24.7.2008 | 20:42
Bjargið sögulegum verðmætum.
Í Hólmi í Landbroti bjó Bjarni Runólfsson. Sjálfmenntaður járnsmiður og í raun verkfræðingur. Hann ruddi braut raflýsingar í sveitunumásamt völundum úr Skaftafellssýslu Vestur. Bræðurnir frá Svínadal smíðuðu túrbínur sem virkjuðu lækina, auk margra tækninýunga fyrir sveitir sem voru eins og aðrar Íslenskar staðnaðar um aldir. Mikið af hráefni sóttu Bjarni og aðrir völundar í skipströnd við sendina Suðurströndina. Þar kom að landi mikið af stáli og öðrum málmum til smíða. Talað var um góð og vond strönd. Það mat byggðist frekar á því sem að landi var dregið af efni og góssi frekar en verðmæum skipanna. Þau voru verðlaus. Náðust yfirleitt ekki aftur út á sjó. Heldur grófust í fjörusandinn.
Í Hólmi kom Bjarni á fót verkmenntaskóla þar sem hann miðlaði þekkingu og reynslu til ungra manna. Kona hans kenndi einnig ungum konum og drengjum á bókina. Einnig rak hún þar nokkurskonar húsmæðraskóla.
Nú er Snorrabúð stekkur í Hólmi. Því miður hefur ekkiverið ráðist í að endurbyggja húsin eða verkstæðið, þar sem vélar og tæki Bjarna Runólfssonar eru enn.
Vonandi næst samráð um að bjarga þessum stórmerku verðmætum frá glötun. Tíminn líður og eyðir sögunni.
Hólmur er á einni mynd minni úr Skaftafellssýslum á: http://www.flickr.com/photos/njordur
Um bloggið
Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndirnar mínar á Flickr Samansafn valinna mynda til sýnis fyrir alla
- Twitter síðan mín Skoðanir í stuttu máli
Veðurviti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.