1.11.2008 | 22:33
Mannval Samfylkingarinnar fleytir henni í hæstu hæðir.
Það þarf ekki að koma nokkrum manni á óvart að flokkur sem hefur innan sinna raða fólk sem treysta má sópi að sér fylgi. Formaður flokksins og Utanríkisráðherra Ingibjörg Sólrun talar skýru máli. Tekur afstöðu og fylgir henni eftir. Þetta ættu allir Reykvíkingar að vita eftir stjórnartíð hennar í borginni.
Viðskiptaráðherran stendur upp og talar máli fólks og fyrirtækja. Hann vinnur vinnu sína til enda hann Björgvin Sigurðsson.
Síðasta en ekki. Alls ekki sísta nefni ég Jóhönnu Sigurðardóttur Félagsmálaráðherra. Hún hefur allt frá því hún settist á þing í fyrsta sinn unnið fyrir fólk og aldrei gleymt því hvers vegna hún er kosinn af kjósendum. Jóhanna hefur allt frá því hún kom aftur heim í Félagsmálaráðuneytið. Í núverandi ríkisstjórn staðið vaktina og berst af alefli fyrir því að reyna að koma fólki eins mikið til hjálpar og hún getur. Það getur ekki nokkur flokkur nefnt úr sínum röðum liðsmann sem stendur jafnfætis Jóhönnu Sigurðardóttur.
Samfylking með langmest fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndirnar mínar á Flickr Samansafn valinna mynda til sýnis fyrir alla
- Twitter síðan mín Skoðanir í stuttu máli
Veðurviti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 370663
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið er ég sammála þér með hana Jöhönnu. Ég held svei mér þá að hún sé ein fárra þingmanna og á stundum ráðherra sem virðist vinna eingöngu og þá meina ég eingöngu að því að bæta kjör fólks í landinu og þá helst þeirra sem mest þurfa á því að halda hverju sinni. Ég gæti líka best trúað að hún sé gersneydd einhverju sem heitir siðblinda og spilling.
Steini Thorst, 1.11.2008 kl. 22:47
@Steini. Já Jóhanna virðist aldrei hafa týnt markmiðum sínum. Hún er manneskja fólksins.
Njörður Helgason, 1.11.2008 kl. 22:52
Hvaða mannval? Þetta er samansafn Baugsstyrktra liðleskja sem ekki hafa getað tekið ábyrgð á einni einustu stjórnarathöfn síðustu 18 mánuði. Til hvers í andskotanum sækist fólk í að komast í stjórn þegar það vill ekki bera neina ábyrgð? Björgvin er undir sama hatt settur og Davíð og Geir sem hluti af klúðri ársins í því hvernig ástandinu hefur verið klúðrað á versta veg og logið að þjóðinni um það í ofanálag. Þegar þjóðin vaknar og áttar sig á því að Samfylkingin er samsek í klúðrinu verða báðir flokkar komnir í léttvínsfylgið áður en menn vita af.
Guðmundur Ragnar Björnsson, 1.11.2008 kl. 22:56
@Guðmundur. Já var Samfylkingin í stjórn á síðasta kjörtímabili? Samfylkingin er að vinna úr fortíðarvanda líkt og Rlistinn varð að gera í henni Reykjavík á sínu fyrsta kjörtímabili.
Njörður Helgason, 1.11.2008 kl. 23:02
Var ég einhversstaðar að minnast á eitthvað eldra en 18 mánaða gamalt? Ert þú kanski á sömu línu og hinir flokksbræður þínir að þið séuð alls ekki í ríkisstjórn? Regluverkið um fjármálastofnanir er reyndar verk Samfylkingarinnar úr samningunum um EES þannig að Samfylkingin á sinn hlut í fortíðarvandanum fyrst að það er það eina sem að þú sérð sem vandamál. ISG er þar fyrir utan búin að vera aðal klappstýra útrásarinnar ásamt ÓRG.
Guðmundur Ragnar Björnsson, 1.11.2008 kl. 23:14
Ég tel reyndar Samfylkinguna ekkert vera að vinna úr fortíðarvanda. Mér finnst þau ekkert skárri en Sjálfs.fl. þó síður sé. Stefna Sjálfstæðisflokksins er að ég tel EKKI vera það sem leyddi til þess sem nú er og blasir við. Hins vegar tel ég að mistök hafi verið gerð í að setja höft hér og þar,....sem meðal annars hefði ekki leytt til þessa stóra vandamáls sem nú er. Ég hef minnst á það áður í mínum vangaveltum hvort t.d. höfnun þjóðarinnar og svo Forsetans á Fjölmiðlafrumvarpinu hafi haft þau áhrif að höft almennt á of mikla eign nokkurra auðmanna hafi verin strikuð út af borðinu? Þessu var með öllu hafnað og Davíð úthrópaður fyrir vikið. Hefðu ekki sömu mótmæli komið fram ef Davíð,...tjahh eða Geir, hefðu sett fram frumvarp um að bankar mættu ekki verða of stórir? Ég spyr.
Vandamálið er ekki peningastefnan og alt það, vandamálið er að ekki var gert ráð fyrir að bankar gætu fallið. Sama yfirsjón og hjá EES.
Steini Thorst, 1.11.2008 kl. 23:20
Bíddu nú við, var það ekki Björgvin sem "fullvissaði" starfsmenn Landsbankans að engum yrði sagt upp. Úpps, svo átti hann ekki við þá starfsmenn sem unnu við erlend viðskipti, hélt að allir vissu það.
Annars get ég verið sammála með að Samfylkingin er skárri aðilinn í þessu samstarfi. En samt ekki nógu góð. Hvað með afnám eftirlaunalaganna eða frumvarpið um greiðsluaðlögun sem Jóhanna hefur verið að reyna að koma á framfæri, hvar er það? Nú sem aldrei fyrr er bráðnauðsynlegt að koma til móts við þá sem lenda í fjárhagserfiðleikum. Hvernig stendur svo á því að Ingibjörg telur stýrivaxtahækkun Seðlabankans vera "aðgengilegan" kost.
Þóra Guðmundsdóttir, 1.11.2008 kl. 23:26
Því lengur sem reiði fólksins út í Sjálfstæðisflokkinn fær að gerjast, þeim mun betur megum við trúa þessari könnun. En ástandið í dag er aðeins hluti af því vandamáli sem þjóðin þarf að glíma við. Mestur vandinn liggur í því að móta pólitíska stefnu til framtíðar. Sú stefna þarf ekki að beinast að nýjum reglugerðum frá EES og nauðarsamningum við ESB. Lausnin er að leyfa fólkinu í þessu landi að fá að lifa í friði fyrir stjórnvöldum. Við gætum séð útjaðra Íslands taka vaxtarkipp og allt mannlíf blómstra þar á ný með nægri atvinnu fyrir alla og framleiðslu útflutningsverðmæta með stórum lægri tilkostnaði en við höfum séð í aldarfjórðung.
Fyrir þeirri lausn er Samfylkingin blind og búin að snúast í svo marga hringi að svimanum mun ekki létta fyrr en í næsta bankahruni. Menntamannaelíta Samfylkingarinnar skilur ekki að til séu lausnir aðrar en þær sem koma úr tölvuforriti. Og mannlíf á Djúpavogi og Raufarhöfn er ekki inni í neinu þekktu tölvuforriti.
Árni Gunnarsson, 1.11.2008 kl. 23:39
@Þóra. Ég held aðhvorki Björgvin né nokkur annar hafi getað gefið loforð um að engum yrði sagt upp. Það hefði ekki geta staðist.
@ Árni. Það er morgunljóst að hverjir sem verða við völd næstu árin munu takast á við stórt verkefni. Líklega stærra verkefni en hefur verið tekist á við hér á landi á áður. Þetta er verkefnið Ísland. Nú held ég að það verði ekki jafn breiður og mikill stuðningur og var eftir lýðveldisstofnunina á miðri síðustu öld. Í þetta skiptið verður þjóðin að standa að þessu að mestu leyti sjálf.
Njörður Helgason, 1.11.2008 kl. 23:51
Afhverju í andskotanum slítur Samfylkinginn ekki þessi ríkisstjórnarsamstarfi.
Einföld ástæða.
hún er jafnsteingeld og Sjálfstæðisflokkurinn.
þetta snýst allt um að halda völdum.
og ekki er Samfylkinginn saklaus af öllu þessu rugli
Arnar (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 00:11
Mér sýnist ljóst að þeim mun lengri tíma sem unga fólkið eyðir í langskólanám því fjær kemst það þeim raunveruleika sem byggði upp mannlíf á Íslandi. Enda hefur mér skilist að Íslands sé ekki mjög víða getið í Akademiskum lærdómi.
Ég sé hvergi jafn stóran hóp af langskólagengnu fólki með sannfærandi og gott útlit eins og í Samfylkingunni. En mér sýnist eins og pólitískar samfélagslausnir þess flokks séu bundnar við fjölda skrifborða á erlendum kontórum.
Árni Gunnarsson, 2.11.2008 kl. 00:19
Njörður! Get ég fengið eitt dæmi um það þegar Ingibjörg Sólrún tók afstöðu og fylgdi henni eftir þjóðinni til gagns. Bara eitt dæmi...Ég finn nefnilega ekkert sem þessi manneskja er búin að gera af viti. Eina vitið sem hún hefur, er kjaftavit...
Bara eitt einasta dæmi..
Óskar Arnórsson, 2.11.2008 kl. 01:57
@Óskar. Tók nokkrar mbl.is fréttir handa þér:
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar segir að stjórn Seðlabanka beri að stíga til hliðar til að veita forsætisráðherra svigrúm til endurskipuleggingar í þjóðfélaginu og að mikilvægt sé að lækka stýrivexti.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, sagði við fréttamenn eftir fundi í Ráðherrabústaðnum í dag, að hún rætt um um stöðu Davíðs Oddssonar í Seðlabankum við Geir H. Haarde, forsætisráðherra.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir í viðtali við Morgunblaðið að það hafi skaðað orðspor Íslendinga erlendis hvernig haldið hafi verið á umræðunni af hálfu Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabankans.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, segist telja það mikið óheillaspor þær breytingar sem kynntar voru á meirihlutasamstarfinu í Reykjavík í gær. Í samtali við blaðamenn fyrir ríkisstjórnarfund í dag sagðist hún telja nýjan meirihluta óstarfhæfan og hún hafi ekki trú á því að þetta samstarf muni lifa út kjörtímabilið.
Þetta er bara brot. Hér er meira fyrir þig: http://mbl.is/mm/frettir/leit/?search=Ingibj%F6rg%20S%F3lr%FAn
Njörður (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 10:18
@Njörður. Bíddu nú við, undirstrikar þetta ekki það sem Óskar sagði, að Ingibjörg talar og talar en svo ekkert meir. Er ekki Davíð ennþá í Seðlabankanum?
Steini Thorst, 2.11.2008 kl. 12:34
@Steini. Miðað við bókun Samfylkingarráðherrana á síðasta ríkisstjórnarfundi sýnist mér styttast í vist Davíðs Oddssonar í seðlabankanum.
Njörður Helgason, 2.11.2008 kl. 13:09
Trúir einhver virkilega að Geir Haarde reki Davíð eða hlusti á Ingibjörgu Sólrúnu núna? Ekki ég.
Ingibjörg Sólrún er svo marklaus í tali. Reyndar þeir allir meira eða minna, enn þessi bókun mun Davíð eyða með einhverjum brandara og Geir myndi styðja hann 100% Þá er nú einfaldara fyrir hana að komast í öryggisráðið enn að framkvæma þetta...Þetta "show" Ingibjargar Sólrúnu er bara að vinna sig í álit í eigin flokki...
Það hefur aldrei neitt gerst af því sem hún talar um, ekkert!
Hún er búin að vera að berja á kallinum í 10 ár og ekkert gengið. Frekar fengið sumt í hausinn aftur.
Ég sé enga ástæðu til að ímynda mér að Davíð labbi út úr Seðlabankanum vegna orða ISG eða þessari bókun!
Óskar Arnórsson, 3.11.2008 kl. 08:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.