13.4.2008 | 14:25
Útsöluverð, raunverð?
Hef ávalt hugsað þegar verslanir bjóða samskonar afslátt, afslætti og Bónus í Faxafeninu býður. Hvort verðið með þessum afslætti. Hvort sem um er að ræða matvöru, fatnað, glingur eða annað sem boðið er á svona kjarapöllum. Sé þá ekki í boði á raunvirði miðað við þann kostnað sem leggja þarf ofan á vöruna til að selja hana taplaust. Oft eru vetrar og vörútsölur með þessum afslætti og jafnvel meiri.
Ég hef ekki trú á að það sé verið að gefa okkur eitthvað.
Biðröð fyrir utan Bónus í Faxafeni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndirnar mínar á Flickr Samansafn valinna mynda til sýnis fyrir alla
- Twitter síðan mín Skoðanir í stuttu máli
Veðurviti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 370663
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þegar íþróttavöru verslanir, eins og Intersport, auglýsa útsölur og fleira, með allt að 70-80% afslætti, þá er meðal framlegð dagsins, samt sem áður 30%.
Þar er mikið hægt að gera til að lækka verð, en er ekki gert.
Þegar Bónus auglýsir svona afslátt, þá eru þeir undantekningarlaust að tapa á öllum vörum sem seldar eru.
Af hverju gera þeir þetta þá? Það er einfaldara að selja vörurnar með tapi, og kostnaðarminna, heldur en að taka vörurnar saman, færa þær í aðrar búðir, telja þær og skrá í tölvukerfið. Ekki flóknara en það.
Gexus (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 15:32
Ég hef nú grun um að álagning flestra verslana sé meiri en 35-40%
Og svo eiga stórveldi eins og Bónus sínar heildverslanir og þar er heildsöluálagning. þeir eru sko ekki að tapa neinu, þó þeir hafi svona rýmingarsölur.
Mætti bara orða það þannig, þeir græða ekki eins mikið. Þeir eru ekki með neinn gustunga bissnis hérna núna. Kannski Jóhannes í byrjun eins og Pálmi heitinn. en það er löngu liðin tíð.
Horfið á lífsstílinn, hjá þeim sem eru taldir eigendur þessara eigna!!!
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 16:05
Þar er alveg kórrétt hjá Gexus, það er ódýrara að selja allt sem í hillunum er á 30 % afslætti en að telja, pakka, flytja og stilla síðan upp aftur í annarri verslun. Hins vegar er það klárt að töluvert tap á flest öllum vöruflokkum með þessum línulega afslætti en ýmindarlega koma þeir út í plús. Hvað varðar verslanir sem selja fatnað ( Intersport og aðrar tuskubúðir ) þá er álagningin í allt öðru veldi á þeim bænum, oft um 1000% svo ekki er saman að líkja. Held ég nú "Sigrún mín" að skarð yrði fyrir skildi ef Bónus færi af markaðnum. Líklega myndi Kaupás þá snarlega loka Krónunni og þá væri nú gama að versla í Nóatúni eða klukkubúðunum. Það er allavega á tæru að það að halda því fram að meðalálagning í Bónus sé 30-40% er bara fávíslegt BULL. Er þá álagningin í Nóatúni, klukkubúðunum og Hagkaupum 60-100% hmm.
Sigurvaldi (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 18:14
Þakka ábendingar og þáttöku í umræðunni gott fólk. Þetta eru áhugaverðir vinklar margir hvrjir.
Njörður Helgason, 13.4.2008 kl. 19:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.