Gleðilega hátíð! gott fólk.

Í gær lauk vetri hins vinnandi manns. Og konu. Í dag skín sólin á að minnsta kosti okkur íbúa stórHafnarfjarðarsvæðisins. Það er maísólin okkar. Þessar línur fæ ég lánaðar úr einu þekktasta ljóði Halldórs Laxness. Maístjörnunni. Þar er sannarlega til einn mesti og besti kveðskapur sem til er fyrir íslenskt launafólk. Það er kominn tími til að vetrinum ljúki. Nú mega taka við bjartari og hlýrri dagar. Veturinn hefur verið á margan hátt einstaklega leiðinlegur, veðurfarslega. Tíð óveður. Mikill vindur, úrkoma, regn og snjór. Það lítur út fyrir gott sumar. Að minnsta kosti í spákortum sem sýnd hafa verið. Þrátt fyrir alla nýbreyttni og miklar breytingar, hefur veðrið enn mikil áhrif á líf okkar á Íslandi. Menn verða enn að berjast móti storminum og standa af sér dimm él. Þetta á líka við ýmislegt sem við ömstrum við dags daglega. Vinnan er stór hluti af daglegu lífi okkar flestra. Það hefur sannarlega áhrif ef dagurinn byrjar á því að þurfa að skafa eða moka frá bílnum til að ná, stundum seint og með pirringi til vinnu. Nú á síðustu árum hefur vinnuumhverfi margra starfa breyst mikið. Bæði það sem menn vinna við og hópurinn sem við vinnum með. Ég vinn með hópi fólks af erlendum uppruna. Pólverjum, Rúmenum, Frökkum og fleiri þjóðarbrotum. Mér finnst það gaman. Að skiptast á upplýsingum um lönd okkar og þjóðir. Við lærum hvors annars tungumál. Smátt og smátt.  Pólska er meira en curfa mass! Þó er meginsamskiptamátinn  enska sem er ekki móðurmál neins okkar. Það er gaman að finna áhuga nokkura þeirra sem ég starfa með á því að læra íslenskuna. Mál lands og þjóðarinnar sem fólkið er komið til. Sum þeirra eru flutt hingað. Flutt til frambúðar.“ Tungumálið Var lykillin að samfélaginu“, sagði kona ein sem ég sat með á málþingi Rauða krossins fyrir nokkrum árum. Fyrir öllu því ágæta fólki sem hingað kemur. Til vinnu eða flytur hingað, liggja fyrir litlar upplýsingar um réttindi þess og skyldur sem fylgja því að búa hér á landi á. Margir eru vissulega komnir hingað til að vinna og vinna mikið. En þeir eiga samt að fá grunn upplýsingar um réttindi sín.Ég vona að hátíðar og baráttudagur verkafólks, vinnandi fólks verði öllum ánægjulegur. Maisólin skín bjart. Hún skín alls staðar. Sumstaðar þó á bak víð skýin. „Við skýin felum ekki sólina af illgirni. Við skýin erum bara að kíkja á leiki mannanna“, söng Spilverk þjóðanna. Verum kát látum skýin og hvort annað sjá hvað lífið er dásamlegt. Gleðilegan  1. Maí 2008! 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dagur að kvöldi kominn. Fínn dagur

Njörður (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 370663

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband