11.1.2009 | 19:22
Nýtum styrk okkar.
Hversu mikið af afurðum hafsins eigum við ein og sér?
Eigum við Norsk-Íslensku síldina? Nei þessi stofn gengur á milli lögsaga og stundum kemur hann ekkert inn fyrir Íslenska lögsögu.
Eigum við karfann sem veiðist við lögsögulínuna? Nei hann er hluti af alþjóðlegum stofni.
Eigum við makrílinn?. Sama og karfinn og reyndar Túnfiskurinn sem er farinn að veiðast innan lögsögunnar. Allt hluti af alþjóðlegum fiskistofnum.
Ýsustofninn, þorskstofninn og loðnan eru líklega einu stofnarnir sem geta talist Íslenskir. Að sjálfsögðu eigum við að ráða þeim. Hinir eru hluti af lífinu í hafinu sem við eigum ekkert ein.
Annars er það miklu vænlegra að Íslendingar fari inn í samfélag Evrópuríkja. Í fiskveiðistjórnun er hlustað á okkur. Kerfi okkar er litið til sem fyrirmyndarkerfi. Við getum orðið ráðandi afl í Evrópu í málefnum fiskveiða.
Það á að hætta að hræða þjóðina með því að við verðum undirsátar Evrópuríkja. Ef rétt er á spöðum haldið verðum við sterkt afl.
ESB myndi stjórna hafsvæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndirnar mínar á Flickr Samansafn valinna mynda til sýnis fyrir alla
- Twitter síðan mín Skoðanir í stuttu máli
Veðurviti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 370663
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvor ætli hafi meira vit á þessu máli, Njörður Helgason moggabloggari eða Peter Örebech lagaprófessor sem sérhæfir sig í þjóðrétti?
Mín ágiskun er Peter Örebech, nema þú hafir einhverja menntun og/eða reynslu á sviði þjóðréttar, ef svo er þá geri ég ráð fyrir því að þú getir svarað lagalegum rökum Peter Örebech með lagalegum rökum en ekki áróðri Samfylkingarinnar.
Hafsteinn (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 19:42
@Hafsteinn. Það þarf ekki að bulla um menntun þegar þjóðarheiður er að veði eins og hjá þessum ágæta Pétri sem kemur með Norska óskaafstöðu sjálfstæðismanna inn í miðja EB umræðuna. Líkt og moggi sló því upp í dag að meirihluti Breta vildi út úr EB. Svona skoðanakönnum sem niðurstaðan var skýrð af palli Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar.
Njörður Helgason, 11.1.2009 kl. 19:55
Nei við eigum ekki neina af þessum stofnum en eigum samkvæmt hafréttarsáttmála jafnan rétt á við önnur ríki til þess að nýta fiskistofna sem að ganga inn í okkar lögsögu. Þetta átt þú að vita og að vera að bulla um hver á þennan og hinn stofninn. Réttur okkar sem strandríkis er tryggður samkvæmt hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna og það skiptir engu máli hver á fiskinn. Spurninginn er hvar hann veiðist og ef hann veiðist innan Íslenskar lögsögu þá eigum við rétt á að veiða hann. Þennan rétt gæti ESB fótum troðið af því að allar nýting auðlinda hafsins verður á borði ESB en ekki okkar.
Það er algjör einfeldni að halda það að okkur takist eitthvað sem að öðrum ríkjum á borð við Bretland og Noreg mistókst, það er knýja einhverjar meiriháttar breytingar á Evrópusambandinu. Evrópa mun aldrei falla að fótum okkar og það að innleiða landið inn í samfélag Evrópuþjóða er einfaldlega beygja sig undir vald og vilja Evrópuþjóða, alveg sama hvað við viljum. Þannig er raunveruleikinn.
Menn munu kannski fara að fordæmi Íslendinga í fiskveiðistjórnun en það er alveg ljóst að það verða ekki Íslendingar sem að stjórna nýtingu fiskistofna hér við land, það verður ESB.
Jóhann Pétur Pétursson, 11.1.2009 kl. 20:03
@ Jóhann. Hvers vegna mistókst Norðmönnum og Bretum?. Var það ekki vegna yfirgangs og óbilugleika þessara gömlu konungsríkja?
Þetta eru allt saman samningsatriði. Hverju náum við? Hvað seljum við. Hvað getum við gert til að ná markmiðum okkar? Það kemur ekki í ljós fyrr en sest verður að samningaborðinu.
Við vitum ekkert um forsendur eða hverju við náqum nema að fara út í viðræður. Fyrr en það verður gert höldum við áfram að halda að ekkert náist og allir hlutir séu okkur andsnúnir.
Ísland hefur miklu meiri sérstöðu í Evrópu en Bretland sem lifir á stál og auðlindaiðnaði og Norðmenn sem safna í sjóði afrakstri olíunnar.
Njörður Helgason, 11.1.2009 kl. 20:31
Ef ég man rétt þá voru Noðrmenn með sömu kröfur og við munum gera förum við í viðræður, þ.e. 100% stjórn yfir okkar auðlindum og það kom aldrei til greina hjá ESB Herrunum.
Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 22:00
Það er ekkert hægt að fullyrða um nokkurn hlut fyrr en sest verður að samningaborðinu með EB. Vonandi gerum við það sem allra fyrst.
NH (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 07:30
Mikið ertu blindur Njörður, ef að ísland gengi í esb mynd önnur lönd eins og bretar, spánverjar og frakkar láta breyta reglum sambandsins til að geta fengið veiðiheimildir á íslandsmiðum. Þannig vinna þeir og ekki halda að að ísland muni hafa einhver áhrif innan esb því að fyrir þeim erum við bölvað pakk og eftir bankahrunið erum við ruslaralýður sem beygir sig um leið og þeim þóknast. Séstaklega ef að lið eins og Ingibjörg og þú sitjið við stjórnvölinn.
Baldur M Róbertsson (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 07:42
Það er svo einfalt að ekkert er hægt að fullyrða um hvað kemur út úr samningum okkar við EB fyrr en sest verður að samningaborðinu. Það er endalaust hægt að slá sandi í augu sín fram að því. Því miður erum við Íslendingar síst minna "pakk" en bræður okkar í hinum Evrópuríkjunum.
Það þarf að taka niður logsuðugleraugun.
NH (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 08:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.