Gleðidans.

Nú tekur hýrna um hólma og sker, hjá afturhaldsseggjum og lopapeysukellingum, sem í krafti umhverfisverndar berjast gegn virkjunum og uppbyggingu áliðnaðar hér á landi á.

Þetta fólk hefur frekar vilja sjá álframleiðslu í öðrum löndum. Löndum þar sem raforka er framleidd með jarðolíu eða kolum. Löndum sem eru það vanþróuð að kjarnorkuver eru ekki starfrækt þar. Kanski sem betur fer.

Það hlýtur að vera stiginn gleðidans lækkandi álverðs í heimi hér hjá þeim sem vilja helst taka fram lýsislampana og hefja mógröft að nýju.


mbl.is Fylgjast náið með niðursveiflu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

eigum við ekki að framleiða eitthvað sem skilar almennilegum arði, álið virðist ekki gera það

http://visir.is/article/20081018/SKODANIR03/771717492/-1

bhg (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 20:52

2 Smámynd: Njörður Helgason

@bhg. Kanski lopapeysur eða uppstoppaða lunda. Alveg víst að álþörf kemur ekki til með að minnka í heiminum. Flugvélar, bílar og tæknihlutaframleiðsla.

Njörður Helgason, 18.10.2008 kl. 20:56

3 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Við gætum framleitt Ensím, sem notað er til íblöndunar við lygjagerð, í snyrtivörur og í matvælaframleiðslu.  Allt hráefni til slíkrar framleiðslu er til innanlands, og ég held að þekking á framleiðslunni sé komin á vinnslustig. tækjabúnaður og orka eru vel viðráðnleg dæmi.

Það besta við þetta er að verðið á afurðinni er verulega hátt.

Auk þessa fundust, fyrir fáum árum, hér fyrir norðan land, sjaldgæfar hitakærar örverur, sem áreiðanlega væri hægt að gera mikinn pening úr.

Það er svo ótalmargt sem við getum framleitt og selt, ef við drögum hausinn upp úr álpokanum. 

Guðbjörn Jónsson, 18.10.2008 kl. 21:51

4 identicon

já hugsum út fyrir rammann, lopapeysur og ensími er ágætisbyrjun

bhg (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 22:40

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hagfræðingarnir Þorsteinn Siglaugsson og dr. Sigurður Jóhannesson Zoëga, hjá Hagfræðistofnun HÍ sá síðarnefndi, hafa báðir komist að þeirri niðurstöðu út frá forsendum og framlögðum gögnum Landsvirkjunar að þegar orkusamningar voru gerðir vegna Kárahnjúkavirkjunar þá var fyrirséð, þrátt fyrir hátt álverð á heimsmarkaði þá, að virkjunin myndi ekki standa undir sér. Ljóst var að almenningur yrði að borga brúsann vegna atvinnusköpunargæluverkefna framsóknarmanna í bland við þingmenn austurlands.

Nú þegar álverð hrapar þá er ljóst að við munum borga enn meir en áður með raforkunni til álveranna - gleðilegar fréttir fyrir heimilisbókhald íslendinga ekki satt ? Sendum Halldóri Ásgrímssyni þakkarbréf.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 18.10.2008 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 370663

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband