Fórna hverju?

Sveitamaðurinn Guðni Ágústsson ætti að vita, að ef ekki er hrært í blóði nýslátraðrar rollu þá hleypur blóðið og er ekki nýtanlegt á nokkurn hátt. Guðna hlýtur að líka vel stjórnarhættir sjálfstæðismanna. Þar situr við innsta borð fyrrum forsætisráðherra ríkisstjórnar sem hann sat eitt sinn í. Davíð Oddsson. Með hönd. Bláa hönd Davíðs Oddssonar á stýri flokksins hlýtur Guðna að líka lífið. Hann vill allavega að hann og flokksbræður hanns siti við tóma kjötkatla seðlabankanns.

Guðni Ágústsson og fleiri töluðu hátt gegn Evrópumálum er hann sat í ríkisstjórn. þá sagði hann og skoðanasystkin hanns að efnahagsstaða Íslands væri svo sterk að ekkert vit væri í að ganga í EB. Nú segir sveitamaðurinn að leggjast eigi á árarnar og bjarga skektunni. Staðan sé þvílík að við eigum ekkert erindi í EB.

Það er alltaf að koma í ljós hve misgáð var á sínum tíma að ganga ekki í EB. Farinn var fjallabaksleið að mörkuðum Evrópu gegnum EES samninginn. Í leiðinni gengumst við inn á að allt regluverk EB gildir hér á landi á. Við getum ekkert sagt. Eina sem við getum er að þýða reglurnar.

Ef við aftur á móti værum í EB hefðum við áhrif. Nytum þess að vera hluti stórs samfélags. Ekki útkjálkaþjóð sem verður að gera allt á eigin spýtur. Og er undir hæl annara landa. Ef við værum í EB hefðum við rétt til að velja og hafna. Það sjáum við á því hvernig þjóðir eins og Danir og Frakkar gera í málum EB. Við værum þótt lítil séum. Músin sem öskrar. Lítil þúfa sem veltir þungu hlassi.


mbl.is Samfylking hrærir í blóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er Guðni hættur við að vilja kanna hvað EB er, fyrir skömmu vildi hann láta kjósa um hvort við ættum, áður var hann á móti. Hvert er G að fara? Veit hann Það

Bakföll Kjartans voru stórkostleg í frétt Þóru Kristínar.

Annars hélt ég að þú værir Vg á móti EB 

Er G á leið í Vg aldrei með ? Annars veit ég ekki um margt B fólk sem vill vera það í dag, það veit ekki heldur hvert það vill fara frekar en Vg.

Er ekki gott að búa í Hafnafirði ? 


hann (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 23:08

2 identicon

'onei ekki VG. Krati sem vantar almennilegan Krataflokk.

Held að Guðni og Kiddi sleggja ættu að stofna flokk utan um sig. "Stefnulausi flokkurinn"

Hú í Hafnarfirði er gott að vera. Góður bær gott heimili og Kratar stjórna!

NH (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 07:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 370297

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband