Þetta er til bjargar ríkisstjórninni:

Ráðherrar og Alþingismenn ríkisstjórnarinnar verða, að slíta stjórnarsamstarfinu og boða til kosninga.

Aðeins fáir hlutir geta komið í veg fyrir það.

Ríkisstjórnin taki ákvörðun um að víkja seðlabankastjóra úr starfi, einnig bankastjórn seðlabankans og í sömu andrá setji hún fjármálaeftirlitið aftur í sömu sæng og seðlabankann. Yfir þessa stofnun verði ráðinn hæfur stjórnandi. Vel menntaður. Í stjórn stofnunarinnar allrar verði skipaðir fulltrúar sem hafi þekkingu á viðfangsefninu. Ekki pólítískir gæðingar.

Gerð verði heiðursyfirlýsing um að allar hækkanir í heilbrigðiskerfinu verði dregnar til baka.

Stjórnir nýju bankanna verði ekki skipaðar pólitíkusum eða gæðingum flokkanna.

Fyrir heimilin í landinu verði gert stórt átak. Vísitölu lánanna okkar verði breytt úr þeirri vísitölu sem er að sliga lántakendur í launavísitölu. Þá verður vísitalan réttlát miðað við laun fólksins.

Skapað verði ástand til að lífga við atvinnulífið á Íslandi.

Stjórnendur gömlu bankanna verði látnir axla sína ábyrgð. Sem er mikil.

Þetta er að mínu áliti það sem getur bjargað Íslandi í dag.


mbl.is „Stjórnarslit fyrir helgi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

... og þjóðnýta eignir og eigur fjárglæframannanna...

... er hrifinn af þessu með launavísitöluna... annars er líka önnur leið að setja "þak" á verðtrygginguna í ákveðinn tíma...

Brattur, 21.1.2009 kl. 22:59

2 identicon

Er sammála þessu. Og svo mætti fjármálaráðherra viðurkenna "mistök" sín vegna ótrúlegrar blindu á sjálfan sig og sín störf og mannaráðningar og sjá sóma sinn í að segja af sér strax. Við fólkið höfum ekki lengur þolinmæði með svona vitleysisgjörðum og okkur verður flökurt þegar við sjáum ykkur í sjónvarpi að reyna að segja okkur að okkur eigi að finnast þetta allt saman ósköp eðlilegt! Hversu vitlaus haldið þið að við séum!

Aftur á móti líst mér ekki á kosningar núna. Hvað þykist þessi samfylking vera? Var hún ekki sjálf í stjórn? Ég skil ekki svona hringlumhátt. Ekki vil ég vinstri stjórn en sýnist að ekki verði um annað að ræða en kjósa vg ef af kosningum verður. Og ef vg ætlar að láta samfylkinguna smjaðra fyrir sér þá fer það vígi líka. Og svo er það blessaði framsóknarflokkurinn. Hver vill sjá hann við völd! Árans vandræði eru þetta að vera pína mann til að kjósa, hefði helst ekki viljað kjósa sjálfstæðisflokkinn, skömminni skárra að hafa hann bara þarna og láta hann finna að maður sé ekki ánægður með aðgerðarleysi hans síðustu vikur.

assa (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 01:05

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Já, það væri eitthvað svipað og þetta eða kraftaverk sem getur bjargað ríkisstjórninni.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 22.1.2009 kl. 07:47

4 Smámynd: Ingibjörg Þorleifsdóttir

góðar tillögur, en er samfylkingin ekki að gera á sig.........

Ingibjörg Þorleifsdóttir, 22.1.2009 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 370306

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband