13.7.2008 | 12:02
Land eða gróðureyðing af versta tagi.
Fátt sem fer jafnmikið í taugar mér og spilling villts gróðurs og gróðurleysis. Einhver fékk um árið hugmynd um að berjast gegn uppblæstri og gróðureyðingu með því að sá lúpínu í sárin. Síðan hefur þessi planta vaðið um landið eins og Kalifornískur skógareldur.
Lúpínan leggst óheft á mela og móa, eyðir gróðri sem í gegnum árin hefur verið að vinna sér land. Síðan mestan hluta ársins, er lúpínan stendur ekki uppi eru svæðin gróðurvana. Líkt og svæði sem hvönnin hefur lagt undir sig. Svo sem brekkurnar í Vík í Mýrdal sem áður voru rómaðar blómabrekkur. Þær eru í dag grænar yfir 3-4 mánuði en flakandi flag þess á milli.
En með lúpínuna. Svæði eins og Skógasandur. Það var sáð lúpínu í einn fallegasta Íslenska eyðisandinn. Sandur sem sjaldan olli vandræðum vegna sandroks. Þegar það gerðist var svoddan aftakaveður að engin átti erindi á vegina undir Eyjafjöllum.
Lúpínunni var sáð ofan, þe. norðan þjóðvegar. Líklega verið haldið að hún héldi sig þar. En að sjálfsögðu sáði hún sér. Það á hún að gera. Vatn rennur til sjávar. Svo að í dag er Skógasandur þakin af bévítans lúpínunni. Allur sandurinn. Þetta þurfti ekki umhverfismat. Stórskemmd á villtu svæði.
Um bloggið
Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndirnar mínar á Flickr Samansafn valinna mynda til sýnis fyrir alla
- Twitter síðan mín Skoðanir í stuttu máli
Veðurviti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er það blái liturinn sem fer í taugarnar á þér. Það er hægt að fá þær í bleiku allavega í garða. Þú veist um lækningarmátt lúpínunnar, hún er bara snilld svo víkur hún fyrir grænum gróðri þegar hún hefur unnið á sandinum.
Sitkaölurinn græðir líka sanda en enn er ekki vitað um annan lækningamátt elris
Ármann Ægir Magnússon, 15.7.2008 kl. 21:33
Ég hef ekki séð þetta illgresi víkja fyrir öðrum gróðri. Heldur veður þetta yfir gróið land og hertekur það.
Velkominn heim!
NH (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 09:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.