Hitabreytingar eru veðursveiflur.

Er þetta ekki til að styðja kenningar um að hitabreytingar á jörðinni séu ekki af völdum mengunar heldur eðlileg sveifla í veðurfari jarðar. Veðrabreytingar hafa verið öfgafullar gegnum söguna kuldaskeið og hlýskeið. Þá ekki hitabreytingar af litlu tagi. Ísaldir, ekki voru þær af völdum mengunar. Síðan löng og öfgafull hlýskeið.

Á síðustu öldum hafa verið afdrifaríkar veðrabreytingar. Kuldaskeið sem varð til þess að hluti þjóðarinnar hraktist til Ameríku. Samfara og í kjölfar þess gengu Íslenskir jöklar mikið fram og stækkuðu. Breiðamerkurjökull fyllti lónið. Skaftafellsjökull og Svínafellsjökull náðu saman framan við Hafrafell. Sólheimajökull í Mýrdal gekk langt fram. Þetta voru breytingar sem á sínum tíma þóttu og voru miklar og skráðar í heimildir. Á Sturlungaöld var frekar hlýtt á landinu og Landnáma segir að landið hafi verið skógi klætt frá fjalli til fjöru. Það var ekki vegna gróðurhúsaáhrifa frá iðnaði. Ég man þegar var verið að grafa skurði til framræslu í Mýrdalnum komu oft upp nokkuð sverir trjábútar. Aldagamlar minjar um gróðurþekju landsins. 


mbl.is 12 „kaldir" mánuðir að baki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Njörður Helgason

@Sódóma, Já eftir miðjum Vatnajökli er Norðlingalægð, sem getið er um að hafi verið leið milli landshluta.

Njörður Helgason, 17.12.2008 kl. 23:44

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Gott og vel, en þið verðið samt að hafa í huga að náttúrulegar hitasveiflur í fortíðinni útiloka alls ekki hitabreytingar af mannvöldum í dag.

Emil Hannes Valgeirsson, 18.12.2008 kl. 00:26

3 identicon

Hvaða rugl er í ykkur fólki. Eru þið þá að stinga upp á því að við hættum bara við allar mengunarvarnir og gerum allt ógeðslegt og brúnt eins og það var í fyrri helming síðustu aldar? Það er vitað mál að svona mengum orsakar gróðurhúsaáhrif, og það þarf nú ekki annað en að kýkja á Venus til að sjá afleiðingarnar með eigin augum.

Þannig að ég endurtek, hættiði nú þessari vitleysu.

Halló (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 00:54

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ágætt að þú nefnir Venus... það hefur nefnilega orðið sambærileg kólnun þar eins og hér. Á Mars líka, og það er vegna minni virkni sólar undanfarið. Sólblettasveiflur verða með reglulegu millibili og virknin var óvenju mikil á 10. áratug síðustu aldar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.12.2008 kl. 01:13

5 identicon

@Emil samt spurning um hvað veldur. @ Gunnar Nei ekki er mengunin á Venus eða Mars. @ Halló Skil þig ekki.

NH (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 07:21

6 identicon

Jú það er augljóst að það er ekki loftslagshitnun. Svipað og ef við fáum slyddu þann 15. maí... augljóst að það kemur ekki sumar

Höski (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 08:38

7 identicon

Auðvitað er ekki hægt að kenna mannfólkinu um þær breytingar sem urðu til þess að hitafar fór kólnandi/hitnandi í fornöld.. En hver veit hverjar afleiðingarnar verða vegna áhrifa mannsins á þessar "náttúrulegu" veðurfarsbreytingar? Lengri og heitari hlýindaskeið ? Lengri og kaldari ísaldir ? Höfum við efni á að taka einhverja sénsa?
Þessi jörð er ekki okkar einkaeign þó við kunnum að pissa í klósett, setja gel í hárið og leggja saman tvo og tvo.... Við deilum henni með milljörðum annarra lífvera!

Hugmynd (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 370663

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband