Tími kapps og afla.

Nú er kominn sá árstími sem áður fyrr var einn sá mest spennandi í Mýrdalnum. FÝLATÍMINN.

"Veiðin hefst að loknum Hundadögum" sagði hún amma mín.

Þá kepptust drengir af öllum bæjum í Reynishverfinu við og reyndu að veiða sem flesta fýla. Kapphlaupið út á mýrar, eða kappaksturinn á dráttarvélunum var æsispennandi. Síðan kapphlaupið við að ná þeim sem sást til. Þeir voru barðir í hausinn eða bitnir í hnakkann. Farið með heim á bæi, staflað í haug og eftir nokkra daga var sest niður til að reyta staflann, svíða og salta í tunnur.

Það sem veitt er, er unginn sem bregst fluglistin og fellur til jarðar á jómfrúarflugi sínu til sjávar.

Þetta var mörgum mikil búbót og á seinni árum líða kærkomin veisla.

Fýllinn fór lítt að sjást í Mýrdælskum eða Íslenskum hömrum fyrr en á seinni hluta nítjándu aldarinnar. Síðan hefur honum fjölgað gríðarlega. Fýllinn hefur numið land eða björg um allt land. Lengst inn eftir giljum og gljúfrum. Fýll verpir inn á Emstrum.

 Nú í seinni tíð hefur dregið stórlega úr fýlaveiði. Einstaka nostalgígjuveiðimenn og nokkrir heimamenn. En fýllinn er óbrigðult fæði og tryggir fullkomið veisluborð.

Þessi var að spegla sig á lygnri höfninni á Djúpavogi fyrir skemmstu; http://www.flickr.com/photos/njordur/2787146267/

Og þessir voru örugglega á fundi: http://www.flickr.com/photos/njordur/2788010314/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 370869

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband