Hvers vegna á að loka Dyrhólaey?

Enn og aftur er búið að loka Dyrhólaey í Mýrdalnum. Því er haldið fram að lokunin sé til að vernda fuglalíf. Og þá sérstaklega æðarfuglinn, sem getur ef hugsað er um af kostgæfni skapað landeigendum tekjur.

Mér þætti gaman að vita hversu miklar tekjur landeigendur Dyrhólaeyjar hafa haft af æðarfuglinum þau ár sem lokað hefur verið. Þau mörgu ár sem Dyrhólaey hefur verið lokuð fyrir aðgengi ferðafólks að vori. Það eina sem ég veit til að þessi lokun hafi haft áhrif á  er að aðgengi varg. Rebba, minks og ránfugla hefur auðveldast á Dyrhólaey á meðan umferð fólks um hana er bönnuð.

Menn mega ekki gleyma sér í því að vernda og gera svæðin í leiðinni griðland varga og órækrar. Á árum áður var mikil beit í Dyrhólaey. Sauðfé gekk þar frá því snemma vors, langt fram á haust. Nú hefur beit verið bönnuð þar í allmörg ár. Afleiðingarnar: Dyrhólaey er komin á kaf í sinu. Þar er mikill áburður. Fuglar drita og færa brekkum og gróðri vænan skammt af áburði.

Dyrhólaey er í dag þakin sinu frá fjöru til vitans sem er á toppnum.

Þá var landeigendum ekki áður fyrr meira annt um eyjuna en að þar var ráðist í framkvæmdir sem áttu að verða upphaf að hafnargerð við Dyrhólaey. Langþráður draumur. Gerður var skurður, renna af Lágeynni niður á Kirkjufjöruna. Svokallað Afglapaskarð. Framkvæmdin er í dag ljótt ummerki á hömrum lágeynnar sem ekki verður bætt.

Vona að þessari lokun Dyrhólaeyjar verði hætt. Ég sé og margir aðrir enga ástæðu til að loka Dyrhólaey. Allann maímánuð fram til 20-25 júní. Margir ferðamenn koma yfir þveran og endilangan heiminn til að komast á Dyrhólaey, Portland. Og koma að lokuðum hliðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband