins, 3 þeirra sem þú telur upp eiga það sameiginlegt að hafa aldrei fyrirskipað her sínum að ráðast inn í annað land, miðað við forheimsku þína, efast ég stórlega um að þú getir giskað rétt.
Ógeðfelldur skríll, ja ég er nú meðlimur í hinu íslenzka skríla-vina félagi og mér finnst skríll ekkert verri en hver annar, svo þekki ég Skríla Almenningsson og hann er ekki ógeðfelldur. En hins vegar þá er það staðreynd að hugmyndin að nató var að þetta ætti að vera varnarbandalag en er hins vegar hernaðarbandalag, mikið og mest notað af bandaríkjunnum á kosnað allra annara í bandalaginu, sumt fólk er hugsjónafólk og lifir eftir ákveðnum reglum og er það vel, ég ætla t.d. ekki að skipta mér af þínu lífi. En fólkið VEIT NÁKVÆMLEGA hverju það mótmælir, gullfiskar eins og þú fatta það ekki. Svo ef þú værir sjálfur ekki að reykja eitthvað rótsterk myndiru átta þig á að 90% fólks þarna var undir þrítugu, svo ekki hafa verið margir "gamlir" kommar þarna. Strákar lesiði bók, ég veit það er erfiðara en að horfa á lenó en ég lofa að þið lærið eitthvað nýtt á því, ekki vera feimnir, milljónir manna ERU heimsk.
Óskar Steinn Gestsson, 28.1.2009 kl. 22:15
Ja nú dámar mér, þetta lið heldur áfram að skemmta sér!
Ég er ansi hræddur um að nú verði aldrey friður fyrir þessu sjálfskipaða liði sem í fávisku sinni heldur að þetta sé það sem gólk vill ég held að þessi dómarar götunar ættu að fara hugsa sinn gang og fatta hvenær á að hætta.
Nema þetta eigi eftir að verða blettur á þjóðinni í framtíðinni, allar samkomur sem þessum 50 þóknast ekki að þá verði öllu hleypt upp????
Óskar (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 22:49
@Óskar Það er ekki verið að mótmæla einhverjum dægurmálum.
Það er búið að vera að mótmæla því hvernig hefur verið tekið á málefnum þjóðarinnar í haust og vetur. Það hefur mikið vantað upp á að unnið hafi verið með lausnir og úrbætur að leiðarljósi.
Það var í kvöld verið að mótmæla fundi hernaðarbandalagssendisveina og kvenna á Íslandi.
Njörður Helgason, 28.1.2009 kl. 23:00
Það er greinilega komin ný kynslóð af kjána-aulum um tvítugt sem telja sig hafa höndlað sannleikann. Þetta var líka til hérna milli 1970-80, en flestir þeirra hafa mannast og þroskast.
Hvumpinn, 29.1.2009 kl. 00:45
Fyndið hvað gagnrýnendur þess að "skrýllinn" telji sig fulltrúa þjóðarinnar eru fljótir að leggja honum orð í munn og telja sig sjálfa fulltrúa mótmælenda, þótt þeir séu ekki mótmælendur sjálfir!
Dúddi: Rétt eins og fýllinn ælir á óvelkomna gesti myndi skrýllinn æla á einræðisherrana. Rétt er að skrýllinn á erfitt með að tala í nafni þjóðarinnar. Þó eru aðgerðir skrýlsins sprottar af þeirri staðreynd að NATO sýndi þjóð okkar mikla vanvirðingu með beitingu hryðjuverkalaga og skeytingarleysi í kringum það mál, skoðanir skrýllsins eru líka sprottnar af vanvirðingu NATOs á mannréttindum. Þó skrýllinn hafi ekki beint samþykki þjóðar á bak við sig, væri þjóðin í mótsögn við eigin gildi ef hún gæfi samþykkið ekki og segði það meira um sértæka vanþekkingu hennar á þessum málum en annað. Eða hvað? Eru það íslensk gildi, að láta vaða yfir sig og virða mannréttindi að vetthugi? Ef svo er óska ég skrýllnum alls hins besta engu að síður.
Baldur: Nú hef ég nefnt dæmi um það sem NATO hefur gert Íslandi vont. Þú ert með sleggjudóma um mótmælendur, höndlar sannleikann með þeirri ódýru aðferð, þú ert kannski af þessari kynslóð sem Hvumpinn talar um.
Óskar: Það er ekki hægt að kalla þetta skemmtun í þessum kulda, láttu mig þekkja það. Þetta lið er auðvitað sjálfskipað, mótmælendur eru í eðli sínu sjálfskipaðir, hvað annað ættu þeir að vera? Skipaðir af Alþingi!? Hins vegar, eru fáir sem mótmæla með þessum hætti öðruvísi en að finna virkilega fyrir sátt um svona aðgerðir í umhverfi sínu, maður ræðir sínar skoðanir við þá sem maður þekkir og ef það er ótvíræð niðurstaða að óréttlæti á fram að ganga fer maður og mótmælir, að gera það ekki er bara villimennska. Ég þori að veðja að þessir 50 "sjálfskipuðu" (hvað eru annars hinir 20, heildarfjöldi mótmælenda var 70) geta sýnt fram á að það órættlæti sem þeir mótmæla með ótvíræðari hætti en þig grunar.
Hvumpinn: Heldurðu virkilega að þessir mótmælendur telji sig höndla sannleikann? Fyrir það eitt að mótmæla smjaðri við bandalag sem hefur brugðist okkur, hvað kemur það einhverjum allsherjar-sannleika við? Gagnrýni þín á fremur við frjálshyggjusöfnuðinn sem hefur einmitt mikið til verið kjána-aular um tvítugt sem halda að öfgastefna sé sannleikurinn, ætli þeir læri ekki eitthvað af því þegar stefnan hefur hrunið algjörlega í hausin á þeim.
Össur I.J. (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 02:02
Þeim fer sí fjölgandi sem eru búnir að átta sig hvernig svikamylla það er sem flestum jarðarbúum er boðið upp á og hvernig er tekinn snúnungur á almenningi með reglulegu millibili, hverja kynslóðina á fætur annari. Öll gömlu trixin í brellusafni elítunnar ganga svona líka prýðilega vel á hverja nýja kynslóð. Nú er verið að taka heimsbyggðina í rússíbana frá helvíti aftur og enn...en nú er tæknin bara orðin betri en síðast. Það er fátt auðveldara en að ráskast með hrætt fólk í kreppu og æ háværara vopnaskaki og vopnaverksmiðjurnar eru allar á útopnu þessi misserin.
Falið Vald
Skákað í skjóli Hitlers
Georg P Sveinbjörnsson, 29.1.2009 kl. 02:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.