Slóð Davíðs Oddssonar.

Horfði á Dabba. Hann var sjálfum sér líkur. Svaraði  bæði litlu,sneri útúr öðum spurningum og einstaka ekki. Valtaði yfir Sigmar á köflum.

Ástandið. Sá það í dag að hlutirnir eru að fara í ágætan farveg. Jóhanna Sigurðardóttir að bjarga húsnæðislánunum. Fjármálaeftirlitið að taka völdin í bönkunum. Þar er Jón Sigurðsson yfirmaður. Þarna eru tveir eðalkratar komnir til að bjarga þjóðarkoppnum.

Annars var ég að hugsa um Davíð. Hann var borgarstjóri. Það tók R-listann eitt kjörtímabil að rétta úr eftir hann. Davíð var forsætisráðherra. Í stjórninni með framsóknarmönnum opnaði hann allar gáttir í fjármálaheiminum. Þar eru fótspor hanns djúp. Nú er Davíð í seðlabankanum. Þar eru ákvarðanir hanns að setja allt í kalda kol. Held að sagnfræðingar framtíðarinnar eigi eftir að velta þessum áratugum Davíðs Oddssonar mikið fyrir sér.


mbl.is Ríkið borgi ekki skuldir óreiðumanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís G Friðgeirsdóttir

Var Sigmar hræddur, eða?? Lét Davíð bulla allan þáttinn. Davíð einkavæddi bankanna mð aðstoð félaga sinna og Framsókn, án þess að setja regluverk sem hefur eftirlit með starfseminni, enda var óvinurinn ekki búinn að eignast banka þá. Davíð afnam bindiskylduna svo einkavæddu bankarnir gætu keppt við íbúðalánasjóð og ausið út fé á báðar hendur. Svo sat hann í hægu sæti í Svörtuloftum og var of upptekin við að elta einn skúrk og missti sjónar á vandanum sem var að skapast. Ósköp hefur verið sárt fyrir félaga hans í Sjálfstæðisflokknum að hlusta á hann segja í Kastljósinu að hann hafi marg, marg varað við þessu, Úff.

Bryndís G Friðgeirsdóttir, 7.10.2008 kl. 21:07

2 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Á hvaða plánetu ertu staddur? Davíð svaraði einmitt öllu sem svara þarf mjög skýrt  þ.e. við landsmenn þurfum ekki að sitja eftir með skítinn sem útrásaraðilarnir hafa valdið. Hann svaraði skýrt og skorinort á meðan ekki var gripið fram í fyrir honum af Sigmari. Davíð var Borgarstjóri sem rak borgina sem velrekið fyrirtæki. R Listinn rústaði borginni. Davíð var Forsætisráðherra og það er rétt að í hans tíð voru bankarnir einkavæddir. En í öllu frjálsræði vilja oft leynast innan um skítseyði sem notfæra sér náungann eins og kom í ljós með útrásaraðilana. Það skyldi þó ekki vera þegar sagnfræðingar framtíðarinnar fjalla um söguna að það komi í ljós að Davíð hafði rétt fyrir sér í svokölluðu "Baugsmáli"

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 7.10.2008 kl. 21:07

3 Smámynd: Njörður Helgason

@Bryndís. Já davíð er fljótur að greina aðalatriðin frá aukaatriðunum. Svara aukaatriðunum og því sem hann vill.

@Sólveig. Það hlýtur að vera notalegt að sofa Þyrnirósarsvefni yfir valdatíðum Davíðs Oddssonar.

Njörður Helgason, 7.10.2008 kl. 21:12

4 Smámynd: Bryndís G Friðgeirsdóttir

Hvar hefur Sólveig eiginlega verið öll þessi ár? Er hún ekki að grínast? Davíð hefur átt stærstan þátt í að það er búið að ríkisvæða nánast allt Ísland. Hann hefur alltaf hagað sér eins og klassískur kommúnistaleiðtogi, enda hlaupinn í skjól hjá Rússunum. Já, hvað segir Hr. Hólmsteinn nú?

Bryndís G Friðgeirsdóttir, 7.10.2008 kl. 21:12

5 Smámynd: Njörður Helgason

@Bryndís. Já þetta er kanski óskastaða Davíðs. Hann er að verða fullkominn einræðisherra yfir landinu.

Njörður Helgason, 7.10.2008 kl. 21:15

6 identicon

Það er svoldið skrítið að kenna honum Davíð um hvernig fór fyrir bönkunum, það sem hann gerði og hans flokkur er að þeir einkavæddu bankageirann og síðan var það í höndum bankamanna og lánveitendum þeirra að bera ábyrð á ástandinu. En vandamálið er að þeir klúðruðu þessu en ekki Davíð Oddsson og hans flokkur og ef þú ætlar alltaf að kenni þeim um það þá einfaldlega horfirðu framhjá hinu raunverulega vandamáli sem er skortur á forsjálni og ábyrgðaleysi. Vesturlönd eru gegnsýrð af þessum vanda því að t.d. í Bandaríkjunum þá voru bankar þar farnir að treysta því að ríkið myndi beila þá út í hvert skipti sem þeir lentu í stórvanda sem varð einfaldlega til þess að bankarnir fóru í alltaf áhættumeiri útlán sem var einmitt það sem bjó til húsnæðisbóluna sem á endanum sprakk.

Þess vegna er ég algjörlega hlynntur þessum aðgerðum að láta lánveitendurna taka byrgðina til þess einfaldlega að koma í veg fyrir að vandamálið dúkki upp aftur.

Sigurjón Friðriksson (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 21:16

7 Smámynd: Njörður Helgason

@Sigurjón. Þetta er þá líkast því að bóndinn sleppi kindum sínum út og hugsi ekker um þær fyrr en þegar hann fer að safna saman hræjum útigangskindanna eftir tvö ár.

Njörður Helgason, 7.10.2008 kl. 21:19

8 identicon

Ég er algjörlega sammála Sólveigu.

Marta (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 21:23

9 Smámynd: Njörður Helgason

@Marta. Já það eru margar þyrnirósirnar hér á landi á

Njörður Helgason, 7.10.2008 kl. 21:27

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Njörður, þetta er athyglisverð túlkun staðreynda hjá þér, en hrædd er ég um að engin þeirra komist í sögubækurnar. 

Kolbrún Hilmars, 7.10.2008 kl. 21:28

11 identicon

Jahérna hér, hverjum ert þú að líkja við kindur, almenningi!!!!

Það sem maðurinn hefur umfram kindina er að hann getur tekið ábyrgð og getur lært af mistökum. En með því með því að grípa hann í hvert skipti sem hann klúðrar málunum og lætur hann ekki verða skaða af þá grefurðu undan ábyrgðatilfinningunni og hann einfaldlega lærir ekki neitt af mistökunum sem verður til þess að hann klúðrar málunum aftur og aftur og aftur.

Ég vona að þú hefur meiri trú á mannkindini en þetta. 

Sigurjón Friðriksson (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 21:29

12 Smámynd: Njörður Helgason

@Kolbrún. Við skulum vona að sagnfræðin deyi ekki í þessum ósköpum.

@Sigurjón. Frelsi var veitt í fjármálum. Menn þustu út í dag voru margir þeirra í einhverju vonabíi.

Það sem ég á við að ríkið hafi verið fjárhirðirinn sem hafði ekki rænu á að fylgjast með sinni hjörð og látið hana ráfa um allt án eftirlits eða fyrirhyggju.

Njörður Helgason, 7.10.2008 kl. 21:34

13 identicon

Hann er sá eini með bein í nefinu, hann útskýrði hlutina á mannamáli,   Íslenska ríkið ætlar ekki að taka ábyrgð á ævintýramennskunni erlendis.

 Við erum greinilega ekki enn búin að sjá arftaka Davíðs í leiðtogahlutverkinu.    Það er engin að feta í fótsporinn hans sem Landsfaðir.

Runar (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 21:39

14 identicon

"@Sigurjón. Þetta er þá líkast því að bóndinn sleppi kindum sínum út og hugsi ekker um þær fyrr en þegar hann fer að safna saman hræjum útigangskindanna eftir tvö ár."

Núnú, átti Davíð að stjórna bönkunum sjálfur og passa að þeir færu ekki út í svona fjárfestingar? Hann gaf þeim vissulega nóg reipi til að hengja sig með en það voru samt bankarnir sjálfir sem bundu hnútinn.

Þú átt líka mjög auðvelt með að sjá flísina í auga Sólveigar en það er greinilega mun erfiðara að sjá bjálkann í þínu.

Jón Einarsson (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 21:39

15 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Nei Njörður ég sef engum Þyrnirósarsefni. Ég hef haft miklar áhyggjur undanfarið eins og flestir landsmenn. Ég tel að það sé ekki rétt að ráðast að Davíð heldur á að ráðast að þeim sem bölinu valda og við vitum öll hverjir það eru. Svarandi þér Bryndís þá hef ég verið stödd á Íslandi undanfarin ár og þetta er ekki í fyrsta skipti sem við fáum hjálp frá Rússum, það vita allir.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 7.10.2008 kl. 21:42

16 identicon

Ég er sammála þér þar, það hefði verið skynsamlegt að setja strangar reglur um bankastarfsemina til að byrja með og létta síðan hægt og rólega af þeim á meðan bankastarfseminn þróast til þess að koma í veg fyrir að skellurinn af mistökunum verður of mikill í einu.

En eins og þú segir þá var þetta svoldið eins og sleppa kindum. Þetta var of mikil ábyrgð of fljótt og við þurftum að læra af mistökunum með of miklum skell. 

Sigurjón Friðriksson (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 21:48

17 Smámynd: Njörður Helgason

@Sólveig. Svo má böl bæta með að benda á eitthvað annað.

@Runar. Það koma reglulega svona menn, skáldaðið eð raunverulegir. Davíð Oddsson og Bjartur í Sumarhúsum.

@blr-si. Skil þig ekki.

Njörður Helgason, 7.10.2008 kl. 21:49

18 identicon

En misskildu mig ekki, það var algjörlega réttlætanlegt að einkavæða bankana en það hefði bara átt að fylgja þeim eftir með löggjöf á meðan þeir væru að þróast.

Sigurjón Friðriksson (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 21:50

19 Smámynd: Njörður Helgason

@Sigurjón. Já það hefði mátt líta betur eftir.

Njörður Helgason, 7.10.2008 kl. 21:50

20 identicon

Það kæmi manni ekki á óvart að bókartitill um Davíð Oddson,mundi heita Slóð Davíðs Oddsonar.Sennilega yrði það í mörgum bindum No 1,2,3 4 5 ogsvo framvegis.Skyldi það nokkurntímann verða gjört,sennilega finnst engin til þess lafhræðsla landans gagnvart þessum Ayatolla er mögnuð,að manni virðist.

Númi (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 21:56

21 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Það er ömurlegt þegar fólk er búið slíkum þrælsótta eins og Númi. Hvað skyldi valda slíkum ótta?

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 7.10.2008 kl. 21:59

22 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

"Sólveig. Svo má böl bæta með að benda á eitthvað annað."

Er ekki Ríkisstjórnin að vinna úr málum þessa óráðsíumanna. Það er allavega raunveruleikinn sem ég er að upplifa þessa daga og það okkur landsmönnum til góða.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 7.10.2008 kl. 22:13

23 identicon

Að kenna Davíð um ósköpin er álíka heimskulegt og að kenna manni sem afnemur áfengisbann um alkóhólisma.  Stundum held ég að helmingur þjóðarinnar séu einfelldningar, og hinn helmingurinn í vímu.

Axel (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 22:16

24 identicon

Ég sé að það eru sumir hérna sem leita að Davíð undir rúmminu sínu áður en þeir fara að sofa... kommon þetta er saklaus þybbin gæi með krullur sem lendir alltaf í því að vera kennt um allt. hvað með alla þá frábæru hluti sem hann hefur gert?

Lítum á björtu hliðarnar og sjáum að þetta er allt gráðugu bankaköllunum að kenna.

kalli (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 22:18

25 identicon

Njörður... þarf maður að læra eitthvað sérstaklega til að vera svona skyni skroppinn og bitur, eða er þetta meðfætt?

Ófeigur (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 22:21

26 identicon

Þegar Ingibjörg Sólrún flutti Borgarnesræðu sína árið 2003, sagði hún að það þyrfti að setja þessum fyrirtækjum leikreglur, Davíð Oddsson og allur Sjálfstæðisflokkurinn eins og hann lagði sig hlóg þessar tillögur út af borðinu. Þetta er staðreynd málsins, og nú blæðir þjóðinni fyrir. Ástæðan fyrir því að Davíð vildi ekki setja þessu bankaliði leikreglur var vegna þess að það henntaði Sjálfstæðisflokknum vel að bankarnir ítu vel út á yfirborðinu, sérstaklega tölulega séð.

Það ætti svo sannarlega að senda ykkur þessum 40% þjóðarinnar sem hefur haldið þessum manni við völd með persónudýrkun og undirlægjuhætti reikningnn fyrir öllu ruglinu. Það er furðuleg persónudýrkun að það nánast þurfi að láta þennan mann brenna ofan af ykkur húsnæðis til þess að þið fattið út á hvað þetta allt saman gengur. Talandi um þrælsótta þá þorði ekki nokkur maður að tjá sig hvorki í orði né riti vegna hræðslu við þennan mann og sú hræðsla var mest innan Sjálfstæðisflokksins sjálfs. Menn stóðu í röðum eftir bitlingum og vörðu hvern óheiðarleikan á fætur öðrum í von um að vera verðlaunaðir með feitu embætti eða fá ríkisfyrirtæki fyrir ekki neitt. Það er sorglegt hvernig komið er fyrir landinu og það er enn sorglegra að það verður aldrei hægt að draga neina til ábyrgðar vegna þess að hér eru menn í liði, og maður sér það á færslunum hérna hvert sú umræða er að stefna. Hér á landi hafa pólitíkusar algjört frelsi til að gera hvað sem er og þurfa aldrei að bera neina ábyrgð. Þrátt fyrir það að allir hagfræðingar þessa lands, verkalýðshreyfingin og Samtök atvinnulífsins tali um evru þá talar Davíð um spunameistara, hverjum er hann að villa sýn? Jú skósveinum sínum sem koma núna hérna og verja manninn. Ég viðurkenni það alveg að ég kaus þennan mann einu sinni, en það eru mörg ár síðan ég fattaði það að Sjálfstæðisflokkurinn væri komin langt af leið og Davíð hefði allt of mikil völd, sem væru óholl fyrir lýðræðið í landinu.

Valsól (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 22:28

27 Smámynd: Njörður Helgason

@Sólveig. Jú er ekki ríkisstjórnin að reyna að stinga út skán framsóknar og sjálfstæðismanna.

@Axel, Kalli og Ófeigur. Slóð leiðtogans Davíðs er eþyrnum stráð. Stuðningsfólk Davíðs gengur hana samt þó að þyrnarnir stingiog risti þá til blóðs. Ófeigur. farðu að sofa.

@Valsól. Góð upprifjun sem ég held að margir vilji ekki bekenna. Foringjans vegna.

Njörður Helgason, 7.10.2008 kl. 22:40

28 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Veit ekki alveg hvað Valsól á með "þessum fyrirtækjum" En hvað Evru varðar þá sé ég enga sérstaka hagsmuni fólgna í því fyrir Ísland. Af hverju ekki bara að hafa dollar sem okkar gjaldmiðil?

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 7.10.2008 kl. 22:45

29 Smámynd: Njörður Helgason

@SkúliS. Þetta gæti verið ágætis saga. Reyfari eða lygasaga að hætti Munchausens. En því miður sagan er sönn og ekki ýkt.

Njörður Helgason, 7.10.2008 kl. 22:45

30 Smámynd: Njörður Helgason

@Sólveig. Heldur þú að það sé vænlegra að skipra ónýtri Íslenskri krónu út fyrir handónýtan dollar?

Menn hafa endalaust getað bullað sig frá þeirri staðreynd að Evra er gjaldmiðill okkar heimsálfu.

Njörður Helgason, 7.10.2008 kl. 22:48

31 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

"Sólveig. Jú er ekki ríkisstjórnin að reyna að stinga út skán framsóknar og sjálfstæðismanna"

Fyrirgefðu ég er svo treg að ég skil þig ekki. Vinsamlega útskýrðu betur.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 7.10.2008 kl. 22:49

32 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Dollarinn er ekkert síðri gjaldmiðill en Evran. Hvaðan hefur þú það að Dollarinn sé handónýtur?

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 7.10.2008 kl. 22:53

33 Smámynd: Njörður Helgason

@Sólveig. Þetta eru flokkarnir sem sátu í ríkisstjórn og settu fram frelsið í bankamálunum, eftirlitslaust. Sem við súpum seyðið af í dag.

Njörður Helgason, 7.10.2008 kl. 22:55

34 identicon

Njörður vill greinilega vera sauður í hjörð þar sem hann þarf ekki að hugsa né taka ákvarðanir. Það er ekki hægt að kenna þeim sem veitir aukið frelsi um það þegar einhver misnotar það. Af hverju bölvar þú ekki þeim sem nýttu sér frelsið, voru gráðugir, söfnuðu skuldum og stungu af? Jafnvel þó að það hefi e.t.v. ekki verið staðið nógu vel að einkavæðingunni og reglur og eftirlit hefðu þurft að vera betri þá er heimskulegt að vera að bölva DO. Ef einhver myndi skilja eftir opinn glugga heima hjá mér þannig að innbrotsþjófar kæmust inn og stælu, þá myndi ég frekar bölva innbrotsþjófunum heldur en þeim sem ég treysti til að loka gluggunum. Sérstaklega ef ég vissi hverjir innbrotsþjófarnir væru. Ég vona að þú skiljir samlíkinguna.

M.G. (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 22:56

35 Smámynd: Njörður Helgason

@Sólveig. Líttu á gengisþróun gjaldmiðla um heiminn.

Njörður Helgason, 7.10.2008 kl. 22:56

36 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Endurtek það sem ég sagði áður "En í öllu frjálsræði vilja oft leynast innan um skítseyði sem notfæra sér náungann eins og kom í ljós með útrásaraðilana"

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 7.10.2008 kl. 22:58

37 Smámynd: Njörður Helgason

@M.G. Hver er að bölva DO, sem er væntanlega Davíð Oddsson? Ef málið snerist um þá sem stungu af frá skuldunum væri þetta smámál. Aftur, Ég er ekki að bölva nokkrum manni! Þetta er greinilega samlíking úr útúrsnúningsskóla Davíðs Oddssonar.

Njörður Helgason, 7.10.2008 kl. 23:02

38 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Dollarinn mun alltaf standa fyrir sínu. Vittu til. M.G. ALGJÖRLEGA SAMMÁLA ÞÉR!

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 7.10.2008 kl. 23:02

39 Smámynd: Njörður Helgason

Njörður Helgason, 7.10.2008 kl. 23:04

40 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Góða nótt.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 7.10.2008 kl. 23:08

41 Smámynd: DanTh

Davíð á þessa útrásarvitleysu ásamt stuttbuxnadeild Sjálfstæðisflokksins.  Hann rétti þessum gírugu ofmetnu vitleysingum þau tæki og tól sem urðu til þess að þeim héldu engin bönd.  En það sem er aðalatriðið núna er að hann sér hverskonar botnlaus vitleysa þetta er í dag.   

En það er augljóst að sumir hér eru svo uppteknir af mistökum Davíðs að þeir sjá ekki skynsemina í því sem hann sagði í sjónvarpsviðtalinu.  Eruð þið annars ekki fegin að hann skuli tala beint út um það að þið eigið ekki að borga undir rassgatið á þessum ofmetna fjármálalýð?  Ég tek undir skoðun Steingríms J. að það eigi velta við öllum steinum og elta þessa menn hvert á land sem er í þeirri viðleitni að láta þá axla ábyrgð í þessu máli.  Enginn þeirra á að fá að lifa í vellystingum eftir þetta sukk.

DanTh, 7.10.2008 kl. 23:13

42 identicon

Auðvitað stóð Davíð sig vel, enda er hann snillingur í svona viðtölum. En menn meiga ekki gleyma því að það var hann sem skapaði skrímslið og sleppti því lausu. Núna þykist hann enga ábyrgð bera á gjörðum þess. Segist jafnvel hafa varað við því en menn hafi ekki hlustað!

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 23:14

43 identicon

Ef að í öllu frjálsræði finnast skítseiði, þess þá heldur að setja leikreglur. Og fyritækin sem Ingibjörg var að tala um voru BANKARNIR! en snillingurinn Davíð Oddsson hló þetta út af borðinu ásamt skósveinum sínum á Morgunblaðinu. Svo skil ég ekki þessa umræðu um dollaran, það er eins og verið sé að nefna dollarann bara til að það sé ekki evra, þrátt fyrir að allir helstu hagfræðispekingar landsins mæli með því að við förum í viðræður við ESB og tökum upp evru svo við lendum ekki aftur í svona skkakföllum. Það er ekki bara hagfræðingar sem eru á þessu máli, Samtök atvinnulífsins, verkláyðshreifingin, Samtök verslunar og þjónustu, Iðnaðarsambandið og fl. En nei af því fólk elskar Davíð meira en eigur sínar þá er það áfram til í að borga hæstu vexti í heimi og hæsta matarverð í heimi, eða gera eitthvað arfa vitlaust og fara ekki að ráðum hagfræðiprófessoranna og taka bara upp dollar. Bíddu er fólk ekki að grýnast, í alvöru?

Valsól (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 23:15

44 identicon

Daníel ég er sammála því að það eigi að elta þessa menn til ábyrgðar, en eiga pólitíkusar að sleppa við ábyrgð eina ferðina enn?

Valsól (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 23:16

45 identicon

Þessir íslendinga aumingjar láta endalaust traðka á sér.

Aukið traust á efnahagsstjórn landsins með að reka Davíð úr Seðlabankanum strax í dag.
Aldrei hefur einn maður með vanhæfni sinni valdið jafn mörgum skaða í sögu Íslands.
Bara sú aðgerð ein jafngildir stórfelldri lækkun á skuldatryggingarálagi ríkissjóðs.

Hugsið um börnin ykkar og framtíð þeirra.

 Skrifið undir!
http://www.PetitionOnline.com/fab423/

Ragnar (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 23:17

46 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Daníel tek undir þetta sjá komment mitt nr. 2. Umræddir aðilar eiga að bera sína ábyrgð. Við vitum öll að þessir aðilar lifa persónulega í vellystingum á meðan þorri Íslendinga berst í bökkum með sínar skuldbindingar.

Valsól ég sé ekkert sérstakt hagræði í að hafa efru sem okkar gjaldmiðil, ég nefndi dollar. Við gætum tekið upp hvaða gjaldmiðil sem er. Nefndu mér hagræði okkur í hag í að hafa efru sem okkar gjaldmiðil?

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 7.10.2008 kl. 23:38

47 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Ragnar viltu nefna mér ástæður þess að reka Davíð úr Seðlabankanum?

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 7.10.2008 kl. 23:44

48 identicon

Það væri nú gaman að sjá Dabba takast á við einhven sem lætur hann ekki vaða uppi með vitleysuna.  Og síðan Sólveig... helstu ástæður fyrir því að reka DabbaÆ

 - óeðlilega háir vexir í langan tíma sem hélt gengi uppi þar til allt sprakk.  Það voru ekki verðbólgu þættir sem stjórnast af vöxtum sem voru að verki

- stuðlaði að hömlulausu umhverfi í bankakefinu (Hann var nú forsetisráðherra og er seðlabankastjóri)

- mishöndlaði þessi mál sem upp eru komin nú

- Hefur margoft sagt að allt sé í góðu lagi þvó svo að maður var nú farinn að efast...

- Þverneitar að skoða ESB eða evru... ekki aðminnast á að taka hana upp...

0g nú er klukkan orðin svo markt... að ég nenni ekki að skifa en... af miklu er að taka þegar afglöp Dabba eru annarsvegar

Jón (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 00:38

49 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Ísland er í raun gjaldþrota - fréttir morgunsins staðfesta það. Hver svo sem ber upphafleg ábyrgð á því hvernig komið er (og Davíð á þar sinn þátt sem hann reynir að afneita núna) þá er reyndin sú að þeir Davíð og Geir virðast ekki vita hvað þeir eru að gera. Fréttir og ekki-fréttir frá Seðlabanka í gær, misheppnuð tilraun til að stjórna genginu -og núna er breska ríkisstjórnin farin í mál við Íslenska ríkið upp á margföld ríkisfjárlög. Davíð er eins og naut í flagi og gerir sífellt illt verra.

Yfirlýsingar um að ríkið ætli ekki að standa við lagalegar skuldbindingar sínar í útlöndum jafngildir, í útlöndum, yfirlýsingu um gjaldþrot.

Eini bankinn sem eftir stendur, Kaupþing, er kominn í gjaldþrotameðferð í Svíþjóð eftir að 75 milljarða króna neyðarlán dugði ekki til. Hvenær fer afgangurinn af þeim banka á hausinn? Fyrir kvöldmat?

Ætlar íslenska ríkið að yfirtaka skuldir erlendis upp á 5x þjóðarframleiðslu og láta eins og þær eru ekki til? Já, það er það sem þeir eru að segja berum orðum. Það er gjaldþrot.

Ef Kaupþing bætist við þá erum við að tala um 10x þjóðarframleiðslu Íslands sem íslenska ríkisstjórnin er að neita að greiða. Þetta er miklu stærra gjaldþrot en hjá Perú um árið - hversu stórt var gjaldþrot Nýfundnalands þegar þeir neyddust til að segja sig inn í Kanada?

Við höfum verið sjálfstæð þjóð í 64 ár. Erum við núna að segja okkur inn í rússneska sambandslýðveldið?

Brynjólfur Þorvarðsson, 8.10.2008 kl. 09:54

50 Smámynd: Ólafur Jónsson

Ég held að fólk verði að fara hugsa út fyrir ramman, að kenna Davíð Oddssyni um ofurskuldssetningu og svínarí fjárglæframanna er út í hött.

Ólafur Jónsson, 8.10.2008 kl. 13:46

51 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Þetta er auðvitað ekki Davíð einum að kenna. En hann gerir núna hver afdrifarík mistökin á fætur öðrum - án þess að viðurkenna þau - og sá ljóti grunur hangir yfir honum að hann hafi komið núverandi krísu af stað með hefndaraðgerðum gegn Baugi.

Davíð er að verða táknmynd og aðal ábyrgðarmaður verstu kreppu íslenska lýðveldisins. Ríkið er í raun á hausnum, erlendis frá er Ísland í dag gjaldþrota þjóð. Gengið er í frjálsu falli, pundið að nálgast 250 krónur og Seðlabankinn búinn að gefast upp á að vernda fyrirfram vonlausa fastgengisstefnu - enn ein mistökin hjá Davíð.

Kaupþing einn banka eftir en í dag er hann farinn á hausinn í Svíþjóð og Bretlandi. Hvenær fer hann á hausinn hérna? Óábyrgt blaður um risalán frá Rússum reynist þegar til kemur vera vilji til að hefja viðræður! Enn ein mistökin hjá Davíð.

"Svínarí fjárglæframanna" eins og þú orðar það er bara eðlileg vinnubrögð stórkapítalista. Ramminn, regluverkið sem átti að halda aftur af þeim vantaði. Samt var bent á það trekk í trekk í trekk að hér væri eitthvað mikið að. Forsætisráðherra og síðar seðlabankastjóri segist hafa varað við - en af hverju gerði hann ekkert? Bóndinn sem sleppir nautunum út á ógirt túnið og lætur þau valsa um skógrægt og garða og postulínsbúðir allt í kring án minnstu tilraunar til að smala þeim saman - nema kannsi kurteisleg hint hér og þar - ber alla vega hluta af ábyrgðinni!

Brynjólfur Þorvarðsson, 8.10.2008 kl. 14:43

52 identicon

Davíð talar ekki mannamál.  Hann talar mál sem heimskingjar skilja einir.  Ætli það sé ekki nær að hann tali heimsku.

marco (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 15:20

53 Smámynd: Ólafur Jónsson

Það er ekki ríkið sem er skuldsett heldur bankarnir og eins og Davíð sagði þá ætlar ríkið ekki að taka þær skuldir yfir. Ekki vill ég borga fyrir yfirveðsetningu bankanna sem þeir réðu svo ekki við. Ef ég myndi lenda í vandræðum að greiða bankanum af lánum myndu þeir ekki sýna mér neina linkind. En svo verða þeir bara reiðir ef Íslenska þjóðin greiðir ekki bara aleigu sína i lán til þeirra svo þeir geti tórað í nokkra mánuði í viðbót. Og kenna Davíði um, hvað hefði nokkura mánuða skyndilausn gert? Jú eflaust sett ríkið þ.e. ísland inn í sömu hringekkju.

Þetta er erfitt ástand en hengjum ekki bakara fyrir smið.

Ólafur Jónsson, 8.10.2008 kl. 17:58

54 identicon

Fengum við ekki frelsi okkar frá dönum????? af hverju í andskotanum hafa þeir ekki þá passað uppá það að við klúðruðum málunum ekki svona herfilega. Af hverju fengum við engar reglur frá þeim um þetta.

Frelsi fylgir ábyrgð, og reglurnar sem frelsinu fylgdi var ábótavant það er rétt, en að hengja þann sem frelsið skapaði, í stað þess að rassskella á bert rassgatið þá sem misnotuðu þetta frelsi á kostnað almennings er ekki það sem ég kalla sanngjarna málsmeðferð.

Það hafa líka verið settar ýmsar reglur, það vitum við, en það er ekki þar með sagt að þessir útrásarhvítflibbapungar hafi talið sér skilt að fara eftir þeim, og þá getur hver maður sagt sér það sjálfur, að margar reglurnar er hægt að brjóta, sem erfitt er að sanna bæði í orði og á borði, þó það sé eitthvað sem allir vita eða telja sig vita að hafi verið brotnar.

(IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 19:16

55 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Þegar Davíð seldi bankana þá var hann ekki að selja einhverja sparisjóði heldur ríkisbanka með ríkisábyrgðum og með aðgang að milllibankalánamarkaði - aðgang sem ríkið var búið að koma á. Síðan var bindiskyldan felld niður og hinum nýju eigendum, bissnessköllum með enga bankareynslu, leyft að nota bankana sem peningaprentvélar. Þrátt fyrir endalausar viðvaranir þá var þetta látið ganga svona von úr viti. Davíð á mjög mjög stóra ábyrgð þarna.

Núna eru bankarnir gríðarlega skuldsettir - og gætu sem best farið á hausinn. Ríkið er ekki ábyrgt fyrir erlendum skuldum bankanna sem slikra (nema að því er virðist innlánum einstaklinga) en innlend bankastarfsemi myndi leggjast af ef bankarnir rúlluðu og landið fara á hausinn og hér yrði verri kreppa en 1918, atvinnuleysi, húsnæðisleysi og Ísland yrði aftur það þróunarland sem það var fyrir 100 árum.

Lausnin er sú að yfirtaka bankana, fjarlægja innlenda starfsemi úr þeim yfir í Nýja Landsbankann (sem var stofnaður í gær) og henda svo erlendu skuldunum. Sem er auðvitað betra fyrir okkur en ef bankarnir hefðu hreinlega rúllað. En gagnvart útlendingum jafngildir þetta greiðsluþroti.

Davíð á eflaust sína pólítísku sök að einhverju leyti. En núna gerir hann illt verra dag eftir dag, hlægileg tilraun til fastgengisstefnu, Rússafrumhlaup, fáránlegar yfirlýsingar, engin vaxtalækkun! Maðurinn er fyrir þar sem hann er, hann hefur ekki gert neitt sýnilegt gagn en mikið ógagn.

Hann ber pólítíska ábyrgð á aðdragandanum en beina ábyrgð á að gera illt verra dag eftir dag. Það er löngu tímabært að hann taki pokann sinn.

Brynjólfur Þorvarðsson, 8.10.2008 kl. 19:24

56 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Eins og svo oft hafa báðir eitthvað til síns máls.

Auðvitað gaf Davíð bönkunum frelsi, en þetta var sama frelsi og bankastofnanir hafa í öllum öðrum siðmenntuðum ríkjum í heiminum og ekkert athugavert við þá ákvörðun.

Síðan klikkar auðvitað Fjármálaeftirlitið - merkilegt að það taki svo við bönkunum núna. Seðlabankinn klikkaði einnig, þótt Davíð segist hafa verið búinn að vara við ástandinu og enginn hafi hlustað á hann. Ekki má gleyma ríkisstjórninni og Alþingi. Þá má ekki gleyma útrásarliðinu sjálfu, sem að sjálfsögðu á stærsta "sök" í málinu. Síðan auðvitað þeir, sem komu þessari vitleysu af stað í Bandaríkjunum.

Ég held að allir hljóti að sjá af þessari upptalningu að það verður erfitt að refsa einhverjum fyrir þetta og að kenna Davíð einum um þetta er auðvitað hlægilegt, þótt hann beri að sjálfsögðu einhverja ábyrgð.

Pistilshöfundur hefur hins vegar á réttu að standa að lausnin sé falin í aðild að ESB og upptöku alvöru gjaldmiðils - evru. Aðalvandamálið er gjaldeyrisskortur og það gengisfall krónunnar, sem fylgir í kjölfar þess og síðan verðbólga í kjölfar þess.

Ég bjó lengi í Þýskalandi og hef fengið hringingar þaðan frá áhyggjufullum vinum. Þeir upplifa þetta ekki eins og við. Þeir upplifa ekki að bílalánið þeirra og greiðslu af því hækki um 50-60% eða að íbúðarlánið þeirra hækki um 15-20% á ári vegna verðbólgu.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 8.10.2008 kl. 20:18

57 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Guðbjörn, það er ekki alveg rétt hjá þér þetta með bankafrelsið. Afnám bindiskyldu var umdeild ákvörðun en alls ekki sér-íslensk - en ekki heldur algild í öllum löndum. Spánverjar fóru t.d. ekki þessa leið enda eru bankarnir þar víst í góðum málum.

Ekki veit ég að hvaða leyti FME hafi klikkað, ég veit ekki hvað þeir hefðu átt að sjá sem hefði stoppað þessa þróun. Hins vegar klikkaði Seðlabankinn illilega, hann hefði annað hvort átt að koma á strangari bindiskyldu til að takmarka gegndarlausan vöxt bankanna EÐA auka gjaldeyrisforðann í samræmi við skuldbindingar bankanna.

Margir hafa bent á þetta í langan tíma og loks var veitt heimild fyrir stóraukningu gjaldeyrisforðans - sem síðan átti sér ekki stað! Seðlabankinn klikkaði eina ferðina enn.

Krónan er auðvitað gríðarlegur vandi eins og þú bendir á. En hver er það sem hefur komið algjörlega í veg fyrir alla möguleika til að sækja um inngöngu í ESB? Leiðtogi eina mið-hægriflokks sem ég veit um sem að hafi verið á móti inngöngu í ESB? Sérviska í fýldulegum ofstopamanni hefur komið í veg fyrir eðlilega ESB-umræðu á Íslandi undanfarin 20 ár. Um hvern skyldi ég nú vera að tala?

Brynjólfur Þorvarðsson, 8.10.2008 kl. 20:34

58 identicon

Fyrr má nú vera nornaveiðarnar. Davíð hefur ekkert að gera með heimskreppuna.

Ókunnugur (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 21:59

59 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Nei ... en er bara sama kreppa hér og alls staðar annars staðar? Mér sýnist við vera í talsvert miklu verri málum. Kannski ekki verst, en vont samt, er að við erum með gjörsamlega óhæfan Seðlabankastjóra sem er orðinn til athlægis um allan heim.

Brynjólfur Þorvarðsson, 8.10.2008 kl. 22:40

60 identicon

Núna koma kratar og reyna að koma sínum málum í gegn á lágkúrulegan hátt sbr. Brynjólf. Það er allt morandi í þessu.

Jóhann Steinar Guðmundsson (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 22:57

61 identicon

Sorglegt þetta blessaða Davíð hatur. Maðurinn er með átta sinnum lægri laun en blessaða greiningar sérfræðingar Glitnirs Edda Rós og Ingólfur Bender sem haf kúkað svo feitt á bitann að lyktin lafir yfir næstu ár. Hefðu þau ekki átt að huga að eigin garði í stað þess að benda á iilgresin í hinum. Þetta fólk á að borga til baka launin sín með vöxtum og skammast sín og byðjast afsökunar hjá hluthöfum sem þau rændu um hábjartan dag.

Jónas (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 23:10

62 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Furðulegt þetta dauðahald sem Davíð hefur yfir fólki. En núna er búið að einkavæða Kaupþing og það virðist vera ummæli Davíðs í Kastljósi í fyrradag sem hefur valdið því beint - sem og gjaldþroti Landsbankans sem núna er orðin staðreynd.

Brynjólfur Þorvarðsson, 9.10.2008 kl. 08:08

63 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Þetta átti auðvitað að vera "ríkisvæðing Kaupþings" en ekki "einkavæðing"

En þetta er mest lestna fréttin á fréttavef BBC í dag. Fyrirsögnin er "Hvað kom fyrir Ísland"? Þar er talað beint út um að Ísland sé á hausnum, við séum fyrsta fórnarlamb kreppunnar. Og hver er orsökin? Ónýtur Seðlabanki!:

http://news.bbc.co.uk/2/hi/business/7658908.stmhttp://news.bbc.co.uk/2/hi/business/7658908.stm

Brynjólfur Þorvarðsson, 9.10.2008 kl. 08:31

64 identicon

Nú ætla ég að taka það fram að mér var alls ekki kært til Kaupþings, ég fór með alla bankaþjónustu mína þaðan á sínum tíma. Ég er hins vegar nægjanlega skynsamur til að sjá að Davíð Oddson er að skilja eftir sig slóð eyðileggingar út um allt. Kastljósviðtal hans var eingöngu ástæða fyrir því hvernig komið er fyrir Kaupþingi í dag. Hvað sem okkur finnst um Kaupþing þá hljótum við að skilja að það tapast hundruðir eða jafnvel þúsundir miljarða út úr þjóðarbúinu þegar fyrirtæki af þeirri stærðargráðu eru hreinilega tekin af lífi. Ég trúði því að Kaupþing væri nógu sterkt til að standa af sér þetta fárviðri. Breska stjórnin lokaði allri starfsemi Kaupþings á Bretlandi beinlínis sem viðbrögð við kastljósviðtalsins dæmalausa.

Ein spurning af hverju er ekki Seðlabankinn löngu búin að lækka stýrivexti niður í 6-8%??? Það er algerlega óskiljanlegt. Eina skýringin er sú að Davíð Oddsson getur ekki verið með réttu ráði. Hann er eins og Neró forðum hann horfir á landið brenna ofan úr turni Seðlabankans og ætli hann sé stoltur af gjörðum sínum???

Ég held að seinna meir mundi sagan dæma DO á hrikalegan hátt þó ég kenni honum alls ekki algerlega um þá stöðu sem við erum í. Hann er sannarlega olían á eldinn sem þurfti til að brenna alla fjármálastarfsemi í landinu til grunna. Nú er ég ekki úf fjármálageiranum og hef oft hneykslast á ofurlaununum þar. Hins vegar ofbýður mér algerlega fjármunirnir sem hafa tapast úr landinu við þessa aftöku bankana sem voru alls ekki illa staddir. Ég fullyrði að ef farið væri að öllum  bönkum í Evrópu eins og farið var með bankana þrjá(aðförin) þá mundu meira en 90 % af bönkum í Evrópu fara í þrot.

Varðandi Kastljósviðtalið þá er ekkert skrítið að Sigmar hafi lítið haft sig í frammi. DO sér til þess að það sé tryggt að Spyrillinn sem er að spyrja hann spyrji hann enga óvænta spurningu þegar í viðtalið er komið. Hann er búin að undirbúa svör sín fyrirfram. Sigmar sleppti svo augljósum spurningum að það var sláandi. Spurningum eins og hvor eftirlitsskylda FME og Seðlabankans hafi brugðist.

þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 09:36

65 Smámynd: Njörður Helgason

Slóð Davíðs er bæði drullug og grýtt. Orð hans. Já orð seðlabankastjóra Íslands í Kastljósi fyrradagsins eru að kollsteypa því sem eftir var af uppistandandi hlutum á Íslandi.

Þessat dýru yfirlýsingar seðlabankastjórans ærla að verða þjóð og landi dýrar.

Njörður Helgason, 9.10.2008 kl. 10:44

66 Smámynd: Ólafur Jónsson

Voru bankarnir ekki á hausnum fyrir kastljóslþáttin

Ólafur Jónsson, 9.10.2008 kl. 10:55

67 Smámynd: Njörður Helgason

Var forsætisráðherra Bretlands og fjármálaráðherra farnir að tala svona fyrir þáttinn?

Njörður Helgason, 9.10.2008 kl. 10:57

68 identicon

Ólafur:Voru bankarnir ekki á hausnum fyrir kastljóslþáttinn?

Hefur þú eitthvað fyrir þér að þeir hafi verið á hausnum? KB banki var hins vegar með svo mikla veltu að bara skuldirnar(sem voru mikið minni en eignir segja KB bankamenn) voru margföld íslensku fjárlögin. Ég er nokkuð sannfærður um að KB banki var tekin af lífi í pankikk út af orðum Davíðs. Ef þeir hefðu getað losað eignir erlendis á eðlilegan hátt þá hefðu fengist margfallt meira fyrir eignirnar. Þú getur litið á þeir tugþúsundir Íslendingar sem áttu hlutabréf í KB banka hafi í raun tapað fé sínu til þeirra sem keyptu eignir Kaupþings á brunaútsölu. Ég hugsa að það hafi örugglega verið lyft kampavísglösum þar yfir góðum kaupum. Það er hægt að reyna að benda á sökudólga í þessu máli og græðgi hefur komið sterklega til greina og ætla ég ekki að leggja minn dóm á það. Hins vegar er alveg kristal tært að ef eftirlitsaðilar hefðu staðið sig í stykkinu og löggjafar hefðu verið harðari í að setja bönkunum skorður þá hefði önnur staða verið uppi í dag. Mjög færir fjármálamenn erlendis staðhæfa að Kaupþing hafi staðið mjög vel og ég treysti þeim betur en einhverjum hér heima sem reynir í bræði sinni að heimta sökudólg.

Þorvaldur þórsson (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 13:34

69 Smámynd: Ólafur Jónsson

Það eru ansi skrýtin staða fyrirtækis, ef örfá orð setja það algerlega á hausinn en ef ekkert er sagt þá hefði það verið stærsta fyriræki evrópu og svo heimsins. Hljómar ekki trúverðugt.

Nú er inn á mbl að það hafi verið samtal Árna Mathísen Gordon Brown sem urðu til þess að fjármálaráðherra og forsætisráðherra byrjuðu að tala svona.

Auk þess sem að ríkisstjórnin ætlar ekki að greiða erlendu skuldir fjárglæframanna. Davíð einfaldlega útskýrði stöðuna. Hann er ekkert hvítþveginn af öllum sínum verkum. En Það er algerlega út í hött að kenna honum um klúður áhættufjárfesta.

Þegar hann var á þingi þurfti hann meirihluta með sér hann tók ekki ákvarðanir einn. Maður bíður bara eftir því að honum verði kennt um rigninguna næst.

Af hverju eru menn ekki að spá í ofurlaunum bankamanna sem tekinn voru út úr bönkunum og öðrum fyrirtækum undir þeim formerkjum að gróðinn væri svona rosalegur. Voru þeir kannski að ljúga upp verðlausan pappír, maður spyr sig alvarlega að því við þessar kringumstæður.   

Ólafur Jónsson, 9.10.2008 kl. 15:00

70 identicon

Sæll Njörður 

Ég er orðinn þreyttur og pirraður á þessu litla litla JÁ-klappliði  hans Davíðs, en þetta lið hefur ævinlega reynt að réttlæta allt, og það sama er uppi á teningnum hér. En þetta JÁ-klapplið eða total glorifying lið hans Davíðs fer ört fækkandi sem betur fer, en auðvita á Davíð að hætta sem bankastjóri SÍ svo og öll stjórn Seðlabankans. 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 16:24

71 Smámynd: Starbuck

Ég tel að Davíð Oddsson beri mesta ábyrgð á þeirri erfiðu stöðu sem íslenska þjóðin er komin í.  Hann átti stærstan þátt í að skapa aðstæður sem leyfðu siðblindum gróðapungum að blómstra – á kostnað þjóðarinnar eins og nú er að koma í ljós.  Hann kennir síðan öðrum um ófarirnar, kallar þá brennuvarga og óreiðumenn, en sjálfan sig – höfuðpaurinn í ruglinu - kallar hann slökkviliðsmann og vill að við lítum á sig sem góða gæjann.  Maðurinn lifir greinilega í algerri sjálfsblekkingu og er greinilega alveg óhæfur til að fara með nokkur völd.  Segjum honum upp sem fyrst áður en hann nær að valda þjóðinni enn meiri skaða með bulli sínu og trú á hugmyndafræði og stjórnunaraðferðir sem ganga ekki upp.

Ég mæli með Þorvaldi Gylfasyni í hans stað.

Starbuck, 9.10.2008 kl. 16:50

72 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Ólafur, þessi "örfáu orð" voru meira að segja sönn: Það er stefna Geirs og kó (ásamt Davíð) að borga ekki erlendar skuldir bankanna. Þeir eru að búa til þrjá litla innanlandsbanka í eigu ríkisins - þeir heita "Nýi Landsbanki" og "Nýi Glitnir" skv. fyrirtækjaskrá, sjálfsagt líka "Nýa Kaupþing".

Inn í þessa litlu ríkisbanka verður öll innanlandsstarfsemi "alvöru" bankanna sett - og kannski fullt af erlendum eignum líka? En ekkert af erlendu skuldunum.

Svo verða "alvöru"bankarnir settir á hausinn - og öll erlenda skuldsetningin upp á 10x þjóðarframleiðsla látin flakka.

Þetta er það sem er verið að gera. Davíð sagði þetta bara eins og það var, og breska ríkisstjórnin skildi hvað var að gerast - að Ísland er í rauninni gjaldþrota. En það var ekki bara Davíð, hinir voru búnir að segja þetta beint og óbeint - ummæli Davíðs í Kastljósi komu mér alls ekki á óvart - hann talaði bara hreint út um það sem hinir voru að segja óbeint.

Brynjólfur Þorvarðsson, 9.10.2008 kl. 19:04

73 identicon

Það er ótrúlegt að Samfylkingafólk skuli ætla að kenna Davíð um allt sem illa fer út í það óendanlega. Voruð það ekki þið og ykkar fólk sem slóguð skjólborg um Baugsmenn þegar Davíð var að reyna að koma í veg fyrir að þeir gætu keypt sig út úr syndum sínum þegar þeir áttu orðið alla fjölmiðla landsins, heilaþvottur fjölmiða á Íslensku alþíðunni var slíkur að þessir menn voru teknir í Guðatölu. Samt veit allt hugsandi fólk að þeir brutu flest lög sem hægt var að brjóta um hvernig skal reka almenn hlutafélög þegar þeir´voru svo teknir fyrir glæpinn þá keyptu þeir baugsveldið aftur á spottprís og tóku af markaði til að minnka upplýsingaskyldu. Held menn ættu frekar að hugsa hversu vittlaus við vorum að láta þessa Pörupilta arðræna þjóðina. Við skulum halda okkur við að kenna réttum aðilum um skaðann semsagt allir þessir menn sem ferðast nú um á Einkaþotum og eru að hverfa út fyrir sjóndeildarhringinn.

Sigurður (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 23:20

74 identicon

@Sigurdur. Thu kemst einhvers stadar í Borgarnestraedu Ingibjargar Solrunar. Lestu hana!

NH (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 00:18

75 identicon

http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item230630/

GD (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 10:23

76 identicon

Það er nú alltaf gaman þegar þeir sem elska Davíð kvarta undan hatri á karlinum.  Ég verð nú að viðurkenna tvennt.  Fyrst, ef hann væri karlinn í næsta húsi þá værum við sennilega kunningjar.  Hann viðist vera viðkunnanlegur.  Síðan, ef hann væri ekki svona helvíti þrjóskur og færi bara þegar meirihluti þjóðarinnar er búin að fá nóg af honum.  Þá væri ekkert hatur.

En þið sem elskið Davið og haldið að ekkert geti komið í hans stað, sjáið ekki að fyrsta skref til bata er að viðurkenna meinið.  Ekki bara hluta þess, heldur allt.

Annars verð ég nú að segja, að komast á lysta Marketwatch fyrir helstu afglöp (#4) er visst afrek. Tími til kominn að fara í enskukennslu.  

og í þeim anda bæti ég þessum link við http://www.youtube.com/watch?v=yR0lWICH3rY

Jón (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband