Skammarlegt athæfi barna og unglinga.

Greinilega hafa mótmælendur, eða börn sem kenna sig við mótmælendur farið langt fram úr sér í dag. Hver var tilgangurinn? Hvers vegna var ekki hlýtt tilmælum löggunnar strax. Það var látið vita hvað yrði gert ef lætin héldu áfram. Nei það var haldið áfram. Tól og tæki skemmd. Mótmæli sem hafa verið málefnaleg og friðsöm eyðilögð af grímuklæddum unglingum.
mbl.is Gas Gas Gas á gamlársdag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: smali

Ég er hneykslaður á þér. Hefur þú ekkert fylgst með fréttum undanfarnar vikur? Það er verið að skuldsetja saklaust fólk og gefa völdum dindlum upp skuldir. Þú ættir að skammast þín fyrir fáfræði þína.

smali, 31.12.2008 kl. 18:28

2 Smámynd: Njörður Helgason

@smali

Vissulega hef ég fylgst með fréttum síðastliðna mánuði. En þessi hegðun í dag hjálpar ekkert við að ná fram rétti fólks

Njörður Helgason, 1.1.2009 kl. 01:38

3 Smámynd: smali

hvað á að gera þá kallinn minn????

smali, 1.1.2009 kl. 03:11

4 Smámynd: Meinhornið

Hlýða, hlýða og hlýða yfirvaldinu, þá blessast allt - er það ekki?

Það hefur klárlega virkað svo helvíti, djöfulli vel hingað til.

Meinhornið, 1.1.2009 kl. 12:07

5 identicon

Ég segi ekki að það eigi ekki að sýna gerningum eða gerningaleysi undanfarinna vikna andstöðu. Stjórnmálamenn íslenskir eru búnir að drulla hressilega upp á bak undanfarið. Sjáum best viðbrögðin á Árna Mattísen vegna dómaramálsins.

Viss um að til eru margar góðar leiðir og nauðsynlegt er að eitthvað verði gert annað en og með öðrum hætti en skrílslætin við Borgina í gær.

Mótmælin á Íslandi verða að fara í öflugan sýnilegan farveg. Farveg sem grefur mótmælin djúpt í þjóðarsálina og ekki síst í firrtan veruleika stjórnmálamanna. 

NH (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 12:28

6 Smámynd: Meinhornið

Það er verið að mótmæla friðsamlega.

Það er verið að mótmæla ófriðlega.

Það er verið að mótmæla í fjölmiðlum.

Það er verið að mótmæla á netinu.

Ekkert af þessu er að skila nokkrum minnsta árangri. Eini þingmaðurinn sem hefur manndóm í sér til að segja af sér er valdalaus framsóknarmaður sem meig í eigin vasa.

Meinhornið, 1.1.2009 kl. 12:33

7 identicon

Það verður að mótmæla með þeim hætti að atvinnulíf og þjónusta skerðist.

Halda fundi á vinnutíma og fá launþegahreyfinguna til að hvetja fólk til að mæta.

Það er ekki hægt að fara í verkföll. Friðarskylda laga um kjarasamninga kveður á um það. En, það er hægt að færa mótmælin í þann farveg að lífið í landinu fari að finna fyrir því. Með öðrum hætti en rof útsendingar sjónvarpsstöðvar og gargandi krakka.

NH (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 12:47

8 Smámynd: smali

"Mótmælin á Íslandi verða að fara í öflugan sýnilegan farveg. Farveg sem grefur mótmælin djúpt í þjóðarsálina og ekki síst í firrtan veruleika stjórnmálamanna. "

Hvað þýðir þetta? Ertu stjórnmálamaður NH?

smali, 1.1.2009 kl. 12:49

9 identicon

@smali. Nauhts ekki stjórnmálamaður. Hvernig getur þú látið þér detta það í hug?

Alls ekki andstæðingur mótmæla. Aðeins að þau séu gerð með skipulögðum hætti. Einhverju sem ekki setur þjóðina upp á mótmælendum, líkt og ég held að hafi gerst í gær.

Það verður að hætta aumingjagæsku við stjórnmálamenn þessa lands og láta þá standa undir gerðum sínum.

NH (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 370663

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband