22.10.2008 | 17:58
Vont strand og illt.
Ég tók ákvörðun fyrir nokkrum árum. Ákvörðunin er sú að skrifa ekki upp á lán. Í gamla daga var það að vera í ábyrgð fyrir víxla. Hef haldið þessu til streitu og ber því ekki ábyrgð á öðru en því sem ég er borgunarmaður fyrir. Vegna þess þá er ég ekki ábyrgur fyrir skuldum eða sukki þeirra sem eru búnir að draga land og þjóð vora í strand.
Strand þetta er skelfilegt. Í fjörunni standa menn. Líklega með línubyssuna. Engin þorir þó að skjóta línunni. Líklega stefnir þetta strandaða skipsflak í að sökkva í sandinn eins og Bresku togararnir og önnur skip gerðu sem sigldu upp í fjöru við Suðurströndina fyrr á árum. Við sendnar strendur Suðurlandsins töluðu menn um góð og vond strönd. Það byggðist á því hvað menn báru úr býtum frá strandinu.
Ég held að það strand sem nú hefur gerst sé vont strand og illt.
Ég er ekki ábekingur!
Um bloggið
Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndirnar mínar á Flickr Samansafn valinna mynda til sýnis fyrir alla
- Twitter síðan mín Skoðanir í stuttu máli
Veðurviti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 370663
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.