11.12.2008 | 19:11
Verkalýðshreyfingin getur þá snúið sér að þörfum verkum.
Verkalýðshreyfingin getur þá einbeitt sér að þeim málefnum sem verja félagsmenn. Reyndar allar fjölskyldur og heimili landsins best þar til endurskoðunarviðræðurnar fara aftur í gang.
Hvaða?
Slá verður skjaldborg um kaup og kjör fólksins. Nú er verið að lækka laun ýmissa í kjölfar samdráttar. Berjast verður af einurð gegn því að þessi launalækkun verði ekki sjálfsögð aðgerð í atvinnulífinu án ástæðna. Laun verði í stórum stíl lækkuð , jafnvel að lögboðnum lámarkslaunum.
Eitt stærsta hagsmunamál fjölskyldna og heimila er afnám verðtryggingar á lánum. Þessi siðlausa pínning sem lögð er á alla sem hafa tekið lán til að kaupa sér þak yfir höfuðið er þjóðarskömm. Sett tímabundið á af Framsóknarmönnum undir forystu Ólafs Jóhannessonar á síðustu öld. Verðtryggingin átti ekki að verða fastskorðuð píning á þeim sem skulda.
Með verðtrygginguni rjúka lánin upp í árferði eins og nú er. Fólk sér jafnvel fram á og sumir eru þegar farnir að sjá eignir sínar verðminni en upphæð lánsins er. Sárt að sjá hvað sem maður borgar af lánum sínum hækka eftirstöðvarnar. Og það er ekki nýtt. Þetta hefur gengið svona síðustu árin. Þó að hér hafi átt að heita stöðugleiki.
Endurskoðun samninga frestað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndirnar mínar á Flickr Samansafn valinna mynda til sýnis fyrir alla
- Twitter síðan mín Skoðanir í stuttu máli
Veðurviti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er ætíð jafn einkennilegt þegar verkalýðsforkólfar dagsinns í dag tjá sig.
Þeir hafa til tugi ára verið gjörsamlega gagnslausir, og engöngu hugsað um að mata eiginn krók.
Við erum 300.000 manns og við þurfum aðeins eitt stéttarfélag.
Verkalýðsforkólfar dagsinns í dag eru einskis virði fyrir Íslenska þjóð.
Spörum peninga og losum okkur við þá.
Hversu vel hafa þeir staðið sig þegar árið 2008 eru lægstu laun verkafólks undir fátæktarmörkum.
Spyr sá er ekki veit.
Kveðja Rúnar Hart.
Hart (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 19:26
@ Rúnar Hart
Víst má bæta. En á undanförnum árum hefur mikið gerst í sameiningu stéttarfélaga. Meinsemdin liggur ekki í f´ölda stéttarfélaga. Heldur liggur styrkur þeirra í því að vera með starssemi sem er nálægt fólkinu og beina tengingu við starfssviðin
Njörður Helgason, 11.12.2008 kl. 20:09
Nú þurfum við samstöðu Gylfi í ASÍ talar sinni eigin tungu í stað þess að verja fjöldann. Hvað Sagði Ingibjörg varaforseti tala minna gera meira fyrir okkur. Það er hægt að afmá verðtryggingu og setja hámark á vexti með lögum frá Alþingi. Hann hefur sagt það sjálfur.
Gera meira tala minna við erum aflið sem hann á að virkja. Sí endurtekið blaður Gylfa ætti RÚF að klippa burt, hans endurtekningar veikja hann og okkur. Tala minna gera meira.
hann (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 23:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.