Brostnar vonir?

Það er ótrúlegt hvað þessi þjóð okkar þarf að fara í gegnum marga veggi reynslunnar. Og sama virðist vera hve margir veggirnir eru. Lítið lærist. Líklega er það ein ástæðan fyrir því hve örvingluð við erum af bjartsýni þegar áreksturinn við staðreyndirnar verður að svo langt er í að runnið sé af okkur bjartsýnið að við erum búin að gleyma erfiðleikunum þegar víð æðum út í næsta ævintýr full bjartsýni en fjarlæg skynsemi.Ég fór hringin um Reykjanesið í dag. Þá rifjaðist upp fyrir mér botnlaus bjartsýni þjóðarinnar  á fiskeldi hér fyrir nokkrum áratugum. Ker voru sett upp við víkur og voga. Nú átti að græða stórt. Því miður synti bjarsýnin og gróðinn út í hafsauga. En skuldir og sár vonbrigði sátu eftir.Það var víst um svipað leyti sem bændur, margir uppgefnir á hefðbundnum búskap sáu nýja leið út úr vandanum. Loðdýrabúskapur. Víttt voru byggð hús yfir nýja búgrein. En þau urðu fljótt tóm af lífi. Helst nýtt undir vélageymslur. Enn sátu eftir skuldabaggar og vonbrigði.Það hélt ég að þjóð mín væri búin að læra af reynslunni. Menn væru hættir að æða út í hluti án þekkingar og reynslu. Grunur hefur læðst að mér á undanförnum dögum að svokölluð útrás og taumlaus fjármálagleði sé að verða að enn einu ævintýrinu.Vissulega eru margir sem hafa fjárfest af kunnáttu og getu og gengið vel. En ég held að því miður séu enn einverjir á ferð sem kunna minna en ekkert á þær leikreglur sem alþjóðaviskipti snúast um.Vonandi verða ekki stórar skuldir og mikil vonbrigði út úr þessu ævintýri.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband